9.1.2011 | 16:21
J,B. í útrás
ekki viskítegundin heldur Jón Baldvin
Jón Baldvin þenur sig nú yfir heila opnu í Reykjavík Grapevine sem er ágætis rit á ensku fyrir útlendinga. Þar vandar hann ekki IP-flokknum kveðjurnar og ekki hvað síst Mr. Oddssyni og Mr. Ásgrímssyni, sem kom inn í stjórnina eftir að Jón tapaði kosningunum og datt út úr Viðeyjarstjórninni.
Með réttu eða röngu skammar hann þá sérstaklega fyrir að verja kvótakerfið með kjafti og klóm og svo skammar hann Mr.Oddsson fyrir peningastefnu Seðlabankans fram að hruni sem ég tek undir. Hann lýsir Íslendinga orðna úrhrök í alþjóðasamfélaginu vegna hrunsins sem verði svo að þora að biðja Norðurlönd eða Evrópusambandið að hirða hræið. Ég lít ekki þannig á málið og vil ekki borga Icesave..
Jón þessi þáði sendiherrastarf í Washington úr hendi Mr. Oddssonar og fór með það eins og hann hafði vit til þar til að Bandaríkjamenn voru sagðir hættir að hafa húmor fyrir hans pólitísku dumme bemærkninger" og hann var fluttur til Finnlands þar sem hans sendiherraferill endaði víst. Á opinberu eftirlaunaframfæri er hann svo líklega það vel haldinn að hann getur skrifað skemmtipistla fyrir okkur hin um það hversvegna hlutirnir fóru eins og þeir fóru, farið á kostum í silfri Egils með álíka ræður og þar fram eftir götunum.
En í Grapevine núna segir hann það beint út, að Alþingi hefði átt að minnsta kosti, burtséð frá ákæru á Mr. Haarde, að samþykkja vítur á þessa yfirmeistara hrunsins , Mr. Ásgrímsson og Mr. Oddsson. Það hefði nægt til að banna þeim aðgang að opinberum embættum um alla framtíð. Og það hefði átt að lagaskylda flokka þessara manna til að útmá allar minjar um störf þeirra. Aðeins að þessu loknu ættu þessir flokkar einhvern tilverurétt.
Traust er ekki sjálfgefið, það verður að vinna til þess" klykkir þessi gamli kommúnisti út með. Líklega hefur kommúnisminn aldrei elst alveg af honum Jóni ef grannt er skoðað í ljósi þessarar yfirlýsingar. Og víst er að lýsingin á Hvamms-Sturlu ætti betur við ýmsa aðra en áminnstan Mr. Oddsson ef marka má álit lesenda í skoðanakönnun minni hér á síðunni þar sem Mr. Oddsson hefur traust þriðjungs þjóðarinnar og þrefalt við þá sem næstir koma. Án þess að Mr. J.B sé nefndur þar.
Líklega hefur Ísland ekki orðið fyrir annarri eins ógæfu eins og að láta þennan Jón Baldvin koma okkur undir EES samningana. Tilskipanir og bullið sem við höfum orðið að taka eða þóst verða að taka upp hafa skaðað samfélagið varanlega og átt meiri þátt í hruninu en nokkurt annað. Án fjórfrelsisins hefði hrunið tæknilega aldrei getað átt sér stað.
Án þessa fjórfrelsis sætum við ekki uppi með, til viðbótar við hrunið, Schengen, Rarik-Orkusöluna, HS-Orku, Evrópustaðla(eftiröpun Bandarískra staðla að mestu) eyðilagt umhverfi flugmála, ónýtan skipaiðnað og runan heldur áfram endalaust.
Þetta var líklega allt partur af stærra plani kratanna og gömlu kommúnistanna eins og Jón er fulltrúi fyrir, að koma Íslandi í Evrópusambandið. Jón Baldvin og kratar ásaka núna aðra Íslendinga um kjarkleysi til að samþykkja ekki EU þegar þeir sjálfir þora ekki að taka ábyrgð á sjálfstæðu Íslandi heldur vilja leggja það niður. Og ekki þarf lengi að leita til að finna hvaða flokkur er helsti þrándur í götu landsöluliðsins.
Ýmsu hefur maður vanist að heyra frá Jóni Baldvin í gegnum tíðina. Hann er oftar en ekki skemmtilegur orðhákur sem maður tekur hæfilega alvarlega. En meginstefið er jafnan um það hvað hann sé sniðugur í pólitík en aðrir vitlausir í besta falli. Allt sé ómögulegt sem gert er eftir að kjósendur höfðu hafnað honum alfarið og honum komið úr landi í þægilegt djobb
En núna segir hann IP-flokkinn blákalt hafa stundað skipulagða mútustarfsemi til að kaupa upp atkvæði og hafa notað Borgarstjórn Reykjavíkur til að koma sér upp skipulögðu kunningjasamfélagi til að tryggja völd sín hvað sem það kostaði. Það er eins og R-listinn hafi aldrei komið til Reykjavíkur ? Var maðurinn erlendis?
Jón er bersýnilega að reyna að búa til einhverja mynd af sjálfum sér sem einskonar retired Statesman" og lætur Grapevine mynda sig í þannig stellingum. Statesman verður nú Jón Baldvin aldrei í mínum augum. En hann veit að svoleiðis kallar fara oft að reyna að breyta sögunni sér í hag og segja hana eins og þeir vildu að hún hefði skeð. Þess vegna fer hann mikinn og treystir á að menn hafi bara fuglsminni í pólitík. Hann þarf þess ekki mín vegna.
Ég man hann frá byrjun sem blóðrauðan kommúnista í Menntaskóla, skemmtilegan fjörkálf og fyllibyttu eins og við hinir vorum líka, seinna mikinn skylmingamann í pólitík sem hneigðist samt meira til hagfræðilegrar skynsemi eftir því sem árin liðu. Og skemmtilegur hefur Jón Baldvin alltaf verið hvað annað sem um manninn má segja. En umfram allt er Jón Baldvin sem stjórnmálamaður ósvífinn valdabraskari með rýtinginn í erminni sem einskis sveifst til að koma sér og sínum málum í gegn.
Núna virðist þessi fjörkálfur samt búinn að tapa trúnni á frjálst Ísland í flokki þjóða. Ef hann fær ekki björgun frá Norðurlöndunum þá er hann genginn í björgin í Brüssel eins flestir kratar um þessar mundir.
En ég sé ekki að Jón Baldvin batni neitt sjálfur þó hann hendi svona skít á útlensku í áðurtalda kollega sína sem reyndust honum betri en öngir þegar hann féll út úr pólitíkinni. Hans hlutur sjálfs batnar ekkert við það þó hann sé að ásaka Mr. Oddsson um daglegar sögufalsanir í Morgunblaðinu.
Hvað þá að alhæfa um óhæfi Sjálfstæðisflokksins vegna einhverrar upploginnar kollektívrar sektar hans. ? Stjórnmálaflokks sem hann þekkir ekki frekar en kötturinn. Ber Samfylkingin í dag einhverja ábyrgð Á Gúttóslögunum 1932? Er stjórnmálaflokkur í dag sá sami og hann var fyrir tuttugu árum? Hvernig getur hann Jón bullað svona og ætlast til að einhver hlusti á hann?
Sjálfstæðisflokknum í dag treystir fólkið í landinu svona þrisvar til fjórum sinnum betur en það hefur yfirleitt treyst krata-og kommúnistaflokkum Jóns Baldvins Hannibalssonar. Stjórnmálaflokkar eru samtakamáttur fólksins á hverjum tíma, sífellt breytilegir eftir hverjir mynda þá hverju sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki þurft að breyta grunnhugmynd sinni frá 1929. Það er hún sem kallar á fólkið til flokksins. Ekki þokulúðrar sem enginn veit fyrir hvað standa né merkin þýða.
Þessi útrás J.B. skilar ekki miklu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 3420587
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Það er mér undrunarefni hvað það er mikill kraftur í þér Halldór.
Búin að skrifa kröftuga písla á hverjum degi á þesu nýja ári.
Held reyndar að pístlarnir hafi verið fjölmargir 1. janúar, án þess að ég hafi tækifæri til að "fletta því upp".
Það er reyndar alveg sama, ég er þakklátur fyrir flest sem þú skrifar - hinn mikli blogg-penni.
Ég ætla ekki að setja neitt sérstakt komment á þessa færslu hér. En fylgist alltaf mjög vel með þegar verið er að tala um Jón Baldvin Hannibalsson.
Ástæðan er eins og með þig, mér finnst hann mikill fjörkálfur og ólíkindatól. Hann væri kannski ekki eins líkur sjálfum sér ef hann hefði ekki munninn fyrir neðan nefið. Einnig er ekki víst að hann væri jafn skemmtilegur. Það verður því að taka þessu öllu sem einni heild.
Þín sjónarmið eru þó oftast þess eðlis að þeim gef ég fjórar störnur ! sem standard verðmat !
Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.1.2011 kl. 17:27
Flottur Halldór,það er líka áberandi,að enginn getur ámynnt þig um að halla réttu máli, alltaf sanngjarn líka.
Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2011 kl. 18:29
Sér er nú hvur krafturinn Sigurður, ætli það sé ekki skortur á viðspyrnu, atvinnuleysið og leiðindin sem því fylgja sem knýja mann áfram.
Þetta þjóðfélag er orðið ein andskotans leiðindavilpa þar sem engin ljós sjást við sjóndeildarhring, aðeins meiri kommúnismi og kreppa. Ég vona að Alþingi verði barið almennilega niður á boðuðum tunnumótmælum þann 17.
Það verður að fara í kosningar sem allra fyrst.Þetta þing er sjálfu sér til skammar fyrir að hanga þarna og geta ekki neitt í einhverjum kattaslag.
Þetta lið á flest að hypja sig, svo gersamlega vonlaust það er upp til hópa. Við verðum að reyna að fá eitthvað skárra lið þarna inn, annars er úti um okkur.
Og takk fyrir Helga, þinar uppörvanir eru miklar og góðar.
Halldór Jónsson, 9.1.2011 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.