Leita í fréttum mbl.is

Mörður

Árnason setur fram sína skoðun um dræma þáttöku í kosningunum til Sjórnalagaþings:

...."Aðra ástæðu má finna í afstöðu Sjálfstæðisflokksins, einkum Moggaklíkunnar, til kosninganna. Davíð og félagar hömuðust gegn tóku þessari lýðræðistilraun, og því miður tóku ýmsir aðrir miðlar undir og fluttu einkumum hana neikvæðar fréttir sem hröktu kjósendur frá þátttöku – þetta væri svo flókið og svo ómerkilegt og frambjóðendur svo margir og vitlausir. Langflestir fjölmiðlarnir tóku svo þá stefnu að hleypa ekki að neinum frambjóðendum, notuðu til þess hlutlægnisrök en létu í rauninni stjórnast af leti – í skársta falli – í stað þess að þora að velja með einhverjum hætti (Ríkisútvarpið hefði sannarlega átt erfiðara með þetta en hinir)."

Ég er nú yfirleitt ekki að elta ólar við sumt sem frá þessum Merði kemur. En ég er alls ekki sammála honum um afstöðu sjálfstæðismanna. Ég hef verið mikið með almennum sjálfstæðismönnum um helgina og ég varð hvergi var við þessa afstöðu. Þvert á móti fannst mér fólk hafa talið það skyldu sína að mæta.

Og alls ekki hefur mér fundist Morgunblaðið hafa dregið af sér að birta greinar frá frambjóðendum. Nema mér að vísu, því ég fekk enga grein af tveimur sem ég sendi birta, og ekki einu sinni eftirmæli um vin minni sem ég sendi.Ég veit ekki hvað olli þessu en ég trúi því að einhver mistök hafi átt sér stað frekar en einhver skipulögð herferð Davíðs gegn mér eða stjórnlagaþingskosningum hafi verið í gangi.

Ég held miklu fremur sé um að kenna sambandsleysi ríkisstjórnarflokkanna við almenning. Fólki bara finnst önnur mál vera þýðingarmeiri að leysa en stjórnarskrárbreytingar.


Jón Magnússon hrl greinir málið meðal annars svona:

..."Mikill meiri hluti kjósenda hefur engan áhuga á Stjórnlagaþingi. Niðurstaða kosninganna liggur fyrir að því leyti. Um eða undir 40% kjósenda mættu á kjörstað. Það þýðir að 6 af hverjum 10 höfðu ekki áhuga á málinu. Sjálfur taldi ég nauðsynlegt að hvetja fólk til að nýta kosningaréttinn þó ég hafi frá upphafi verið á móti þessari leið og bent á aðra heppilegri.
Frá upphafi hef ég talið þessa leið hið mesta óráð og hrapað væri að máli sem fella yrði í annan farveg. Vinstri sinnaða háskólaelítan, ásamt mörgum fjölmiðlamönnum og lukkuriddurum töldu breytingar á stjórnarskrá hins vegar það mikilvægasta sem gera þyrfti í framhaldi af bankahruninu. Nú hefur þjóðin talað með því að sitja heima og neita að taka þátt í kosningunum. Hinn þögli meiri hluti hefur því tjáð sig þannig að ekki fer á milli mála. ....

...Enn eru öll þau mál óleyst sem ég taldi 2008 og tel enn vera forgangsverkefni til að leysa þá kreppu sem er í landinu. Þess vegna verður kreppan lengri og illvígari en hún hefði orðið ef réttir hlutir hefðu verið settir í forgang."

Ég held að Mörður ætti að líta sér nær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Held að fyrsta setningin sem Mörður vinur minn Árnason sagði sem ungabarn hafi verið :

"þetta er Sjálfstæðisflokknum að kenna"

Sveinn Egill Úlfarsson, 28.11.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.6.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 3420976

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband