Leita í fréttum mbl.is

Taka af honum prófið!

er það sem fréttamönnum dettur fyrst í hug þegar ökumanni á Akureyri fatast aksturinn með því að stíga samtímis á bremsuna og bensínið.

Ég lenti í því sama sjálfur langt fyrir sjötugt og er varla kominn yfir sjokkið ennþá. Ég hætti nú ekki að keyra fyrir því. Sumar bíltegundir eru með ABS kerfi sem lætur bremsuna víkja fyrir vélaraflinu. Bremsupedalinn er alltof nálægt bensíngjöfinni og maður getur ekki stoppað bílinn meðan maður skilur ekki hvað er að gerast. Maður paníkkerar og maður þarf að lenda í þessu sálfur til að skilja hvað þetta er skelfilegt. Fólk hefur keyrt inní búðir, farið í sjóinn og drukknað og svo framvegis vegna þessa.

Að aka bíl er nauðsyn sem flestir geta leyst af hendi án þess að teljandi hætta stafi af fyrir aðra. Það stafar hinsvegar ófyrirséð hætta af mörgu misþroska fólki í umferðinni sem er ekki tæknilegs eðlis heldur sálarleg. Það er furðuleg ályktun fréttamanna að gegn þessu eigi bara að taka prófið af eldri ökumönnum.

Hvernig væri að skoða hvaða bíltegundir lenda í þessu oftar en aðrar? Áður en rokið er til að taka prófið af viðkomandi vegna aldurs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband