Leita í fréttum mbl.is

Hverju ráðum við ?

um það hvert peningarnir úr Landsbankanum vegna Icesave fara?

Ég hef heyrt í mörgum sem vilja ekki borga neitt og taka bardagann við Breta og Hollendinga. Láta þá ekki fá neitt en taka allt úr búinu til okkar.

En höfum við eitthvað raunverulegt val eða vald til þess að fara svo fram? Liggja ekki 2-300 milljarðar í Englandsbanka sem eru fastir þar vaxtalausir? Eru ekki hundruð milljarða til viðbótar utan okkar seilingar í eignum Landsbankans erlendis?   Bæði óinnheimt skuldabréf og kontantar sem skilanefndirnar rúlla sín á milli alla daga og bíta sjálfar í í hvert sinn eins og apinn sem skipti ostinum. Skilanefndir munu gæta þess vandlega að klára dæmið aldrei meðan þær rukka tuttuguþúsund á klukkutímann allan sólarhringinn ef því er að skipta.

Viðsemjendurnir sem eiga að fá þetta fé með samningunum nú en eru ef til vill með allt vald á því nú þegar? Hér heim höldum við á eignum eins og Iceland Food. Margra milljarðatuga virði. EF Bretar leyfa okkur að selja búðirnar,  sem eru NB allar í Bretlandi þá koma peningar til okkar.  Iceland Group á verksmiðjur um allt. Við getum selt þær en komumst við hjá því að Bretinn nái í eitthvað af þessu ? Vita mwenn ekki að Bretinn stjórnar stórum hluta af fjármálaheiminum? Borgar sig ekki að vanmeta ekki andstæðinginn og mátt hans til illra verka?

Að öllu þessu athuguðu, þá er það mat meirihluta þingmanna að við gerum rétt í að kvitta það sem Bretar og Hollendingar telja að við eigum að borga þeim til að þeir séu sæmilega sáttir,   með því að borga 47 milljarða og lækka upphæðina niður í jafnvel ekki neitt með því að selja Iceland-fyrirtækin.  

Það er sagt okkur,  að samningurinn sé ekki lánssamningur lengur eins og fyrri Icesave samningarnir heldur samkomulag milli þriggja fullvalda þjóða, sem hafa ákveðið að ljúka Icesave deilunni með þessum hætti.  Má vera að sitt sýnist hverjum um lyktir fyrir okkur. Er ekki svona samkomulag  þá best að allir málsaðilar séu fúlir fyrir sig og allir telji sig hafi tapað?  Það fer allavega ekki á milli mála að við erum fúlir. En hvað er annað til ráða? Geta ekki Bretar gripið til hryðjuverkalaga aftur og Hollendingar jafnvel bannað sölu á Heineken og hassi til Íslands? Við erum mest hættir að drekka sjénever svo að það þarf ekki að óttast það vopn lengur.

Ráðum við nokkuð við það að brúka meiri kjaft? Ráðum við ferðinni hvort eð er ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; verkfræðingur góður !

Ég trúi því ekki; fyrr en ég tek á því, að þú viljir láta þinn hlut - fyrir óbilgirni og frekju gamalla Evrópskra nýlenduvelda, Halldór minn.

Kæmi til; einhverra hótana, af hálfu Nazista skriffinnanna, suður í Brussel - Lundúnum og Haag, megum við vita, að við kynnum að eiga vini í varpa, víða um álfur.

Minni á; fyrri ábendingar mínar, um stóraukin tengsl Íslands, við Ísrael og Persíu (Íran);; einhverjar þróttmestu þjóðir Vestur- Asíu / Kazakhstan - Indland - Kína - Brasilíu, auk fjölda annarra, svo að við yrðum vart, á flæðiskeri staddir, hygðust Evrópsku nátt tröllin troða illsakar við okkur, verkfræðingur snjalli.

Ég lagði til; á minni síðu í gær (7. Febrúar), að samið yrði við eitthvert ríkja, utan NATÓ, um að draga mætti Mél- Ráfurnar Jóhönnu / Bjarna og Steingrím, fyrir herdómstól - og þau hlytu makleg málagjöld, fyrir undirferlið - sem svik sín, við íslenzka þjóð.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 01:37

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hollvættu góða úr Árnesþingi, ÓSkar Helgi:

Hvárt munt þú fús á að takast á hendur fyrir oss eiit lítið erindi. Það er að fara og heimta siglfur nökkut sem vér íslenskir menn eigum í Englabanka og er sagt þar liggja vaxtalaust.

Ef þú vildir segja oss  hvern búnað þú viljir hafa til fararinnar þá munum vér reyna að finna hann. ef oss er kostur á.Eigum vér þó eigi margt annað en gömul varðskip meður kánónum fornum sem eigi er vitað hvursu duga munu. Nú og svo einhvurja branda forna til viðbótar.

Eigi mun erindi þetta vera hættulaust vegna rakkans GordíónBrúns sem þar liggur á gulli engelskra og oss er sagt að undir því sé vort slifur fólgið. En það ætlum vér að þín ferð ef lukkast verði uppi meðan land byggist.

Höfum vér áður sent sendimenn til að sækja silfur þetta, Svavar svarta úr Gestasveit vorri ásamt með Indriða Trölli. En hvárugur mun aftur hafa komið með silfrit og hafa eigi margir spurt af vápnaviðskiptum heldur né hvat orðit sé um þeirra bústaði.

Halldór Jónsson, 8.2.2011 kl. 15:08

3 identicon

Heill og sæll; á ný, Halldór !

Þakka þér fyrir; fornyrta uppörvunina, en,....... ætli ég bæði ekki, bræður mína, Kínverja - eða jafnvel; Indverja, að leggja í þann feikna leiðangur; þér, að segja.

Enda; koma þeir til - annar hvor, eða þá báðir, að standa yfir höfuð svörðum Evrópsku rummunga veldanna, eftir ekki,, svo ýkja langan tíma, fornvinur góður - að óbreyttu.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 112
  • Frá upphafi: 3420078

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband