Leita í fréttum mbl.is

Helstefnan

Svo segir í Mogga í dag:

" Hækkandi skattar letja fólk til vinnu og fyrirtæki til framleiðslu og eru þess vegna það versta sem hægt er að bjóða hagkerfinu upp á þegar kreppir að og sérstök þörf er á að efla atvinnulífið. Þess vegna er átakanlegt að skoða útreikninga útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Ramma, sem einnig var sagt frá í viðskiptablaði Morgunblaðsins í vikunni. Í samtali við Unnar Má Pétursson, fjármálastjóra Ramma, kemur fram að útgjöld fyrirtækisins hafi í fyrra aukist töluvert, en af þessum auknu útgjöldum hafi starfsmenn aðeins fengið tæp 15% í sinn hlut. Ríkið hafi hins vegar tekið til sín rúmlega 71% af aukningunni, en stéttarfélög og lífeyrissjóðir afganginn. Þessi mikla aukning til ríkisins stafar að stærstum hluta af verulegri hækkun tryggingagjalds og staðgreiðslu.

»Það má orða það sem svo að ef hækka ætti launin hjá starfsmanni um 1.000 kr. væri kostnaður fyrirtækisins 7.000 kr. en 1.000 kr. færu til lífeyrissjóða og stéttarfélaga og svo 5.000 kr. til ríkisins. Áhrifin af breytingunum á skattkerfinu á liðnu ári eru mun meiri en prósentutalan ein og sér segir til um,« segir Unnar....."

Verð á bensíni hækkar dag frá degi. Mest skattur til ríkisins. Ætli norrænu velferðarstjórninni þyki þetta vera styrkur við einstæðar mæður sem þurfa að keyra börnunum í leikskólann meðan þær stunda láglaunavinnu? Bensínsalan dregs saman um nærri 10 af hundraði milli ára. Fær þetta blóðið til að streyma örar um æðar þjóðarlíkamans?

Skattlagning áfengis, skilar svipað fallandi tekjum. Tekjur af fjármagnskatti falla þrátt fyrir stórhækkanir. Fjármagnseigendur flykkjast undir jörðina eða úr landi. Því fé hefur sömu náttúru og sauðfé, það leitar í skjólið. Það kemur aðeins til þín ef þú veifar heybrúsk.

"Öll lífsins gæði ber að skattleggja " er haft eftir helsta ráðunauti fjármálaráðherrans. Ríkisvæðing atvinnulífsins hefur náð þvílíkum hæðum, að annað hvert fyrirtæki er í eigu ríkisins. Hagfræðikenning fjármálaráðherrans er greinilega um það að aukin skattlagning opinberra starfsmanna muni standa undir velferð þegnanna í bráð og lengd.

Það er þessi helstefna í efnahagsmálum sem fer að opna augun á okkar Hamlet fyrir því að eitthvað sé rotið í Danaveldi. Það sé eitthvað sem sé ekki að ganga upp. Atvinnuleysið minnkar ekki. Fjárfesting fyrirtækja hefst ekki. Allt þjóðlífið liggur í dvala og sefur Þyrnirósarsvefni. Prinsinn ætlar ekki að koma úr ríkisstjórnarflokkunum.

Helstefnan í efnahagsmálum hvílir á þjóðinni sem helsi og hindrar kraftana í að brjótast út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Tactic festa viðskiptajöfunargengið í sessi : almenn lífskjör verri en í Skotlandi. 37. 500  úr 62.000 2007 dollurum á þegn [þýðir ekki að fjölga því EU forgaraðar ekki verkefnum hingað eftir að Aðild er veruleiki]

Hér er verðið að skera alltað niður fyrir komandi stjórnmálelítur, hinsvegar er EU að skera þær niður líka því þeir öfugt við Samfo sjá fram í tímann 30 ár.

Þegar Ísland borgar 40 % meira í krónum fyrir innfluting frá UK og EU þá fá þeir 40 % meira af krónum til að borga fyrir innfluttning frá Íslandi.

Ísland búið að semja sig frá glæp: það er stimplað þá frýjar það Breta af allri ábyrgð að opna útibú 2005 til að tryggja sér betri stöðu 48 mánuðum síðar.

Hér gjaldeyrir á AGS gengi  skammtaður vegna þess að hann er seldur í tapi. Á móti er hann tekin að láni til að greiða niður orkulán stjórnsýslunnar.

Skera niður um 50% svo hægt veðri að sýna hagvöxt upp á 10 % eftir að inn í stöðuleikann er komið. 

Þetta er barnasálfræði í sumu fjölskyldum.

Júlíus Björnsson, 13.2.2011 kl. 09:38

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

 [þýðir ekki að fjölga því EU forgangsraðar ekki verkefnum hingað eftir að Aðild er veruleiki]

Þegar Íslendingar kvarta yfir skemdum eplum, þá er þeim hent hingað til.

EU ráðherra segja hinsvegar að hægt sé að skera skemmdina úr.

EU er ekki USA. 

Júlíus Björnsson, 13.2.2011 kl. 09:40

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bensín á að hækkafram til 2017 og haldast stöðugt í næstu 15 ár eftir það samkvæmt fréttum vestan hafs.

Hér er alt gert til að draga úr bifreið eign sem fyrst, þá detta tekjur tryggingafélaga niður og vsk stjórnsýslunnar.

Það þarf að fæða fanga svo þarf koma smá auk þjóðartekjur þegar búið er byggja meira af fangelsum.

Segja upp Schengen, sparar gjaldeyri og laðar að ferðamenn. 

Júlíus Björnsson, 13.2.2011 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband