Leita í fréttum mbl.is

Hversvegna Evrópusambandið?

spurði ég einn góðan og greindan vin minn á dögunum, sem hafði lýst stuðningi við inngöngu.

Ef þú vilt heyra það frá mér, þá er ástæðan þessi:(athugið að þetta er endursögn mín eftir minni og biðst ég vin minn elvirðingar  ef eitthvað er missagt.) 

"Ég er búinn að  fá upp í kok af glamri íslenskra stjórnmálamanna.  Þeir eru í svo lágum gæðaflokki að ég kemst ekki á sömu bylgjulengd og þeir.Horfðu bara á þetta lið. Undirmálsfólk upp til hópa.   Og almenningur lætur það teyma sig  og reka í réttir eins og sauði. Þetta er gersamlega vonlaust.

Allt starf þeirra beinist að því að halda við valdablökkum í kunningjaþjóðfélaginu.  Einn hópur gætir hagsmuna kvótaeigenda, annar bænda, þriðji þykist eiga einkarétt á að tala fyrir hönd hinn lægst launuðu, fjórði  er varðhundur fjármálageirans og valdablakka í því.

Kunningjaþjóðfélagið og fámennið sér til þess að sá sem er rekinn hér fyrir misferli er óðar ráðinn á næsta stað.  Réttarkerfið virkar ekki og menn komast upp með allt mögulegt sem hvergi væri liðið annarsstaðar.   Það breytist ekkert hér, hvaða flokkur sem er við völd. Þetta er allt í klíkum og kunningsskap.

Sjálfstæðisflokkurinn er enginn eftirbátur hinna flokkanna. Í honum ráða skipulagðar valdaklíkur mestu og ota sínum tota sem mest hver má. Horfðu bara á hvernig sægreifanir hafa stjórnað sjávarútvegsnefndinni  landsfund eftir landsfund. Engin andstaða er leyfð. Foringjaræðið er algert.

Örkrónan okkar þolir ekki minnsta mótbyr og allskyns hópar stéttarfélaga geta kollsiglt henni hvenær sem er. Allt efnahagslífið gengur í kollsteypum og alltaf ríða stórsjóir yfir.

Ég nenni þessu ekki lengur. Ég er búinn að missa trúna á að þessi lýður geti stjórnað sér og sínum málum sjálfur. Aðeins með því að renna saman við stærri heild er hægt að ná algildum reglum og lögum í landið.  Sveiflujöfnun í stærri heild er það sem okkur vantar."

Ég var nokkuð klumsa og kjaftstopp eftir þessi orð vinar míns þar sem að hann veit oft lengra nefi sínu á ýmsum sviðum. Ég gat ekki afgreitt þetta sem bull og vitleysu og verð því að hugsa mitt svar.

Ég varð því talsvert hugsi og er nokkuð hugsi ennþá. Þetta er ekki sama og hugsjón kratanna sem er að fá bitlinga frá Brüssel sem hjálpræði sitt, þessi vinur minn þarf ekkert af því tagi.

En ömurlegt ef satt er, að þjóð sem á alla þessa ása á hendi sinni samkvæmt mínni pólitísku  prógrammeringu sem Sjálfstæðismaður, getur ekki nema glutrað spilinu niður vegna eigin hegðunar og siðleysis. Þess vegna sé Evrópusambandið svarið. Ekki þess sjálfs vegna heldur vegna okkar sjálfra.

Þegar ég svo hugsa um það að hópar í þjóðfélaginu hika nú ekki við að ráðast á heildina með verkföllum gersamlega án tillits til afleiðinganna, þá verð ég enn meira hugsi.

Getur það verið....?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Er þá semsagt betra að hafa spilta sauði í Brussel heldur en að fást við þá fáu sem hér eru á skerinu???

Nú er það svo að mín pólitíska innprentun er virkar þannig að ef samfylkingin vill það þá hafna ég því...

En ef svo ólíklega færi að ég þurfi að samþykkja það þá skal það vera rökstutt af 2/3 sjálfstæðismanna og jafn mörgum úr öllum öðrum flokkum en samfylkingu...

Vinstri menningin er stórhættuleg og verst þjóðinni, það er ekki hægt að segja að hún sé sjálfri sér verst...

Evrópusamband = NEI TAKK!!!

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.2.2011 kl. 16:27

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fyrst. Nei takk. þessi vinur þinn hugsar eins og margir af okkar útbrunnu pólitíkusum. Þetta er eigingirni. Því víkja ekki menn sem hafa ekki kraft til að halda sjálfstæði landsins. Innanríkismál kemur engum við. Þetta er okkar háttur og örugglega hundleiðinlegt að vera á Alþingi. Þeir eiga ekki að skipta sér af málum fólksins. Sjáðu síðasta dóm hæstaréttar. Nú á þessi Ráðherra að víla en hvað finnst honum nei nú er svo mikið að ske að ég kemst ekki frá. Ég er ómissandi. Ég segi Halldór stattu þig. Dont give in. 

Valdimar Samúelsson, 11.2.2011 kl. 16:52

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og heldur þessi vinur þinn Halldór, að hagur okkar vænkist við það að skipta út spilltum stjórnmálamönnum á Íslandi út fyrir spillta stjórnmálamenn í Brussel?

Gunnar Heiðarsson, 11.2.2011 kl. 17:46

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Halldór minn.

Oft lesið kjarnyrtar greinar þínar og haft gagn og gaman af og þó við séum alls ekki alltaf sammála þá erum við það oft sinnis sérstaklega í afstöðunni gegn ESB.

Auðvitað virðir maður afsöðu góðra og vitra vina sinna og hugsar og skoðar málin uppá nýtt.

Það gerði góður virur minn sem eitt sinn var orðinn nokkuð hallur undir ESB innlimun en hefur nú algerlega umsnúist og er orðinn mjög harður andstæðingur ESB aðildar.

Ég sé málin kannski aðeins öðruvísi en mörlandinn okkar þar sem ég hef búið utan Íslands og innan ESB ríkjanna s.l. 5 ár. Fyrst í Bretlandi og nú seinni hlutann jafn lengi á Spáni.

Auðvitað eru kostir og gallar að búa í jafn fámennu kunningja, vina og frænda samfélagi eins og á Íslandi. En fyrir mér eru kostirnir jafnvel fleiri en gallarnir, fyrir utan glæpavætt bankakefið ósnertanlega sem við fengum reyndar í arf í nafni EES fjórfrelsisins, en það var líka þar þ.e. í ESB löndunum á alveg sama sora- og skítaplaninu !

Á íslandi þá kemst fólk almennt ekkert upp með einhverja stóra sið spillingu í þessu samfélagi því að hver passar þar hvorn annan og allir vita allt um alla.

Hér eins og í fleiri löndum þarf reyndar að minnka hið beina flokksræði stjórnmálaflokkana sem stofnana, þó svo að ég telji að stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálastéttin hafi stóru hlutverki að gegna í lýðræðinu og við að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

En þar sem valdaelítu ESB apparatsins eru sífellt færð meiri og meir völd og meiri og meiri fjármunir til að sýsla með þar þrífst siðspillingin og vinahyglin sem aldrei fyrr.  Og meir en það því þessi fjarlægu og flóknu völd með alls konar eftirlitsstofnunum sem lúta ESB valdinu þá gerir það embættismönnum og stjórnmálaelítu aðildarlandanna sífellt fleiri tækifæri á að mjólka spenann og í nafni alls konar tilskipana og flækjustigs valda og fjármuna tekst þeim sífellt betur og betur að skara enn meiri eld að sinni könnu. Aðhald almennings minnkar stórlega vegna ógegnsæjis og flókinna reglna.

Hér í ESB og EVRU landinu Spáni með yfir 20% atvinnuleysi er allt löðrandi í spillingu í stjórnmálum og viðskiptalífi og frænd- og vinahygli og flokkshestum umbunað hægri vinstri.

Komsit hefur upp um hvert glæpsamlegt samsærið og á fætur öðrum þar sem sjóðir ESB hafa verið misnotaðir með mútum og samspillingu viðskiptavaldsins og stjórnmálavaldsins og í skjóli gerspilltra embættismanna ESB valda elítunnar. Stór hluti kemst aldri upp og er þaggaður niður.

Íslenskir stjórnmálamenn eru eins og kórdrengir miðað við þessa gerspilltu mafíósa í ESB væddri spænskri stjórnsýslu.

Þetta kerfi Brussel elítunnar og þeirra gerspillta Commisarakerfi minnir alltaf meira og meir á handónýtu og spilltu ráðin og nefndirnar og æðstu ráðin hjá Sovétríkjunum gömlu.

Hvor tveggja áttu að vera algerlega óskeikul og fullkomin kerfi til að vernda og hlúa að alþýðunni en virkaði svona jafn illa eins og hjá feitu Elítu svínunum í skáldsögunni ANINAL FARM.

Biddu þennan vitra vin þinn að lesa þá sögu vel og vandlega og hugsa svo málin uppá nýtt !

Ræddu þetta síðan vandlega við vin þinn. 

Gunnlaugur I., 11.2.2011 kl. 18:18

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Verð að vera sammála Gunnlaugi hér að ofan þegar hann bendir á skáldsöguna "ANIMAL FARM" en þá sögu hef ég lesið og mæli ég með því að evrópusinnar lesi hana og skoði samlíkinguna milli Evrópusambandsins og svínanna í bókinni...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.2.2011 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband