Leita í fréttum mbl.is

Breytum stjórnarskránni !

segir Stjórnlaga-Steingrímur. Nú þarf ekkert sérstakt stjórnlagaþing né Þorvald Gylfason  til þess að taka  þessi málskotsréttindi af Forsetanum, það geti Alþingi gert eitt og sér.   

Steingrímur gaf líka Hæstarétti forskrift um það hvernig  ætti að reikna vexti af ólögmætum gengislánum ef svo bæri undir. Ekki varð annað séð en að Hæstiréttur færi samviskusamlega eftir þessu. Þeirri i skoðun hefur þó verið haldið á lofti á vinstri vængnum að ekki sem íhaldið hefði skipað  flesta dómarana í Hæstarétti  og því væri ekki vitað hvort pólitískir ráðherrar í ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins gætu notast við úrskurði hans, til dæmis í umhverfismálum. 

Það er auðvitað engu ráði ráðið í þessu landi nema Steingrímur Jóhann komi til og hans menn sem sífelld áhöld eru þó um hversu margir séu. Allavega er Már í Seðlabankanum og gjaldeyrishöftin verða hér áfram  nema við samþykkjum að taka á okkur Icesave-skuldirnar. Þá er okkur sagt að við fáum meira alþjóðlegt lánstraust og lánshæfismat landsins lagist.  

Sumir velta því fyrir sér hvort "Steingrímskan" kunni að verða viðurkennd hagfræðikenning. En hún virðist vera sú að opinberir starfsmenn geti haldið uppi norrænu velferðarkerfi með auknum sköttum af hærri launum. 

 Væri það ekki  með ólíkindum ef íslenska þjóðin, sem á svo glæstan feril að baki allan sinn lýðveldistíma,  tapaði nú áttum í stjórnarskrárbreytingarumræðu og teldi sér trú um að þær væru það sem helst vantar til lausnar viðblasandi vanda í efnahagsmálum ?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband