Leita í fréttum mbl.is

Modus Gudridensis

heitir réttareglan sem nú verður beitt á þá sem rífa kjaft í Kópavogi .

Bæjarfulltrúar mega héreftir hafa hvern þann munnsöfnuð uppi um menn og málefni sem þeir kjósa. Leiti einhver réttar síns vegna svigurmæla bæjarfulltrúa skal Bæjarsjóður Kópavogs bera  kostnaðinn ef einhver reynir að reka réttar síns.  

Guðríður Arnardóttir lætur Bæjarsjóð Kópavogs borga málskostnað sinn vegna ummæla hennar um fólkið í Frjálsri Miðlun  sem þótti að sér vegið.   Guðríður var sýknuð í undirrétti en Hæstiréttur á eftir að fjalla um málið.  Guðríður ætlar samt að fyrirskipa Bæjarsjóði Kópavogs að greiða fyrir sig útlagðan kostnað af málinu umfram dæmd málsvarnarlaun. Það nægir henni ekki af hafa tvöfaldað laun sín sem bæjarráðsmanns með því að stofna annað yfirbæjarráð.

Þetta þýðir að Guðríður getur barist í pólitík og sagt hvað sem er við andstæðingana. Bæjarsjóður borgar fyrir hana. Andstæðingarnir borga sjálfir.  Munu ekki ráðherrarnir þá ekki  geta gert líka? Steingrímur J. getur stefnt mér og öllum sem skrifa ljótt um hann?   Tapi hann máli borgar ríkissjóður?  Tapi ég slíku máli , þá borga ég?

 Forseti Bandaríkjanna má ekki verja sig gegn neinum ummælum og hann má líka segja það sem honum sýnist án þess að honum verði stefnt fyrir það. En hann er sá eini opinberra starfsmanna sem verður að sæta þessu. Þetta gildir ekki fyrir almenna bæjarstarfsmenn eða fulltrúa ríkisins eða í hernum. Menn  eru ábyrgir fyrir því sem þeir segja eða gera  í vinnutíma eftir almennum reglum.

Er ekki Kópavogur aftur kominn í forystu eftir að erfðahyllingunni lauk? Nýtt hugtak í persónurétti opinberra starfsmanna?   Modus Gudridensis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Snilldarfærsla!  Gleðilegt ár höfðingi:)

Katrín, 5.1.2011 kl. 23:52

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Þetta fordæmi, sem Guðríður leggur, er afar sérkennilegt, svo ekki sé nú meira sagt.

Gústaf Níelsson, 6.1.2011 kl. 00:11

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Kata fyrir þínn vinskap fornan og nýjan og gleðilegt ár.

Já Gústaf,

þetta er aledilis makalaus staða. Ég spyr mig um hvernig annarri dómgreind hjá kjörnum fulltrúa, sem getur farið fram með svona mál.  sé háttað? Fara með lúkuna í bæjarsjóð við hvaða tilefni sem gefst.Það verður gaman að skoða risnureikningana hjá henni.

Halldór Jónsson, 6.1.2011 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3419725

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband