Leita í fréttum mbl.is

5097

er mitt númer sem frambjóðanda til Stjórnlagaþings. Síðustu daga eru vinir mínir í Sundlaugunum að gera grín að mér fyrir að ég sé ekki nógu duglegur að agítéra. Það er auðvitað rétt hjá þeim enda líst mér mátulega á blikuna. Ég fór nefnilega og kaus utankjörstaðar. Þá taldist mér til að kosningin gengi svona sjösinnum hægar fyrir sig en venjulegar kosningar.

Mér hrýs því hugur við því hvernig ástandið verður á kjördag. Mun fólk ekki hreinlega hætta við þegar að það sér biðraðirnar ? Svo spyrst þetta út og magnast.  Þáttakan verði því óásættanlega lítil í kosningunni og grafi þar með undan trúverðugleika þingsins og niðurstöðum þess ? Allt þetta góða fólk hefur gefið sig fram til vonbrigða einna ? Það verður hreinlega sorglegt. Ég myndi leggja til að vera viðbúinn til að bæta við sunnudeginum sem kosningadegi. Það liggur hvort sem ekkert á með talninguna.

Jæja, hvað sem er, þá er ég í framboði. Ég er þar með valkostur á fínu máli en varla nægilega í hópi fræga fólksins til að fljúga inn. Fell þá líklega og verð ekki tiltakanlega fúll.  Búinn að svara spurningum á DV og reyndist vera 75 % líkur sjálfum mér samkvæmt áður innsendri greinargerð. 

Ætti ég að setja að setja fram stefnuyfirlit á bloggsíðunni ? Það er allavega ódýr auglýsing fyrir 5097. Finnst fóki það fúlt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þar sem ég kaus á fyrstu dögum eftir opnun utan kjörstaða,fór ég að velta fyrir mér hvort blýantarnir hafi verið þeir sem duga best í ,,rellurnar,, sem telja. Alla vega sýndist mér einn af kosninga, hvað segir maður stjórunum, segja að þeir hafi þurft að skipta um blýanta,þeir hljóta þá að lesa þá handvirkt,dugi þeir ekki.        Sá eintak í sjónvarpi,fannst þeir fjólu-litaðir,sem voru venjulega gulir,sem við notuðum. Ég vil ekki kasta mínu á glæ.KV.

Helga Kristjánsdóttir, 25.11.2010 kl. 00:41

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ágæti félagi,

Tel að allir eigi að kjósa ( þig ) og þetta sé ekkert flókið.  Best að nota hjálparkjörseðilinn t.d. á kosning .is og prenta hann út.  Þá koma stórar og læsilega tölu til að skrifa inn.  Játa að heyra það líka að þetta sé flókið. 

Jón Atli Kristjánsson, 25.11.2010 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband