Leita í fréttum mbl.is

Innistæðutryggingar EU

eru að taka gildi í árslok 2010.   DGS heitir kerfið og er kynnt 12.júlí 2010. Samkvæmt því ætla öll Evrópusambandsríkin að setja upp sameiginlegt tryggingakerfi fyrir því að fari einhver banki á hausinn þá borgi allir allt að hundraðþúsund evrum á sparifjáreiganda.

Röksemdir eru tilgreindar í inngangi frumvarpsins(EAn COMMISSION Bussels,12.7.2010COM(2010)268 final2010/0207(COD):

"No bank, whether sound or ailing, holds enough liquid funds to redeem all or a significantshare of its deposits on the spot. This is why banks are susceptible to the risk of bank runs ifdepositors believe that their deposits are not safe and try to withdraw them all at the sametime. This can seriously affect the whole economy. If, despite the high level of prudentialsupervision, a bank has to be closed, the relevant Deposit Guarantee Scheme (DGS)reimburses depositors up to a certain ceiling (the ‘coverage level’), thereby meetingdepositors’ needs. DGSs also save depositors from having to participate in lengthy insolvencyproceedings, which usually lead to insolvency dividends that represent only a fraction of the

original claim...."

Hugsunin er sú að áhættu af hruni eins banka meðlímaríkjanna verði dreift yfir alla banka svipað og í Bandaríkjunum.

Þegar Bretar og Hollendingar er aðilar að þessari hugsun í orði og borði, skýtur þá ekki skökku við að þeir geti krafist þess að minnsta þjóðin á EES svæðinu eigi að ábyrgjast hrun einkabanka síns með öllum þjóðarverðmætum sínum? 

 Það má segja að það verði of seint fyrir núverandi ríkisstjórn að gera kröfur eftir þessu kerfi þegar Alþingi verður búið að ganga frá málinu í þeim óskapa asa sem nú virðist á málinu.  En hversvegna skyldum við ekki ræða þessu mál aftur í ljósi þeirrar þróunar sem er að verða innan EU á grundvelli DGS?  

Af hverju eigum við að bera alla ábyrgð einir þegar við erum á EES svæðinu en er ógnað núna með því að við eigum að fara fyrir Evrópudómstólinn til að þola dóm hans vegna Icesave? Við getum ekki vísað málinu til íslensks dómstóls vegna EES. Hvar er samvinnuhugsjónin sem við gerðumst aðilar að þegar við gengum þar inn? Ættum við hugsanlega að hugleiða að segja okkur úr þessu samstarfi og afgreiða Icesave-málið í ljósi þess?

 Hvað liggur svona á að Sjálfstæðisflokkurinn setur nú líf sitt undir að keyra þetta mál í gegnum Alþingi? 

Hversvegna?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband