Leita í fréttum mbl.is

Forundran

mín vex eftir því sem líftími ríkisstjórnar skötuhjúanna Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar lengist.

Það er eins og þau reikni aldrei með því að neitt fari öðruvísi en þau ráðgera. Margt kemur þeim svo í opna skjaldborg. Þau virðast forundrast það sem óvænt er. Þau virðast eins og þau hafi neitt Plan B uppi í erminni til að grípa til þegar Plan A bregst. Eiginlega merkilegt þegar svo sjóað fólk sem þau eru flugfreyjan og jarðfræðistúdentinn.

Forundrun mín minnkaði ekki þegar Jóhanna varpaði því fram að tilvalið væri að kjósa um stjórnlagaþingið í leiðinni. Manni gæti dottið í hug í framhaldi að kosninguna mætti nota sem eina allsherjar Capacent-könnun um öll hugsanleg mál sem þyrftu úrlausnar við á þjóðmálaplaninu?

Eru engin takmörk fyrir því hvað maður getur forundrast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Ég er líka hissa á því að árið 2011 á Íslandi þá skuli vera gerð skoðunarkönnunn um "fyrirmenni" sem þú treystir best og Davíð Oddsson fær yfir 34% atkvæða

Baldinn, 21.2.2011 kl. 13:41

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Baldinn, maður verður eiginlega steinhissa sérstaklega þar sem hann er þrisvar sinnum oftar nefndur en nokkur hinna.

Halldór Jónsson, 21.2.2011 kl. 13:51

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Strategie, tactic, respect, disipline, abstract thinking, er sumum  meðfædd: yfirstéttinni í ráðandi EU ríkjum til dæmis. Hér á Íslandi er úrkynjun eða þynning orðin það mikil að  maður verður vart var við persónuleika á Íslandi með þess gæði til þess að heyja efnahagskeppni eða stríð.

Þennan veikleika færa hinsvegar þau ríki sér í nyt sem ekki eru eins andlega fátækt á þessu sviði. Sá heldur sem veldur og koma öll svik um síðir.

Hér sér maður sér nokkrar risa frumvinnslur,  farandlýð sem fer með launin heim  og nokkra EU auðjöfra sem gætu grobbað sig af því að eiga nokkra friðaða firði hér og laxveiðár.

EU er að bregðast við mikill olíuhækkun næst 30 ár [vaxandi kreppu og ótryggari skilum langtíma veðbréfa] með klæða allar hraðbrautir álfunnar með vindmillum, myrkva íbúðir vinnuaflsins, og skipta um siðferði og neyslumynstur. Kjöt í heilu og lífvænt fæði verður svo selt í búðum sem kosta meira en vinnuaflið  [skuldaþrælarnir] geta veitt sér daglega.  Þetta er stöðuleiki í samræmi við menningararfleið á meginlandi forfeðra minna.  Þjóðin og vinnuaflið.

Hér láta menn sig dreyma um fornar hetju dáðir forfeðranna og sigla svo að feigðarósi. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Stundum gerist það eins og Ísland er lifandi dæmi um.

Íslendingar er metnir duglegri þrælar en Grikkir, samt held ég að Þjóðverjar þurfi að uppfæra hjá matið.  

Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 14:49

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sá heldur sem veldur og koma öll svik upp um síðir.

Júlíus Björnsson, 21.2.2011 kl. 14:49

5 Smámynd: Elle_

Já, skrýtið að þau bjuggust alls, alls ekki við einu lýðræðislegu og rökréttu niðurstöðunni, niðurstöðu forsetans.  Þau héldu sig hinsvegar geta stolið málinu frá þjóðinni og farið bara að semja upp á nýtt eins og ekkert væri.  

FORUNDRAN ÞEIRRA.

Elle_, 21.2.2011 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband