Leita í fréttum mbl.is

Sláum þetta stjórnlagaþing af

það liggur á öðru meira en að fikta í einhverri stjórnarskrá. Nei !,   ekki af því endilega að ég féll í kosningunni heldur af því að það er Alþingi sem samþykkir eða fellir allar tillögur um lýðræði í landinu. Það er sama hvaða speki Þorvaldur Gylfason kemur með, það er þingið sem ræður.  Það vill ekki lýðræði í kjördæmaskipun af því að landsbyggparfantarnir láta ekki völd sem þeir hafa ranglega. Hvaða valdafauti gerir það svo sem?  Sýnist einhverjum hann  Kaddafí  vera samningsfús og lýðræðisfullur?  Kvótakallarnir okkar vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hvað sem stendur  í stjórnarskrá um einhverja þjóðareign á margveðsettum fiskinum í sjónum. 

Einbeitum okkur að Icesave, orkunni  og atvinnumálunum og afnámi gjaldeyrishaftanna. Fyrr verðum við ekki frjáls aftur.  Það er alltaf hægt að búa til einhhverja stjórnarskrá ef hana vantar. Ólafur Forseti passar að þingið rústi ekki þjóðinni ef allt um þrýtur. Til þess dugar sú gamla alveg.  Reynum að hafa kosningar sem fyrst og reynum að fá eitthvað skárra lið en þetta endemis dót sem nú situr sem fastast.  

Vilji er allt sem þarf sagði Gunnar Thoroddsen. Honum tókst ekki að klára stjórnarskrármálið á heilli ævi. Ómari og Þorvaldi tekst það ekki á tveimur mánuðum. Sláum þetta stjórnlagaþingi af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband