Leita í fréttum mbl.is

Tímamótafundur

vinstri grænna á að eiga sér stað í dag. Þar á að ná samhljómi um að styðja fyrstu hreinu vinstri ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu áfram til góðra verka.

Gamli Hjörleifur skrifar svo í Mogga:

"....Vinstri grænir sem komu óspjallaðir frá hruninu og gerðust burðarás í ríkisstjórn fyrir tveimur árum, hafa ekki megnað að veita samtímis forystu í vandasömum ráðuneytum og halda lifandi glóðinni í lýðræðislegu og stefnumarkandi flokksstarfi, sem margir höfðu átt hlut að, m.a. í aðdraganda alþingiskosninganna 2007. Það ásamt því að bregðast yfirlýstri stefnu um andstöðu við aðild að Evrópusambandinu er meginástæðan fyrir því ósætti innan VG sem blasað hefur við alþjóð nú í meira en ár. Á hvoru tveggja þarf að verða gagngerð breyting eigi flokkurinn að halda styrk til frambúðar samtímis því að umhverfismálin þurfa að fá meira vægi í stefnumörkun hans en hingað til.  "

Hvernig verður þessi gagngerða breyting í dag?

Blasir ekki leiðin greiða við?  Fórna því minna fyrir meira. Sætta kettina og folöldin við áframhaldandi dýrð formannsins á ráðherrastóli? Hvað er eitt Evrópusamband í hlutfalli við það?

Verður þetta enn einn tímamótafundurinn í viðbóta hjá VG?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband