Leita í fréttum mbl.is

Er BSRB burðarás hagkerfisins?

 Í sunnudagsútvarpinu heyri ég útundanmér í formanni BSRB boða það að nú verði að sækja kjarabætur handa opinberum starfsmönnum.

Hvað er þessi kona að biðja um?

Fleiri krónur í öruggu umslögin? Eftirlaunatryggðu kjörin verði bætt með fleiri krónum. Stöðugum krónum krónum ef ekki bara evrum. Hvað með okkur hin sem höfum ekki vinnu ?

Í fyrri færslu minni stóð :

"Ef ráðamenn hugsuðu eitthvað þá myndu þeir auðvitað nota gengið sem skiptimynt í "komandi kjarasamningum" sem eru auðvitað bara samningar um verðbólgustigið,  þar sem gengi evrunnar er bara einn takki í Seðlabankanum hjá Mávi. Það er einkenni  sovéska hagkerfisins  að því er algerlega miðstýrt. Stöðugleiki er á kínverskum launamarkaði þar sem hann er tryggður með byssustingjum. Svo halda börn eins og ritstjórinn að hægt sé að tryggja kaupmátt til eilífðar?..."

 Hvort væri betri kjarabót fyrir þjóðina, að opinberir starfsmenn fái 30 % kauphækkun eða evran verði lækkuð í  120 kr og þar með allt verðlag á bensíni, innfluttri matvöru, flugfargjöldum osfrv. ? Í áföngum ef ekki vill betur?

Er það hægt að kippa tappanum út núna og allt kerfið hreinsað með gríðarlegu snöggu og skammvinnu gengisfalli?  Er það ekki viðhald jöklabréfavandamálsins sem er undirstaða haftanna?

Eða er þeim núna meðvitað viðhaldið samkvæmt  áætlun kommúnistanna um að halda þjóðinni í höftum og kúgun sem lengst? Sem þreytir þjóðina til þess að játast undir ok Evrópusambandsins?  

Eru opinberu starfsmennirnir í BSRB burðarásar hagkerfisins ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ég hlustaði líka á útvarpið. Það sem þú segir er allt hárrétt. En blessuð konan er formaður verkalýðsfélags og getur varla sagt annað.  Er hinsvegar ekki öllum ljóst að það er ekkert svigrúm til eins eða neins !

Jón Atli Kristjánsson, 9.1.2011 kl. 15:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já hvað segir hagfræðingurinn um kjarabætur versus gengismál?  Verkalýðsleitogar hafa áður kosið verðbólgu í stað niðurfærsluleiða. Líklega er ekki hægt að tala af skynsemi við þetta lið og verður aldrei hægt þó að börnin  tali um varanlegar kjarabætur sem möguleika ef menn taki upp evru!

Halldór Jónsson, 9.1.2011 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3420588

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband