Leita í fréttum mbl.is

Gat Ólafur annað?

Forseti Íslands,  benti á það sem ekki hafði verið mikið rætt.  Umboð þeirra  Alþingismanna,  sem nú afgreiddu Icesave málið hefur ekki verið endurnýjað  frá fyrri afgreiðslu 2010.  

Þjóðin var spurð þá um álit á þeirra verkum. Hún var á annarri skoðun.  Hlaut hún þá ekki að verða spurð aftur núna þegar sömu menn afgreiða sama mál ?

Gat Ólafur annað ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Í raun er stjórinn fallinn með rökum forseta. Þar sem hann benti á að sama stjórnin fjallaði aftur um sama málið á alþingi , eftir fyrri frávísun þjóðarinar í þjóðaratkvæðagreiðslu .

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 20.2.2011 kl. 17:09

2 identicon

Já hann gat vel fært rök fyrir öðru.

Það hefur hver sína skoðun á fortíð forsetans en hann hefur unnið sér inn fyrir myndarlegu hrósi í dag.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Gamli vin Þorsteinn

Það eru víst komnir aðrir tímar en þegar við vorum strákar. Nú forherðast menn bara við hverja raun. Lemja hausnum ið steininn og þykjast menn að meiri

Hans,

Ég hef nú ekki verið talinn í aðdáenda hópi Ólafs í gegn um tíðina. En maðurinn hefur vaxið af vizku og reynslu eins og aðrir.

Mér hefur fundist hann  nálgast mig meira með árunum, eða þá að ég hef nálgast hann. Margt af því sem ég heyri hann segja í seinni tíð finnst mér eitthvað sem hefur samhljóm hjá mér. Og flest af því er óralangt frá sjónarmiðum Steingríms J. og kommúnistanna.

Mér finnst Ólafur um margt vera orðinn markaðssinni og víðsýnn sem mér líkar þó ég hafi ekki kannski getað lifað sem slíkur vegna persónulegra aðstæðna. Menn fjötrast niður af ýmsum ástæðum og líklega eru sjálfskaparvítin verst í því sem öðru

En hefur ekki einmitt  Ólafur  risið yfir sínar fornu  takmarkanir?

Halldór Jónsson, 20.2.2011 kl. 20:56

4 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Verulega flott hjá Ólafi.

Virkilega flott!

Jón Ásgeir Bjarnason, 20.2.2011 kl. 21:40

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Góður pistill, Halldór ! Útsending RUV í gær var meiriháttar upplifun ! Sumir áttu í erfiðleikum með að dylja tilfinningar sínar sýndist mér ! Fréttatímar RUV kunna að verða spennandi næstu dægrin ?

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 21.2.2011 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband