Leita í fréttum mbl.is

Ég styð 62. grein stjórnarskrárinnar

um að evangelíska kirkjan sé ríkiskirkja Íslands. Þetta mega þeir sem ætla að kjósa til Stjórnlagaþings vita.

Ástæður mínar eru þær að landsmenn eru að miklum meirihluta einhuga um að hafa kristni í landinu og ég tel að kirkjan njóti stuðnings yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Kröfur háværs minnihluta um aðskilnað ríkis og kirkju tek ég ekki undir. Ekki síst af þjóðernisástæðum, þar sem ég er ekki í hópi trúaðra.

Ég virði kirkjuna og vil að kirkjan njóti sannmælis. Ég sé ekki ástæðu til að lasta skóginn þó fundist hafi laufblað fölnað eitt eða tvö. Kirkjan hefur í heild gefist betur en illa. Mér myndi finnast lítil ástæða fyrir þessa þjóð eða mig sjálfan að halda jól ef kirkjan sæi ekki um hátíðarsvipinn.

Jarðarfarir eru vel komnar í höndum presta. Ég held að Guðsorð skaði engann sem það heyrir og ég held líka að það geri meirihluta þjóðarinnar gott. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk þjóð sé kristin þjóð og vilji vera það.

Ég er líka í Sjálfstæðisflokknum og hef aldrei skammast mín fyrir það.

Ég er algerlega á móti Evrópusambandsaðild vegna þess að ég tel Íslendinga búa í svo ríku landi að lífskjör þeirra geti ekki annað en lækkað með útjöfnun við fátækari þjóðir í Evrópu. Við munum verða að styrkja þá en ekki öfugt. Ég tel að við eigum nóga ómegð sjálfir Íslendingar þó við flytjum hana ekki inn. Ég tel Íslendinga vera meiri heimsborgara og fljótari til að tileinka sér nýjungar og framfarir en raunin hefur verið er með landlukta Miðevrópubúa.

Ég er ekkert sérlega ósáttur við Stjórnarskrána sem við höfum og tel hana hafa vel dugað. Undirrót ónánægju fólks með sjtórnarskrána er misvægi atkvæða um leið og misvægið er sjálft orsökin fyrir því að Alþingi hefur ekki leyst málið. Ég mun ekki sætta mig við misvægi atkvæða í Alþingiskosningum á landinu og mun aldrei sætta mig við annað en að reglan "einn maður-eitt atkvæði" sé samstofna lýðræðishugmyndinni sjálfri.

Ég hyggst ekki eyða fé í auglýsingar vegna framboðs til Sjórnlagaþings.Ég mun ekki erfa það við nokkurn mann vilji hann fremur kjósa aðra. Ég er bara valkostur sem frambjóðandi númer 5097.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú er ég sammála þér Halldór. Hver þjóð á að hafa sína ríkistrú og þar sem flestir Íslendinga eru skírðir inn í evangelísku kirjuna liggr beinast við að hún verði áfram okkar ríkistrú.

Trúfrelsi á einnig að vera, það er nú þegar vel tryggt í gildndi stjórnarskrá.

63. greinin er í fullu gildi, ef vilji er til að minnka stuðning ríkisins við hana veitir núverandi stjórnarskrá heimild til þess.

Ekki veit ég til þess að nein þjóð sé án ríkistrúar, utan þeirra sem hafa fallið í þá grifju að taka upp kommonískt stjórnarfar. Þetta getur þó verið rangt hjá mér en allar siðmenntaðar þjóðir hafa sína ríkistrú.

Gunnar Heiðarsson, 12.11.2010 kl. 13:31

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Ástæður mínar eru þær að landsmenn eru að miklum meirihluta einhuga um að hafa kristni í landinu og ég tel að kirkjan njóti stuðnings yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Kröfur háværs minnihluta um aðskilnað ríkis og kirkju tek ég ekki undir.
Hvað hefurðu fyrir þér um þessa meiri- og minnihluta? Og ekki benda á skráningar í trúfélög, það er ekkert samhengi á milli þess að vera skráður í þjóðkirkjunar og þess að vilja að hún verði ríkisstofnun áfram. 

Egill Óskarsson, 12.11.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er ekki verið að tala um hvort kristni verður eða verður ekki í landinu. Trú fólks stendur ekki né fellur með afstöðu ríkisins til andlegra mála.  Hér er rætt um forréttindi einnar stofnunnar umfram aðrar af sama toga.

Þér til fróðleiks þá get ég sagt þér að orðin trú eða trúfrelsi koma ekki fyrir í þessum kafla stjórnarskrárinnar, enda snýst hann ekki um það. Það er eðlilega út í hött  að ætla að sjórnarskrá ráðskist með trú fólks. Það er þó gert í trúræðisríkjum eins og Saui Arabíu og Íran.

Þar sem þú virðist ekki hafa dýpri skilning á jöfnuði og mannréttindum, þá segi ég pass við framboði þínu.  Ég þykist þó skilja takmarkanir þínar þar sem jöfnuður og mannréttini koma hvergi fyrir í Biblíunni og eiga ekki rætur að rekja í það grunnrit Kristindómsins.

Þú lest svo kannski Lúkas 14:26 og Mattheus 10:34-36, svona til að rifja upp gildin þín.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 14:13

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gott hjá þér Halldór, það þarf svona frambjóðendur enda styð ég líka 62 grein stjórnaskrárinnar þó ekki sé ég mikill trúmaður. 

Taldi reyndar að ekki æti að hræra mikið í stjórnarskrá á óróatímum og svo lægju önnur og mikilvægari verkefni þegar fyrir og þess vegna væri rétt að bíða með þetta mál þar til þjóðin væri komin fyrir horn fjárhagslega.  

En þetta er komið í gang og þá er ekki annað að gera en að styðja við það svo rati sem réttasta leið.

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 12.11.2010 kl. 14:16

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Evrópska Sameininginn stendur vörð um KIRKJUNA. Misumar ekki ekki trúararbrögðum, heimspeki og öðru slíku líkt.

Það má alvega sjá að  EU  setur Kirkjuna í öndvegi og getur sett þvingandi lög og reglugerðir ef þeir mismuna ekki öllum trúarhópunum.      

Ég tel að trú og siðfræði sé eitt og hið sama, og innritun á góðum gildum í mótum og uppvexti þegnanna sé nauðsynlegt til að spara sér heilþvott á siðvillingum síðar eins og Kínverjar gera ennþá án þess að skammst sín fyrir.   Heilaþvottur getur haft jákvæða merkingu í bókstaflegri merkiningu. Stóðugur áróður eða markssetning eru undirflokkun heilþvottar að mínu mati eða hugmynda innsetningar.

Þeir sem míga í ból Bjarnar eiga ekki að gera það nema einu sinni.

Innræting á góðum siðum er á undahaldi og það er slæmt.

Júlíus Björnsson, 12.11.2010 kl. 15:45

6 Smámynd: Eyþór Jóvinsson

Sæll Halldór,

"ég tel að kirkjan njóti stuðnings yfirgnæfandi meirihluta landsmanna"

Á hverju byggir þú þessa fullyrðingu?

Samkvæmt þjóðarpúlsi Capacent síðan 6. okt 2010, vilja 60% landsmanna aðskilnað ríkis og kirkju, 22% á móti.

Samkvæmt sömu heimild eru aðeins 38% sem bera traust til þjóðkirkjunar.

 Með bestu kveðju,

Eyþór Jóvinsson - frambjóðandi nr 30-29

www.jovinsson.is 

Eyþór Jóvinsson, 13.11.2010 kl. 00:53

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Eyþór kollege

er ekki 62 % meirihluti? Ertu bara ekki til í að kjósa um þetta í þjóðaratkvæði eða viltu hafa vit fyrir þjóðinni?

Halldór Jónsson, 13.11.2010 kl. 14:52

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kirkjan er ekki fólkið sem í henni starfar,  hún er eins og klettur í hafinu sem á vera til staðar þegar hennar er þörf. Ég hef ekki játast undir nýjust umritum á Bilbilíunni.  Ég er lítt hrifinn að markaðsvæddri kirkjustarfsemi.

Júlíus Björnsson, 13.11.2010 kl. 16:16

9 Smámynd: Eyþór Jóvinsson

Halldór, Jú, 62% er meirihluti. Það er þá meirihluti (62%) sem ber EKKI traust til kirkjunar.

 Ég stend fyrir ákveðin og skýr stefnumál, fái ég kosningu inn á þingið, þá lít ég svo á að fólk sé að kjósa mín stefnumál, frekar en mig sem persónu. Þannig verð ég kosinn inn á þingið til að taka ákvarðanir fyrir þjóðina. -Það vald tek ég mjög alvarlega og því hef ég sett öll stefnumál mín skýrt fram fyrir kosningar.

 Með Bestu, Eyþór Jóvinsson

www.jovinsson.is

Eyþór Jóvinsson, 13.11.2010 kl. 18:15

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Mín stefnumál liggja líka fyrir sem er andstaða við EU, jöfun atkvæðisréttar og aukið vægi sveitarstjórna í útdeilingu skattfjár og þarmeð minnkuð völd Alþingis

Halldór Jónsson, 13.11.2010 kl. 18:54

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég held hinsvegar að þú verðir ekki kosinn Eyþór og ekki heldur ég.

Halldór Jónsson, 13.11.2010 kl. 18:55

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ekki spurning þú færð mitt atkvæði, þó að ég hafi fyrir löngu búinn að ákveða að styðja þig.

Þetta var bara svona extra kirsuber á desertinn. 

Sigurður Þorsteinsson, 14.11.2010 kl. 04:05

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Jáeins og svo oft áður er eum viðSigurður Þ.sammála

Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2010 kl. 17:39

14 identicon

Við Íslendingar erum að meirihluta svokallaðir stórhátíðarkristlingar. Segjumst trúa á Guðsa en gerum ekkert í því nema þegar ættingi fermist eða deyr. Svo kallar á okkur daglegt líf og syndir sem vekja ekki upp eitt einasta samviskubit.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419727

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband