Leita í fréttum mbl.is

Þórshamarinn

rann upp fyrir mér allt í einu þegar ég var að horfa á mynd af fornum kastvopnum frá Kongó. Mér fannst ég heyra nafnið Chonga eða eitthvað svoleiðis, sem er nú notað um sumt kvenfólk. Nafnið  líktist allavega hljóðinu sem kom þegar þessu áhaldi var kastað. En hvað var þetta.

Jú vopnið var óhuggulegur fjögra arma kross, svona hálfur metri í þvermál, úr einu smíðastálstykki, þar sem krossinn  vinkilbeygðist  í úthamrað hnífsblað.sem stefna hornrétt á krossarmana. Þórshamar eða hakakross fyrir okkur norðurslóðamenn.

 Þegar þetta var komið í hendurnar á kastaranum rann upp fyrir manni hversu hrikalegt vopn þetta er. Svo hrikalegt að einn kóngur í Kongó lét banna það sem gereyðingarvopn. Því ef það hittir í skjaldarbrún þá snýst það yfir og fer á bakvið skjöldinn með hrikalegum afleiðingum fyrir þann sem á skildinum heldur. Vopnið spinnur um öxul sinn og er því gýróskópiskt stöðugt á flugi eftir beinni braut. Það virtist hvína grimmilega í því á fluginu í myndinni á History Channel.  Og svo lendir það með flughraðanum og snúningshraðanum til viðbótar. Wham, það er betra að vera ekki fyrir.

Ah-ha, hugsaði ég. Þarna er líklega skýringin á þeirri helgi sem á þessu merki hefur verið í mannkynssögunni. Ógnin sem af því stafar. Ég hef aldrei séð neitt talað um þetta form nema sem trúartákn og helgimynd né spáð í það frekar til hvers það væri. Nú finnst mér  þetta skiljanlegra.

 Þetta kastvopnshlutverk kom mér algerlega á óvart. Þórshamarinn er þá líklega upprunalega kastvopn úr málmi.. Eiginlega meira  hræðilegt en krossinn sjálfur sem kristnir menn hafa í hávegum því þetta er útrýmingarvopn en ekki pyndingartæki.   Hitler sjálfur virðist ekki gera sér grein fyrir hvað merkið táknar þegar hann teiknar nasistamerkið. Eimskipamenn velja það líklega sem tákn úr goðafræðinni og setja í merki sitt án þess að skilja hvað það merkir.

Til eru fjölblaða kasthnífar en á þeim sem ég hef séð snúa oddarnir út. Þórshamarinn virðist mun öflugri til illra verka heldur en slíkir kasthnífar vegna snúningsins og blaðstefnunnar. Spjót  gæti virst leikfang miðað við þetta vopn.  

Veit einhver meira um þetta?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Eigum við að fara að vígbúast?  

Helga Kristjánsdóttir, 3.2.2011 kl. 03:51

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki voru það mín orð. En  þekkir þú nokkuð hugstak sem fornmenn kölluðu herkerlingar og Þuríður Sturludóttir vísaði til ?

Halldór Jónsson, 3.2.2011 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband