Leita í fréttum mbl.is

Evran í 220?

fyrir ágústlok ef meiningin er að aflétta gjaldeyrishöftunum þá.  Aflandsmarkaðurinn er sagður vera með 250 kall þegar evran er skráð á 160 kall hjá Mávi. Ekki þarf mikinn spámann til að sjá hvað til þarf eigi þessi dæmi að ganga upp.

Ekki hef ég hugmynd um hversu margir versla á aflandsmarkaðnum þar sem evran kostar 250 kall eða svo. Þó finnst mér ólíklegt að alþjóðleg sjávarútvegsfyrirtæki séu að skila meiri gjaldeyri en þeir þurfa á 160 krónu gengi Seðlabankans ef hægt er að gera millilendingu á aflandsmarkaðnum. Svo er sagt að ýmsir útvaldir hafi getað komið sér upp arðbærum hringekjum með góðum árangri. En það kemur ekki á dagskrá fyrr en löngu síðar.

Svo tala menn um "kjarasamninga" hér innanlands. Valdar stéttir munu auðvitað geta tryggt sér evrulaun við þessar  aðstæður. Það verða því væntanlega tvær eða þrjár þjóðir í landinu um áramót þar sem ein hefur það fínt, önnur stelur frá þeirri fyrstu og hefur það líka fínt og svo sú þriðja sem er varnarlaus, kölluð aldraðir og öryrkjar við hátíðleg tækifæri. Stóraukinn útflutningur vinnufærs fólks mun verða til þess að forsætisráðherrann geti státað af minnkandi atvinnuleysi í áramótaávarpi sínu. Og Forsetinn muni mæla hlý orð til þjóðarsinnar frá Bessastöðum og biðja hana að örvænta ekki og svo framvegis. 

Hvert verður ástandið í þjóðfélaginu þar sem allt verð lífsnauðsynja hefur hækkað um helming við núverandi tekjustig? Skyldi vöruskiptajöfnuðurinn ekki ná nýjum hæðum? Nægur gjaldeyrisforði við minni eftirspurn? Aukin áhersla ráðamanna á þróunaraðstoð? Aukinn straumur flóttamanna til landsins? Hvaða áhrif mun  gjaldeyrisfrelsi hafa við þær aðstæður? Nýir tímar virðast vera lengra úti en margir sjá.

Var það ekki Napóleon Bonaparte sem reið á hesti sínum inn í franska þinghúsið og barði þingmennina út með flötu sverði sínu þegar þeir höfðu sýnt sig ónýta til allra verka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband