6.2.2011 | 11:02
Tryggi Þór um Icesave
Tryggvi Þór Herbertsson var á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn.
Tryggvi flutti langt erindi um Icesave og hripaði ég niður punkta án þess að hafa aðra upptöku . Ónákvæmni tek ég alfarið á mig enda hef ég ekki borið þennan texta undir neinn annan og menn varða að taka viljann fyrir verkið.
Málið hófst þegar Árni Mathiesen fjármálaráðherra var þvingaður með hótunum að skrifa undir yfirlýsingu um að Íslendingar myndu taka að sér að gera upp skuld sem nam 180 milljörðum þá. Geir H. Haarde hringdi síðan í Hollendinga og tjáði þeim að þessi upphæð væri of há til þess að Íslendingar gátu ráðið við hana. En við vildum semja um málið og var á það fallist. Og það höfum við Sjálfstæðismenn ávallt sagt að við styddum samninga en ekki ofbeldi.
Þá hófust aftur samningar og blandaði fjármálaráðherra Frakklands sér i þær í umboði Evrópusambandsins, Urðu þá til svonefnd Brüssel viðmið sem mæltu fyrir um að samið yrði milli þriggja þjóða án afarkosta fyrir Ísland. Baldur Guðlaugsson var í fararbroddi fyrir íslensku samninganefndinni í janúar 2009.
Framsóknarflokkurinn gerði þjóðinni þann óleik að koma á vinstristjórn sem aftur gerði Steingrími J. Sigfússyni kleyft að skipa Svavar Gestsson sem aðalsamningamann. Svavar kom heim með glæsilega niðurstöðu" ásamt með Indriða H. Þorlákssyni, sem hefur þá yfirlýsta sannfæringu að allar lífsins nauðsynjar beri að skattleggja.
Svavar sagði við heimkomuna að hann hefði ekki nennt að hanga lengur yfir þessu. Tryggvi sagðist hafa þá spurt Svavar um vextina í samningnum en Svavar svaraði að hann væri ekki alveg klár á því enda væri það tæknilegt atriði.( 5.8 % ?, minnir mig að hafa heyrt ,ég náði ekki tölu hjá Tryggva) Fundur í efnahags-og skattanefnd leiddi í ljós að vextirnir urðu 350 milljarðar en summan var yfir 500 milljarðar.
Þarna byrjaði baráttan, nótt sem nýtan dag. Þetta gekk ekkert hjá okkur Sjálfstæðismönnum og leikurinn virtist tapaður með það að Steingrími J. tækist að að koma samningnum yfir þjóðina þegar Sjálfstæðismönnum tókst að krækja í nokkra VinstriGræna þingmenn og rjúfa samstöðuna hjá ríkisstjórninni.
Sjálfstæðismönnum tókst þannig að koma inn efnahagslegum fyrirvörum í samninginn með þeirra hjálp sem minnkuðu áhættuna fyrir Ísland.Við afgreiðslu málsins sátu Sjálfstæðismenn hjá eða voru á móti og sögðust með engu móti geta borið ábyrgð á þessum samningi í des. 2009. Greiðslan fyrir þennan samning, Icesave ll var 489 milljarðar. Þingmenn ríkisstjórnarinnar settu þennan bagga á þjóðina með opin augun og þessa tölu skuluð þið muna sagði Tryggvi með áherslu. Og svo líka 180 milljarðana fyrstnefndu. Líklega var þetta vegna þess að hæstvirtir þingmenn skildu hreinlega ekki hvað þeir voru að gera, það væri eiginlega ekki hægt að ætla þeim annað.
Þá datt einum Sjálfstæðisþingmanni í hug að leita til InDefence-hópsins. Þeir brugðust við eins og alþjóð er kunnugt og þróuðust málin til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 98 % þeirra sem atkvæði greiddu, greiddu atkvæði á móti samningunum. Við Sjálfstæðismenn sögðum eftir þetta eins og 2008 að við vildum enn semja um málið og koma því frá.
Ný samninganefnd var nú skipuð og fengum við Sjálfstæðismenn nú því til leiðar komið að formaður var valinn hinn þaulreyndi Lee Bucheit og Lárus Blöndal lögmaður var skipaður í nefndina. Auk þess voru nú allir embættismennirnir í nefndinni sjálfstæðismenn. Marga fundi sat Tryggvi með nefndarmönnum gjarnan í eldhúsinu heima hjá sér. Nú var stefna nefndarinnar ákveðin um að hér yrðu engir löglausir samningar gerðir. Íslendingar vildu leysa málin. Nú væri ekki lengur verið að gera lánasamning heldur samkomulag milli þjóða.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafði sagt nei við löglausum samningum og við það yrði staðið. Samningsstaðan var nú mun betri og viðsemjendur eftirgefanlegri þar sem þeir skynjuðu einbeitni samningamanna. Markmiðið væri nú að gera sanngjarnt pólitískt samkomulag þriggja sjálfstæðra þjóða.
Í ágúst slitnaði upp úr samningaumleitunum vegna óbilgjarnra og löglausra krafna Breta og Hollendinga. Þá komu Bretar og Hollendingar til baka og buðu nú betri samninga á grundvelli trausts. Niðurstaðan varð sú, að með íhaldssömu mati eru yfirgnæfandi líkur á að Íslendingar þurfi að greiða mest 47 milljarða fyrir þennan samning. Og miklar líkur eru á því að greiðslan muni lækka verulega ef Iceland og Icelandic Group verða seld út úr þrotabúi Landsbankans hér heima.
Margt annað kemur á móti tjóninu af Icesave sem til dæmis afsláttarkaup ríkisins á kröfum og fleira . Ef hér hryndi hinsvegar allt og breskt efnahagslíf færi líka á hausinn og við gætum ekki selt Iceland og Icelandic Group eða innheimt aðrar eignir gæti greiðslan orðið 330 milljarðar. Þetta er í hæsta máta mjög ólíklegt. En lífið er alltaf einhver áhætta sagði Tryggvi, maður getur dáið í hvert sinn sem maður stígur upp í bíl til dæmis.
Aðalatriði er að vextir eru nú 2,6 % (ég náði ekki endilega hvort fleiri tölur væru í umferð) sem eru nafnvextir og mest af gengisáhættunni verður afstaðið eftir þetta ár. Engir vextir eru 2009. Það eru þegar til 20 milljarðar í innstæðutryggingarsjóði á bankabók.
Landsfundur fól okkur að samþykkja engar löglausar kröfur. Við höfum að fullu staðið við það sagði Tryggvi Þór. Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til að þessi milliríkjasamningur verði samþykktur. Hann væri sjálfur sannfærður um að þetta væri sú besta mögulega lausn fyrir þjóðina alla og þetta yrði líklega sú besta niðurstaða sem hægt væri að ná í samningum.
Ný samningalota væri ólíkleg ef Alþingi eða þjóðin myndi hafna þessum samningi og málið myndi þá líklega enda fyrir dómstólum. Dómstólaleið væri alltaf einhver áhætta þó að við Íslendingar tryðum bjargfast á okkar málstað að við ættum ekki að borga neitt af skuldum óreiðumanna. Við værum öll með óbragð í hálsinum af þessu máli öllu. En af öllum illum kostum væri þessi líklega skástur.
Fjörugar umræður urðu af erindi Tryggva loknu og heyrðust raddir með og á móti. En í heild virtust menn þakklátir fyrir erindi Tryggva og útskýringar og fara sameinaðri út af fundinum en þeir komu inná hann.
Ég vona að einhverjir verðu einhverju nær um það sem liggur að baki afstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Ég hef fyllt flokk þeirra sem vilja steyta hnefann og segja okkur jafnvel úr EES ef ekki vill betur til að losna frá þessu máli og borga ekki neitt.
En hugsanlega er betra að hugsa sinn gang og hlusta fyrst á Tryggva Þór tala um Icesave..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 3420080
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þetta er þarfur pistill. Takk fyrir gott og gagnlegt yfirlit um þetta erfiða mál.
Baldur Hermannsson, 6.2.2011 kl. 11:41
Sæll Halldór,
- og takk fyrir þetta ágæta yfirlit. Ég mun þó eftir lestur þess ekkert breyta minni afstöðu sem er alveg skír frá upphafi málsins.
Við skuldum Bretum og Hollendingum ekki krónu og eigum að hætta öllu kjaftæði um þetta mál og snúa okkur að öðru þarfara.
Ef að þessar þjóðir vilja í málaferli þá er það væntanlega þeirra hausverkur.
Svo er landsfundarályktunin alveg auðskilin fyrir þá sem eru á annað borð læsir. Skipulagsreglur flokksins gefa þar að auki engan afslátt til þingmanna í þessu máli.
Þar sagt að auveldara sé að setja boðorðin en halda þau.
Hélt samt í fáfræði minni að það gilti aðallega hjá Vinstri grænum
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 12:22
Takk fyrir þetta báðir.
Kári,
Þetta snýst um það að það sem við báðir og landsfundur teljum augsýnilega löglaust, kann að reynast ekki allsendis löglaust fyrir dómi sem við kynnum að verða dregnir fyrir þökk sé Jóni Baldvin og þeim sem drógu okkur inn í þetta EES. Ert þú með það á kláru að við höfum grætt á því samstarfi ? Schengen, allt regluverkið, Rarik-Orkusalan og svo framvegis? Allt gegn einhverri lækkun á tolli á gaffalbitum eða þannig?
Halldór Jónsson, 6.2.2011 kl. 12:38
Ágæti Halldór, mjög góð fundargerð. Krotaði líka hjá mér á fundinum. Nafnvextir 2,47%. Hvað gæti gerst við málaferli. Við töpuðum málinu, og ættum að greiða allan höfuðstól 350 milljarða + vexti. Fundarmaður, var á því að það gæti verið hættulegt fyrir Breta og Hollendinga að fara þá leið. Tryggvi minnti á að málaferli tækju 2-3 ár og allt í frosti á meðan. Hann var alveg klár á því að þessi deila hefði skaðað okkur efnahagslega, frekari dráttur á lausn málsins myndi rýra lífskjör á Íslandi.
Tryggvi fór mjög lofsamlegum orðum um forystu Bjarna í þessu máli. Hann hefði sett sig einstaklega vel inn í málið.
Tryggvi sagði að krafa um þjóðaratkvæði hefði verið rædd í þingflokknum og ekkert útilokað um það. Notaði orðið sanngirniskrafa.
Jón Atli Kristjánsson, 6.2.2011 kl. 13:11
Dálítil ónákvæmni er í byrjun pistilsins þíns, hvort sem hún er nú þín eða Tryggva. Þú segir: "Málið hófst þegar Árni Mathiesen fjármálaráðherra var þvingaður með hótunum að skrifa undir yfirlýsingu um að Íslendingar myndu taka að sér að gera upp skuld sem nam 180 milljörðum þá."
Árni Mathiesen segir hins vegar svona frá þessu í bókinni Frá bankahruni til byltingar, á bls. 69:
"Þá gengum við frá fréttatilkynningu vegna minnisblaðsins sem hafði verið samið um hérna heima á meðan ég var úti. Hollendingar vildu mjög eindregið að við kynntum þetta þarna úti en þetta er hið fræga minnisblað um skilmála á uppgjörinu á Icesave."
Síðan skýrir hann nánar hvað um var að ræða og símtal Geirs í framhaldinu við Hollenskan starfsbróður sinn þar sem Geir tilkynnti honum að ekki væri hægt að sætta sig við þessa skilmála. Fundurinn, sem Árni segir frá, var með Wouter Bos í Washington á meðan ársfundur AGS stóð yfir haustið 2008.
Kv.
ÞJ
Þórhallur Birgir Jósepsson, 6.2.2011 kl. 13:11
Halldór,
Ég hef alltaf haft efasemdir um EES, enda hugarfóstur kratanna. Er yfirleitt á móti flestu sem þeim dettur í hug. Þetta Icesave mál væri sjálfsagt ekki til ef við værum ekki í EES.
Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 13:20
http://www.imf.org/external/np/tr/2011/tr011411.htm
Júlíus Björnsson, 6.2.2011 kl. 13:38
Sæll frændi
Er það rétt skilið að ef vel gengur þá þurfi að leggja til viðbótar því sem til er í innistæðutryggingasjóði svona rúmlega það sem ríkið er að henda í Sparisjóðinn í Keflavík, og svoa 1/3 af því sem gert er ráð fyrir að sjúkrahúsið við Hringbraut eigi að kosta?
Ágúst H Bjarnason, 6.2.2011 kl. 13:49
Sæll frændi
Fer ekki innistæðan í Sparisjóðinn í Keflavík í Geirmund og fjölskyldu?
Þá eru eftir 47 mínus það sem við fáum fyrir Iceland Food og Group. Hugsanlega verður afgangur.
Júlíus,
Það er ástæða til að lesa þetta viðtal.Takk fyrir það.
Kári, Tryggvi Ófeigsson sagði við Ásgeir Pétursson með mikilli áherslu og bað hann muna alla sína ævi: "Kratar eru verstir"
Þórhallur, ég bara tók þetta svona niður eftir því sem mér heyrðist. ég tek það fram.
Jón Atli,
þínar viðbætur eru góðar eins og þín er von og vísa. Er ekki Punktum saliensis sá að 47 milljarðar séu betri en sénsinn af 350 ef löglausar kröfur yrðu dæmdar ekki löglausar?
Halldór Jónsson, 6.2.2011 kl. 14:18
Þetta eru bestu fréttirnar, óritskoðaðar.
Júlíus Björnsson, 6.2.2011 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.