10.1.2011 | 13:48
Refsivist eða hvíldarheimili?
Nú á að byggja nýtt fangelsi á Íslandi. Ekki er vitað eftir hvaða staðli á að byggja. En miðað við þær myndir sem maður hefur séð frá LitlaHrauni þá eru þar hugguleg einbýli með flatskjám og tölvum uppmubleruð á besta hátt. Brasilíski læknirinn og morðinginn sem hér var lýsti því sem fimmstjörnu-hóteli miðað við brasílísk fangelsi og vildi með engu móti fara heim. Þarna er sagður aðgangur að líkamsræktarstöðvum, andlegri og líkamlegri hjúkrunarþjónustu, helgarleyfum og hvaðeina.
Í amerískum bíómyndum sér maður að fangar eru geymdir í stálbúrum, jafnvel tveir eða fleiri í klefa. Venjulega boðar myndin að þarna sé um harðsoðna glæpamenn að ræða sem eigi vistina skilið. Í Bandaríkjunum fara menn í ævilangt fangelsi eftir þriðja refsidóm. Þar eru fangelsi byggð af einkaaðilum eftir stöðlum og einkarekin. Hvergi eru fleiri fangar en í Bandaríkjunum sem trúa því að glæpamenn eigi að vera í fangelsum til að vernda borgarana fyrir þeim.
Í þriðjaríki Hitlers voru glæpamenn setti í búðir, Konzentrationslager. Þjóðfélagið var friðað fyrir misendismönnum og borgararnir voru svo til óhultir á götum Þýskalands. Þessu mundu gamlir ´Þjóðverjar lengi eftir. Þessar búðir voru gaddavírsgirtar raðhúsalengjur úr timbri og aðbúnaður í lágmarki eða þar fyrir neðan þegar á leið. Enda hefur þjóðin vart talið að glæpamenn ættu að hafa betri aðbúnað en hermennirnir á vígstöðvunum. Stríðsfangar voru einnig geymdir í slíkum búðum beggja vegna víglínanna og fengu meðferð samkvæmt Genfarsamþykktum eftir atvikum. Hefði þriðjaríkið ekki notað þetta búðaform til þjóðernisofsókna hefði það sjálfsagt ekki fengið á sig samheitið útrýmingarbúðir og formið fengið framhaldslíf.
Ég veit til ungs manns sem liggur mállítill, minnislítill og örkumla eftir að dæmdur hrotti á reynslulausn eða í helgarleyfi sparkaði svo í höfuð hans að höfuðkúpan brotnaði og blæddi inn á heilann. Fjölskylda hans á að hugga sig við að gerandinn sé farinn í framhald afplánunar á LitlaHrauni. Árin þar verða sjálfsagt ekki mörg hjá honum.
Hérlendis er gamalt fólk sem enga björg getur sér veitt vistað undir súð í margbýli. Þar fær það að bíða dauðans sem þökk fyrir að hafa stritað alla ævi í þjóðfélaginu án þess að gera flugu mein. Margt fólk úr þessum flokki fær engin úrræði í velferðarþjóðfélaginu, sem sig svo kallar. Þjóðfélag sem ekki getur verndað borgara sína fyrir innbrotum og þjófum og ofbeldisárásum þekktra og dæmdra misyndismananna. Maður spyr sig hversvegna þetta fólk á að hafa verri lífskjör en glæpamenn? Af hverju eiga glæpamenn að búa við meiri lífþægindi en margir af okkar minnstu bræðrum sem enga hafa sakað?
Það er sögð löng bið eftir afplánun í þjóðfélaginu. Nýtt fangelsi verður mörg ár í byggingu. Af hverju má ekki reisa búðir úr timbri á lóðinni við LitlaHraun og koma glæpamönnum þar inn í gæslu? Það þarf enga danska arkitekta eða samkeppni til að teikna þetta, módelin eru til við flestar laxveiðiár landsins. Fjórðungur fanganna á LitlHrauni eru úr erlendum þjófagengjum sem hér starfa á grundvelli EES og Schengen. Eiga þeir kröfu á einhverja annarskonar vistun hjá okkur en þeirra bíður í heimalöndum sínum?
Spurningin er hvort eða hvenær ofbeldisglæpamenn eigi að fara í refsivist eða á hvíldarheimili?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 3420588
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Þú ert svo mikilvirkur að varla hefst undan að gera athugasemdir. Það er skelfilegt með þessa erlendu glæpamenn, sem t.d. taka sér ferð á hendur til að ræna og berja gamalmenni í Noregi.
Þessi mannskapur er nú " að störfum " hér hjá okkur. Það er vonandi að þeir verði allir betri menn á að sitja inni hér hjá okkur. Þetta er slæm sending, við þekkjum þó til okkar delikventa, margir gamlir kunningjar lögreglunnar.
Jón Atli Kristjánsson, 10.1.2011 kl. 18:16
Mér finnst öll vinnubrögð við þessi mál byggjast á tillitsemi við gernedurna, ekki þolendurna. Það er eins og að krimmarnir hafi meiri rétt en en venjulegt fólk sem fær ekki rönd við reist.
Það eru ávallt ýmsar ástæður fyrir hegðun fólks. Einn á erfiða æsku að baki, annar er fullur osfrv. En mér finnst það ekki skipta máli ef menn brjóta á náunganum þannig að við lög varði.Það er ekki í lagi að maður með marga dóma fyrir líkamsárásir gangi laus á götunum. Allir vorkenna honum fyrir ógæfu hans en þeir sem fyrir verða eiga litlum skilningi að mæta. Þjóðfélagið ætti að sýna röggsemi í svona málum en gerir það ekki.
Ef þú brýtur rúður í þinghúsinu eða ræðst inní það með ofbeldi, þá krefst sumt fólk sérmeðferðar eftir því hvaða mál er til umræðu. Sé málefnið göfugt að þeirra mati þá skiptir verknaðurinn engu máli?
Það er margt skrítið í kýrhaus Jón Atli.
Halldór Jónsson, 10.1.2011 kl. 18:45
Í svona pistli er hægt að lesa um hug skrifara, skoðanir hans á fólki almennt, og innræti og allskonar hvatir hans.
Um þekkingu og þekkingaleysi á málefnum fanga og málefnum fórnardýra þeirra, og margt annað.
Verða betri manneskja Halldór, það er mitt ráð.
Óskar Arnórsson, 10.1.2011 kl. 21:35
Sumir þessara ógæfumanna eru á tvöföldum launum Það er von að þeir sem lenda inni í fangelsum erlendis langi heim.
Heyrði að um 50% fanga væru öryrkjar. Síðan fá þeir sumir að auki lítilsháttar laun fyrir vinnu á Hrauninu.
Er sjálfur andsnúinn mannvonsku í allri mynd. En ég myndi ekki flokka undir slíkt að skella niður bráðabirgðar húsnæði (sem nóg er til af) Innan girðingar á Litla-Hrauni ef það er vandamálið. Sammála þér þar Halldór.
Það gengur ekki, og hefur aldrei gengið að hafa stórhættulega vímaða ofbeldismenn á götunum sem geta ekki tekið út refsingu sína vegna plássleysis.
P.Valdimar Guðjónsson, 10.1.2011 kl. 23:47
Ofbeldi er persónlig bæklun. Þangað til venjulegt fólk skilur að þetta er vaxandi vandamál, verður sama fólkið að þola það. Fangelsi hafa aldrei leyst neitt vandamál neinsstaðar í heiminum, enn það þarf samt að vera hægt að stoppa fólk af með opinberu valdi. Þetta hefur ekkert með Litla-Hraun að gera. Þetta hefur með nýa sort af hugsun að gera sem vantar. Menn sem tala fyrir fangelsi í dag eru samtímis að mælast til þess að viðhalda vandamálinu.
Óskar Arnórsson, 11.1.2011 kl. 09:15
Fangelsi leysir víst vandamál fyrir þolendurna, ekki delinkventinn. Hann hvorki besnar né vesnar þangað til hann sjálfur ákveður
Halldór Jónsson, 11.1.2011 kl. 12:33
Geturðu stutt það með rökum Halldór að Fangelsi leysi vandamál fyrir þolendur brota nema tímabundið? Ég hef unnið með fanga erlendis í 25 ár, er ágætlega kunnugur þessum málum og ég skal bakka með mín rök ef þú getur bent á eitt land í öllum heiminum sem hefur sýnt fram á árangur í baráttunni við ofboldi með fangelsisaðferðinni...fangelsi eru framleiðsla á auknu ofbeldi allsstaðar sem þau eru notuð...
Óskar Arnórsson, 11.1.2011 kl. 12:38
Fangi í fangelsi fremur ekki ofbeldi utan veggja á meðan hann er inni.
Halldór Jónsson, 11.1.2011 kl. 17:17
Fangi í fangelsi fremur ekki ofbeldi rétt á meðan hann er í fangelsi. Og það eykur vandamálið og minnkar ekki nema í einstaka tilvikum. Þess vegna er ofbeldi að verða eitt stærsta vandamál evrópusamfélaga.
Ofbeldisseggur er oft þess hættulegri eftir að vist lýkur, hafi hann verið pýndur, brotið á honum eða ekki fengið að læra að haga sér eins og maður. Það er oftast sama fólkið sem gistir fangelsi fyrir ofbeldi aftur og aftur. Og þeir sitja bara þar og læra ekkert. Það er ætlast til að þeir læri án kennslu.
Ef fangelsi virka í alvörunni til að laga ofbeldi, þá ætti að vera auðveldara að læra að lesa, án bóka, án kennara og skólar væru algjörlega óþarfir. Þeir sem trúa á það, er ekkert hægt að komast lengra með.
Venjulegt fólk sem ekki sýna líkamlegt ofbeldi, enn vilja refsa til að mæta ofbeldi, eru med óbeint óbeldi sjálfir þó á öðru plani sé.
Þeir alla vega taka þátt í að viðhalda ofbeldi. þetta snýst um að fólk þarf að vinna bug á refsigleði sinni. Ekkert ósvipað stig og múslimar sem grýta konur í nafni trúar, þá refsum við og pyntum í nafni réttlætiskenndar.
Kanada er komin lengst í sínum breytingum á fangelsum og eru að snúa baki við allri refsilögjöf eins og hún hefur verið. Þeir snúa baki við henni því þeir hafa loksins skilið að ofbeldi er ekki hægt að stoppa með ofbeldi. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr.
Óskar Arnórsson, 11.1.2011 kl. 20:13
Þú virðist líta á fangelsi sem betrunarhús, ekki sem refsingu eða ráðstöfun til að taka hættuna frá fólki.
Halldór Jónsson, 11.1.2011 kl. 21:06
Sammála Halldóri! Fangelsi eiga að vera til að REFSA þeim sem brjóta af sér og til að VERNDA almenning (a.m.k. á meðan á afplánun stendur), ekki til að verðlauna með fimm stjörnu gistingu og fæði eða sýna nokkurs konar „skilning“ og umhyggju (ekki nema fólk hafi verið úrskurðað geðveikt, en þá fer það annað ...)
Annað varðandi erlenda glæpamenn. Þeir taka allt of mikið pláss í okkar fangelsum og eru að kosta okkur skattborgarana allt of mikið fé, gleymum því ekki að við erum bara 300 þús. manna þjóðfélag norður á veraldarhjara á sama tíma og t.d. Litháar eru 3,5 milljónir og Pólverjar 38 milljónir. Á Schengen-svæðinu öllu eru um 500 milljónir!
Hvaða vit er í að hver sem er frá þessu gríðarstóra svæði geti komið inn í þetta littla land okkar fyrirvaralaust og án vegabréfs gagngert til að skella sér í bíltúr um sveitir og bæi í leit að áður óþekktum og spennandi ránstækifærum? Að maður tali ekki um bókstaflega að innleiða hér skipulagða erlenda glæpastarfsemi og reyna að rótfesta hana í krafti frelsis og ýmiss konar „mannréttinda“ sem kveðið er á um í svokölluðum „alþjóðasamningum.“
Svo er fólk að kalla eftir nýju fangelsi. Handa hverjum? Útlendingum (frá fátækum og gömlum kúgunarsamfélögum Austur-Evrópu) sem hafa spurt til ótrúlegrar gestrisni og brandaralegs refsiréttarkerfis okkar heimamanna?
Okkur ber engin skylda til að halda uppi öðrum en okkur sjálfum, enda getum við tæpast hitt, heimurinn eru svo miklu miklu stærri en við sjálf (eins og útrásin ætti máski að hafa kennt sumum okkar).
Alfreð K, 11.1.2011 kl. 22:14
Skörulega mælt Alfreð K, og ég er þér sammála um það sem þú tiltekur.
Halldór Jónsson, 11.1.2011 kl. 22:26
Og ÓSkar, ef maður byrjar á afbrotum aftur og jafnvel verri þegar hann kemur út á hann að fara rakleitt inn aftur og nú í lengri tíma en áður.
Halldór Jónsson, 11.1.2011 kl. 22:28
Það er einmitt þessi tegund af hugsun sem þú kemur með Halldór og Alfreð sem framleiðir vandamálið. Þessi tegund af hugsun er að finna sem stjórnkerfi í arabalöndum og meðal herskárra múslima.
Það er einmitt refsihugsuninn sem viðheldur vandamálini. Refsigleði er ein tegund af ofbeldi og þá skiptir engu máli hvort sá sem er með sjálfa hugsunina heldur á kylfunni eða knýtir hnefan.
Allar svona forneskjulegar hugsanir og trú, er einmitt hindun þeirra sem vilja fá burtu ofbeldi. Ofbeldismenn er auðveldara að laga enn þessa tegund af hugsun. Hún er út í þjóðþélaginu og ekki inní fangelsunum.
Menn verða bara að sætta sig við aukið ofbeldi þangað til þeir skilja eðli ofbeldis. Menn geta bara valið um að styðja vandamálið eða lausnina á vandamálinu. Menn geta ekki valið báðar leiðirnar...
Óskar Arnórsson, 12.1.2011 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.