13.2.2011 | 12:28
Af hverju ekki þjóðaratkvæði?
Nú er hafin undirskriftasöfnun á netinu til stuðnings því að Icesave samningnum sem Alþingi vill samþykkja verði vísað til þjóðaratkvæðis.
Manni skilst á sumum þingmönnum að þetta máli henti ekki til þjóðaratkvæðis. Ekki veit ég hvernig ber að skilja það öðruvísi en að þjóðinni sé ekki treystandi til að taka rétta ákvörðun í málinu.
Það er sjónarmið útaf fyrir sig að þjóðinni geti verið mislagðar hendur í svona flóknu máli. Tilfinningasemi þjóðar geti borið rökhyggju ofurliði. Þjóðum sé nauðsynlegt að viðhafa fulltrúalýðræði vegna þess að kjósendur geti ekki haft þá yfirsýn sem til þarf í öllum málum.
Tæknilega hyllir undir það að til dæmis posakerfið eða heimabankakerfið geti staðið undir víðtækum atkvæðagreiðslum sem megi allavega nýta til skoðanakannana ef ekki annars.Framtíðin kann að bera með sér tíðari þjóðaratkvæðagreiðslur en verið hafa og tæknilegri. Til góðs eða ills.
Fyrir ári síðan fengum við áskorun frá forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að samþykkja Icesave ll. Þeir bönnuðu sínu fólki að fara á kjörstað og gengu á undan með góðu fordæmi í andstöðu sinn við inngrip Forsetans í samningaferlið.
Þá er líklega nærtækt að spyrja sig að því, að hafi sú atkvæðagreiðsla verið góð og niðurstaðan rétt, hvað er þá í veginum með að endurtaka hana? Er það ekki nema styrkur fyrir Alþingi og samninganefndir af hafa reynt að rata rétta leið og geta vísað til þjóðaratkvæðis því til styrktar?
Hvað hefur breyst sem gerir Icesave málið núna ófært til þjóðaratkvæðagreiðslu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Flestir stjórnmálamenn viðurkenna, að atkvæðagreiðslan um ICESAVE 6. mars í fyrra hafi leitt til betri samnings (#3). Sú staðreynd bendir til, að ný atkvæðagreiðsla geti komið þjóðinni til góða, ef við höfnum þessum svikasamningi aftur. Við getum ekki látið það spyrjast um okkur, að við látum þennan óvissu samning yfir okkur ganga og niðja okkar.
Kv.,KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 13.2.2011 kl. 18:40
Já sæll Kristján apótekari
Nú í kvöld eru komnir 8700 á listann, sem eru eitthvað 2000 í dag og söfnunin er ekki formlega hafin.
Mega þeir ekki vera bara fegnir þingstrumparnir að geta sagt við retann, við vildum borga en helvítis pöpullinn vildi bara ekki hlusta á okkur. Þessir líka asnar sem samt eru þeir sömu og kusu okkur. Ærli þeir kjósi okkur nokkuð aftur?
Halldór Jónsson, 13.2.2011 kl. 20:20
Bretann ekki retann
Halldór Jónsson, 13.2.2011 kl. 20:21
Þetta er sami bull samningurinn og síðast. Bretar og Hollendingar eiga að fá 49% af eignum þrotabús Landsbankans, þvert á lög og reglur Íslands og ESb og skilanefnd Landsbankans fær 51% af þrotabúinu upp í Icesave.
Það sem vantar upp á að þessi 51% dugi upp í Icesave eiga bændur, sjómenn og launafólk á Íslandi að borga.
Valið sem við stöndum frammi fyrir er:
•Icesave 3 sem mun kosta okkur 25 til 230 milljarða
•Dómstólaleiðin sem mun kosta okkur 0 til 140 milljarða.
Það er bara eitt hægt að gera. Taka aftur fram fyrir hendurnar á þinginu og hafna þessum samningi.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.2.2011 kl. 22:15
www.kjosum.is
Látum Forsetann skera úr málinu.
Halldór Jónsson, 13.2.2011 kl. 22:39
En harðstjórnin er á ofsaflótta og í ofsaflýti undan bæði forsetanum og lýðræðinu. Verður forsetinn kominn til landisns??
Elle_, 15.2.2011 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.