Leita í fréttum mbl.is

Hræðsluáróður Icesave

dynur á okkur dag og nátt. Ef við ekki skrifum undir förum við sjálfkrafa dómstólaleiðina segja Baugstíðindi. Ekkert annað er í boði. Engir frekari samningar.

En hvaða dómstólar ?

Okkur er sagt að dómur EFTA-eða Evrópudómstólanna muni ekki verða aðfararhæfir hérlendis. Eina dómstólaleiðin sem getur skilað aðfararhæfum árangri  fyrir Breta og Hollendinga er íslenskur dómur eins og Héraðsdómur Reykjavíkjur á Lækjartorgi og svo Hæstiréttur. Erum við sannfærðir um að tapa þar? Trúum við ekki á okkar málstað ?

Eða geta Bretar hugsanlega stefnt okkur fyrir breskan dómstól eins og Jón Ólafsson gerði við Hannes Hólmstein?  Gert síðan lögtak í sendiráðinu eða öðrum eignum ríkisisns íslenska á Bretlandi? Gefið út handtökuskipanir á íslenska menn eða tekið togara ? Sett löndunarbann? Gert innrás í Landhelgina og kvótann ? 

Víða njótum við Íslendingar vaxandi samúðar í Icesave málinu. Fólk er farið að skilja um hvað málið snýst.  En hvað með okkar skaða? Singer og Friedlander  og Heritable bankana sem Bretar eyðilögðu fyrir okkur? Allt tjónið sem við urðum fyrir vegna hryðjuverkalaga Gordons Brown? Eigum við ekki að stefna honum fyrir einhvern Landsdóm eins og Geir Haarde?

 Eru Íslendingar bara þolendur í málinu? Gerði enginn okkur neitt ? Trúum við hræðsluáróðri Evrópusinnanna ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það segir kannski meira en 1000 orð um baráttuvilja stjórnvalda, að fyrir ekki svo löngu sat Jóhanna fund með Cameron, forsætisráðherra Breta og forsætisráðherrum Norður og Eystrasaltsríkjana.  Helstu tíðindi um framgöngu Jóhönnu á fundinum voru þau að hún kynnti fyrir nær og fjærstöddum, okkar ,,frábæru" fæðingarorlofslöggjöf.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.2.2011 kl. 20:54

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lánshæfi miðast alfarið við örugga greiðslugetu reiðufjár. Það er hér útstreymis frá Íslandi sem heild á skammtíma forsendum: frá mati til næsta mats.

Ég er sammála Steingrími að skerðing lífskjara á Íslandi tryggir útstreymi í augnablikinu.

Hinsvegar þegar ég rak fyrirtæki var það innstreymi reiðufjár sem átti hug minn allan til m.a. að geta ráðið til mín hæfasta starfskraftinn, keypt betri vélar og hráefni, færri starfsmenn, meiri afköst.

Moody's leggur ekkert mat á auknar útflutnings tekjur.  Enda er þetta  overseas service.

Leshæfi getur auðveldað skilning og skapað öryggistilfinningu.

Júlíus Björnsson, 23.2.2011 kl. 21:11

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góðar spurningar og tímabærar. Ótrúlegt að ekkert skuli gert með þessa hlið málsins

Friðrik Hansen Guðmundsson, 23.2.2011 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband