Leita í fréttum mbl.is

Icesave lll

er skyndilega orðið mál málanna eftir að það fer úr nefnd og Sjálfstæðimenn ganga fram fyrir skjöldu og vilja hespa málið af.

Ég hef heyrt málið metið á 650 milljarða fyrir Breta og Hollendinga. Það fái þeir út úr pakkanum.  Hversu mikið af því fé er þegar fast í greipum þeirra veit ég ekki og hversu miklu við gætum náð til okkar, þó við  værum fríkenndir alveg fyrir öllum dómstólum. Varla næðum við öllu þessu fé þó til okkar.

Ég hef hinsvegar alls ekki skilið asann á öllu þessu núna eða tímasetninguna.  Af hverju þurfti málið að fara úr nefnd núna? Hvað lá svona á? Af hverju eru menn svona hikandi við dómstólaleið? Varla myndi nokkur dómstóll dæma Íslendinga til ólífis?

Björn Bjarnason segir svo :

" Því meira sem ég les af skýringum um Icesave III þeim mun sannfærðari verð ég um hve misráðið er að láta ekki reyna á málið fyrir dómstólum. Auðheyrt var á Lee Bucheit, aðalsamningamanni Íslands í lokasamningalotunni, að hann var hlynntur því að láta dómara fjalla um málið. Umboð hans í nafni Steingríms J. Sigfússonar var hins vegar að semja.....

.....Margir erlendir lögfræðingar hafa bent á haldleysið í áliti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem síðan var stuðst við af leiðtogaráði ESB og framkvæmdastjórn ESB sumarið 2010. Þessir lögfræðingar segja afdráttarlaust að löglaust sé að gera þær kröfur á hendur Íslendingum sem Bretar og Hollendingar hafa gert. Þá benda þeir á að fráleitt sé að stjórnmálamenn taki pólitískt af skarið um jafnmikilvægt lögfræðilegt álitaefni....

.... þeir stjórnmálamenn sem styðja Icesave III hafa ekki gefið  nein haldbær rök fyrir því að lögfræðilegri hlið málsins hafi verið stungið undir stól. Helsta stoð smáríkja í deilum við sér stærri ríki er að verja rétt sinn fyrir dómstólum. Halda menn að það sé tilviljun að Bretar og Hollendingar hafa aldrei hótað Íslendingum málssókn? Eru það ekki hin eðlilegu viðbrögð lánardrottna gegn þeim sem þeir telja skuldunauta sína."

Það er greinilegt að mjög skiptar skoðanir eru um dómstólaleið og samningaleið. Ískalt metið hefur enginn sagt í mín eyru hvað við hefðum út úr því að vinna málið gegn því að semja núna og borga 47 milljarðarana.

Þjóðin stöðvaði samningana síðast. Hví skyldi hún ekki greiða atkvæði um þetta aftur núna? Já eða nei.

Ég held að tíminn sem  líður án þess að ákvörðun sé tekin að borga eitt eða neitt sé það dýrmætasta í stöðunni. Þetta mál liggur ekkert á, það er margt meira aðkallandi en þetta. Það verður vonandi líka hægt að kjósa um eitthvað fleira um leið og við kjósum um Icesave lll. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_European_countries_by_GDP_(nominal)_per_capita

Þetta nýja mat 2009 hlýtur að taka nýja raunvirði krónur og Icesave kröfuna með í reikning. Falla úr 8. sæti  í það 19.  frá um 1983 hlýtur að vera heimsmet.  Velferð hér verður hér því minni en í UK gefur augaleið.

Veit Brussell um 45 ára starfsvæfi og 40 stunda vinnuviku hér.

Grunnurinn var Prime fyrir síðsustu þjóðarsátt.

Það er hægt að misskilja allt á ensku.  Hinvegar fyrnist mál á reglugerðum og tilskipum frá 1994 ekki í Frakklandi og Þýskalandi á 16 árum. Þeir semja ekki tilskipanir sem eiga ekki að skiljast.

Júlíus Björnsson, 8.2.2011 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 3420086

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband