Leita í fréttum mbl.is

Stjórnlagaþingsfarsinn

siglir seglum þöndum þrátt fyrir að annmarkar á kosningunni eru svo miklir að þjóðin getur ekki annað en afskrifað þessa tilraun fyrirfram. 

Stjórnlagaþingið og þjóðfundurinn var auðvitað aldrei neitt annað en kolómerkileg kratabrella  ríkisstjórnarinnar.  Búið er auk þess að kæra kosninguna sem virðist líka vera meingölluð og hvergi endurspegla þjóðina.  Ennfremur er kerfið sem notað var ekki sniðið fyrir meira en 500 frambjóðendur og hafði aldrei verið prófað með þeim fjölda.  Meirihluti kjósenda úr hópi þess minnihluta kjóesenda sem kaus  fékk því engann fulltrúa kjörinn. Þjóðin sjálf á því engan fulltrúa á þessu stjórnlagaþingi sem undir því nafni rís þannig ekki, Því fólkið í landinu sniðgekk kosninguna meðan háskólagengið og ríkisstarfsmenn  keyrðu sitt fólk inn. 

Þegar þing er kosið hlutfallskosningu, er yfirleitt gerð krafa um lágmarkshlutfall kjósenda, til að listi fái  mann. 5% eru oft sett sem þröskuldur.  Í löndum einmenningskjördæma getur vel farið svo, að meirihluti kjósenda hefur ekki kosið neinn þeirra, sem náðu kjöri. En þá eru líka kosnir listar og kjósendur, sem ekki fengu mann kosinn, hafa þá  kosið flokk, sem fékk fulltrúa eftir atkvæðum. Um þetta fæst góð sátt. Með einstaklingsframboðum til stjórnlagaþings var enginn flokkur í kjöri. Þar standa því 56% kjósenda frammi fyrir því, að enginn þeirra, sem þeir kusu , náði kjöri. Flokkadrættir eiga því eftir að verða á þinginu því án flokka og skipulags getur ekkert svona þing starfað.

 Þjóðin er auðvitað engan vegin sátt við þetta.  Og ekki batnar það þegar mjög umdeildur maður eins og Þorvaldur Gylfason hefur blindast svo af kosningu sinni, að honum finnst honum allt vald fært á himni og jörðu. Boðskapur hans er núna sá  í Baugstíðindum dagsins að Alþingi komi ekkert við hvað hann og þingfélagar hans muni setja fram. Hann muni senda það beint til þjóðarinnar.

Ég persónulega mun næsta lítið  gefa fyrir slíkan fyrirfram kynntan boðskap Þorvaldar frá þessu þingi því núna hef ég  áttað mig á því hvernig   fremur fámennur hópur  úr Samfylkingunni, Háskólanum og fjölmiðlunum   mestan part náði þinginu undir sig.

Þorvaldur Gylfason er búinn að gera Stjórnlagaþingið að farsa áður en það er byrjað.      

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Blessaður, þeim er alveg sama ,brellur eru þeirra ær og kýr. Gott að búið er að kæra,enda forkastanlegt bull frá upphafi.

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2011 kl. 00:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað segirðu um eftirtaldar staðreyndir:

Af 25 sem kosnir voru, höfðu 14 tengst stjórnmálaflokkum og skiptast þeir svona: 

3 í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og 1 tekið þátt í flokksstarfi. 

3 í framboði fyrir Samfylkinguna og einn í framboði fyrir Ísl.hreyfinguna

2 í framboði fyrir Framsóknarflokkinn. 

2 í framboði fyrir VG

1 í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn. 

Sem sagt: Nokkurn veginn alger speglun á fylgi þessara flokka undanfarin ár. 

Ómar Ragnarsson, 7.1.2011 kl. 00:59

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Innsláttarvilla: 3 hafa tengst VG.

Ómar Ragnarsson, 7.1.2011 kl. 01:02

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þarna eru nokkrir gallharðir vinstri menn sem ekki hafa tekið þátt í formlegu flokkastarfi og það er varla umdeilt að á hópnum er veruleg pólitísk slagsíða. Það kemur væntanlega til af því að stjórnlagaþingið er sérstakt hugarfóstur vinstri flokkanna og hægri menn sniðgengu kosningarnar. En Þorvaldur getur með engu móti afnumið það vald og skyldur sem Alþingi hefur varðandi stjórnarskrána. Stjórnlagaþingið mun hafa ákveðið skemmtanagildi og kannski verða þar reifuð mál með nýstárlegum hætti. Ég hef enga trú á því að það verði alslæmt en herkostnaðurinn er gersamlega óverjandi.

Baldur Hermannsson, 7.1.2011 kl. 02:49

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Halldór minn, ef ég hefði ekki myndað mér fyrirfram ófrávíkjanlegar skoðanir um þig, þá gæti einhver óprúttinn logið því að mér að þú hefðir dottið í tapsára liðið.

Leyfum þessu fordæmalausa stjórnlagaþingi að koma saman, og berum þá virðingu fyrir því sem tilhlýðilegt er, og kinkum kolli til Þorvaldar vegna ummæla hans um Alþingi, því hann hefur sitthvað til síns máls.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.1.2011 kl. 03:04

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæl öll og takk fyrir innlitið.

Helga þú ert skorinorð að vanda og ég er sammála síðustu setningunni eins og fram hefur komið.

Ómar minn,

hvernig séðu fyrir þér að 3 sjálfstæðismenn sem eru þá eftir þinni reiknikúnst fulltrúar þriðjungs þjóðarinnar geti haldið fram sínum hlutum gegn ofureflinu?

Baldur,

Skemmtigildi er rétta orðið. Fæðingarkostnaður fjallsins fyrir eina músarfæðingu Þorvaldar Gylfasonar er klikkun hjá þjóð sem ekki getur brauðfætt þegna sína.

Jenný

Ég bauð mig bara fram í atvinnuleysinu uppá grís án þess að hafa sérstakan áhuga. Það voru hinsvegar svo margir sem vantaði vinnu  og svo margir af því poppliði sem ég lýsti,  að ég taldi  öngvar líkur á að ég kæmist að og hætti því algerlega að skipta mér af þessu eða reyna að agitéra. Skipulagður hópir sem kaus bara einn mann í fyrsta sæti gat náð árangri langt umfram aðra.

Nei, ég er sannast sagna mjög feginn að þurfa ekki að sitja sem einhveer skólasveinn við fóstkör meistara Þorvalds Gylfasonar sem hefur greinilega sterkar skoðanir á því sem hann ætlar að matreiða. Þetta er ekki í minum huga stjórnlagaþing heldur þjóðkjörin nefnd til að ræða stjórnarskrá. Það hafa verið  margar stjórnarskrárnefndir áður en þær stranda alltaf á því að lýðræði gagnvart öðrum eða sjálfstæði annarra er óásættanlegt hugtak hjá Íslendingum og því vilja þeir fela sig Brüsselkóngi á vald.

Með þessu hugarfari þakka ég Sigurgrími fyrir hans innlegg sem er kemst nærri kjarna málsins.

Halldór Jónsson, 7.1.2011 kl. 15:36

7 Smámynd: Björn Emilsson

Þetta Stjórnlagaþingsrugl er eingöngu sett upp og tilkostað til að auðvelda Jóhönnu stjórninni að innlima Island í ESB. Þeim virðist vera að takast ætlunarverkið með Þorvald Gíslason sem sjálfskipaðan foringja.

Björn Emilsson, 7.1.2011 kl. 17:55

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Björn

Manni gæti dottið í huga að þetta stjórnlagaþing sé aðlögunarþing fyrir kratana til að geta afsalað fullveldinu og auðlindunum í sátt við stjórnarskrána.

Halldór Jónsson, 7.1.2011 kl. 23:57

9 Smámynd: Björn Emilsson

Halldór. Það er einmitt það sem það er og ekkert annað. Það er fullkomlega tími til kominn að allir Íslendingar sem unna og virða Fullveldi Islands. taki saman höndum til að verja lýðveldið,

Sama hvar í flokki þeir standa. Hér duga engin vettlingatök.

Það eru teikn á lofti um framtíð Evrópu. Bandaríkjamenn eru ekkert að leika sér með að hafa tugþusunda vigbúinn her í Evropu og að byggja eldflaugastöðvar þar. Það er ekki svo ýkjalangt síðan að þeir þurftu að grípa inní í átökin í austur Evrópu. Nazisiminn er ekki gleymdur. Og nú vex Islam.

Björn Emilsson, 8.1.2011 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband