Leita í fréttum mbl.is

Stórfróðlegt úr Stjórnarráði

fannst mér það og ekki mjög traustvekjandi þegar ráðuneytin senda loks svör eftir tveggja mánaða frestun við fyrirspurnum Óla Björns og svo Guðlaugs Þórs um það, hversu mikið hefur verið greitt úr ríkissjóði til starfsfólks Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands fyrir sérfræðivinnu. En af þeim bæ berast fjölmiðlum sífelld sérfræðiálit til stuðnings margvíslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar svo sem í Icesave og skattamálum.

Samkvæmt þingskjali 488 þá hafa þau Skúli Magnússon, Páll Sigurðsson, Björg Thorarensen og Róbert Spanó fengið meira en tíumilljónir hvert fyrir aukastörf.   Það er sjálfsagt gott til þess að vita að menn hafi nægan tíma frá aðalstarfinu til að vinna svona mikið í aukavinnu, jafnvel að tvöfalda launin. En ég hef áhyggjur af því að Stefán Ólafsson hefur hinsvegar ekki fengi nema milljón og Þórólfur Matthíasson ekki neitt samkvæmt töflunni. Þetta eru nú menn sem búnir eru að leggja fram mikla vinnu við að leiðbeina þjóðinni við margvísleg tækifæri.

En  það er allt í einu Háskólinn sjálfur sem er skráður móttakandi að einum 12 milljónum ósundurliðað. Hefur eitthvað komið sérstakt frá Háskólanum öðruvísi en í gegn um starfsmenn hans? Þurfum við ekki að vita hverjir eru þarna á bak við ? Hvaða starfsmenn enda með þessa peningana sem laun? Þarf nokkuð að fela það?

Ég hef sjálfsagt ekkert vit á æðri stjórnsýslu en mér finnst þetta stórfyndið úr Stjórnarráðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband