Leita í fréttum mbl.is

Á bara Morgunblaðið að borga skuldir sínar?

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er látinn þeyta  Evrópulúðurinn í leiðara Baugstíðindanna í dag. Þar skrifar ritstjórinn í sínum venjulega stíl:

„Gylfi bendir á það sem ætti að vera orðið augljóst fyrir þjóð sem áratugum saman hefur búið við óstöðugt efnahagsumhverfi, þar sem umsamdar kjarabætur hafa horfið út í buskann þegar gengi krónunnar hefur fallið: "Það er engin launung að það efnahagsumhverfi og gjaldmiðill sem byggt verður á þarf að vera eitthvað traustara en það sem tíðkast hefur hingað til svo að tryggt verði að það sem vinnist hverfi ekki aftur tíu árum seinna.""

Svo segir ritstjórinn frá sjálfum sér:

„Þetta er lykilatriði við gerð kjarasamninga. Þar dugir ekki að horfa til skamms tíma, heldur verður að skoða allt umhverfi vinnumarkaðarins til lengri tíma. Launahækkanir munu enga þýðingu hafa ef ný dýfa gjaldmiðilsins tekur þær aftur af fólki.Allt tal um að skapa íslenzkum almenningi sambærileg lánakjör og fólk í nágrannalöndunum býr við, með lægri vöxtum og afnámi verðtryggingar, er sömuleiðis út í bláinn ef við ætlum áfram að búa við lítinn, sveiflukenndan gjaldmiðil.

Þess vegna ætti það að vera skýr krafa bæði verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda að ríkisstjórnin haldi áfram vegferð sinni í átt til ESB-aðildar og upptöku evrunnar. Engum hefur tekizt að sýna fram á betri kost til að tryggja stöðugleika. Hinir mörgu spádómar um hrun evrunnar og upplausn evrusvæðisins eru ótímabærir. Þeir sem telja að allt sé að fara til fjandans á evrusvæðinu mættu gjarnan skoða aðeins betur hvernig okkur hefur farnazt hér á krónusvæðinu.

Svo kemur hinn skríbentinn á miðopnunni, sem blaðið keppist við að hampa sem formannsefni Sjálfstæðisflokksins og kallar  fulltrúa Evrópuarmsins, Þorsteinn Pálsson. Hann skrifar :

 

„Færar leiðir eru nokkrar. Gylfi Zoëga hagfræðingur segir í nýlegri fræðigrein að líklegast sé að tvö kerfi standi af sér áföll: Annars vegar krónan í skjóli gjaldeyrishafta og hins vegar evra með aðild að Evrópusambandinu. Þetta hlýtur þó að fara nokkuð eftir því hvaða markmið menn setja sér. Minni áhersla á stöðugleika fjölgar leiðunum en eykur líkur á áföllum.

Stöðugleikamarkmiðið er helsta kappsmál launþega. Atvinnufyrirtækin horfa á stöðugleika og samkeppnisstöðu. Fyrir hrun var ekkert tillit tekið til samkeppnishæfni venjulegra fyrirtækja við framkvæmd peningastefnunnar. Fyrir þá sök sætti hún gagnrýni frá talsmönnum þeirra og launþega. Hins vegar voru hluthafar í eignarhaldsfélögum og bönkum afar ánægðir meðan ævintýrið stóð sem hæst.

Króna með gjaldeyrishöftum getur tryggt stöðugleika. Hún dregur á hinn bóginn úr hagvexti og rýrir kjörin. Þremur árum eftir að hrun krónunnar fór af stað eru enn engar horfur á útflutningshagvexti. Eigi að tryggja stöðugleika með krónu án beinna hafta þarf gífurlega öflugan gjaldeyrisvarasjóð og margs konar takmarkanir á bankaviðskiptum og útlánastarfsemi ásamt með mun harðari aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum. Við getum þá þurft að velja milli gjaldeyrisvarasjóðs og mikilvægra velferðarviðfangsefna.

Evran krefst einnig viðvarandi aðhaldssemi í stjórn peningamála og í ríkisbúskapnum. Hún kallar þó ekki á að velferðarverkefnum verði fórnað fyrir gjaldeyrisvarasjóð. Á hinn bóginn þarf vinnumarkaðurinn að sýna fram á sveigjanleika þegar breytingum á samkeppnisstöðu verður ekki mætt með gengislækkunum.

Öllum leiðum fylgja þrautir. En hjá valinu verður ekki komist. Þrautirnar verða mestar ef þegja á málið í hel með staðhæfingum um að önnur mál séu nú brýnni. Þeir sem þannig tala segja ekki satt og ráða ekki heilt."

 

Hvar bjuggu þessir spekingar allir árin 1990-2008 ?  Var ekki hér stöðugt gengi og allgóður stöðugleiki með krónu og frjáls gjaldeyrisviðskipti árum saman. Kaupmáttur stórjókst vegna þjóðarsáttar og minni verðbólgu. Ef ekki hefði verið fyrir skipulagða glæpastarfsemi í fjármálakerfinu hefðu Íslendingar komist vel af með sína krónu. Og svo var heimskreppan ekki búin til á Íslandi af Sjálfstæðisflokknum einum.

Krónan okkar getur alveg náð sér ef jöklabréfin klárast því  vöruskiptajöfnuðurinn  er hagstæður um 100 milljarða á ári. Þetta er ekki til frambúðar auðvitað og launþegar munu ekki sætta sig slíkar einhliða pyndingar endalaust eins og vöruverðið er af þessum sökum. Við getum valið um verðbólgu eða raunkjarabætur með þolinmæði.

Ef ráðamenn hugsuðu eitthvað þá myndu þeir auðvitað nota gengið sem skiptimynt í "komandi kjarasamningum" sem eru auðvitað bara samningar um verðbólgustigið,  þar sem gengi evrunnar er bara einn takki í Seðlabankanum hjá Mávi. Það er einkenni  sovéska hagkerfisins  að því er algerlega miðstýrt. Stöðugleiki er á kínverskum launamarkaði þar sem hann er tryggður með byssustingjum. Svo halda börn eins og ritstjórinn að hægt sé að tryggja kaupmátt til eilífðar?

Hinsvegar er ömurlegt að vita til þess að peningar almennings eru notaðir til að halda þessum gjaldþrota fjölmiðli, Fréttablaðinu,  á lífi bara af því það hentar ríkisstjórn Samfylkingarinnar

 Hversvegna á bara  Morgunblaðið að borga skuldir sínar ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Af því að  tær vinstri stjórn segir það.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2011 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband