Leita í fréttum mbl.is

Það örlar á viti

í þingflokki Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir nýjustu útspilin í Icesave málinu.

Svc segir í fréttum:

"Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um að fela ríkisstjórninni að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um breytingar á aðalskipulagi borgarinnar með það að markmiði að miðstöð fyrir innanlandsflug verði til frambúðar á Reykjavíkurflugvelli..."

Ég hef verið með skoðanakönnun hér á síðunni nokkuð lengi. Um 80 % af nærri 4000 aðspurðum hefur lýst fylgi við að Reykjavíkurflugvöllur verði á sínum stað.

það er stórkostlegt fyrir mig og upplifun að verða vitni að því að það örli núna á einhverju viti þarna niður á Alþingi. Þetta er eins og þjófur úr heiðskíru lofti fyrir mann svo maður bara ræður sér ekki fyrir fögnuði.

En sjálfsagt verður ekkert úr þessu frekar en öðru sem þar fer fram. Þetta líf á Íslandi er orðið eitthvað svo vonlaust og ömurlegt allt saman. Fá ekki þessa stjórnarskrá úr hendi Þorvaldar Gylfasonar sem okkur svo sárvantar. En hann er víst nýbúinn að finna sér annan vettvang. Hann er búinn að finna það út af sinni hagfræðiþekkingu að það sé nauðsynlegt fyrir lýðræðið í Arabaheiminum að hækka skatta á bensíni í Bandaríkjunum og Kína. Hann verður sjálfsagt bundinn við þessi nauðsynlegu alþjóðastörf í einhvern tíma, sem gæti þá komið niður á lesendum Fréttablaðsins eða jafnvel fleiru hugsandi fólki. Hvar værum við ef við hefðum ekki þessa krata alla saman?

Ja, það örlar sumstaðar á viti í veröldinni þrátt fyrir allt. Lifi Sjálfstæðisflokkurinn, - nema þeir í Borgarstjórninni sem vilja loka flugvellinum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Vandlifað, Halldór minn, vandlifað í vondri veröld. En flugvöllurinn verður á sínum stað, þegar við verðum báðir komnir á okkar stað. Hvort velur þú að sjá hann að neðan eða ofan?

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 23:07

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Jæja Björn minn, þér er ekki alls varnað hvað flugvit varðar.Ég hef nú hugsað mér að stígu til loft upp um skorsteininn á líkbrennslunni í Fossvogi og hafa það sem mitt hinsta flugtak frá mínum kæra heimavelli.

En það er duftið sem þar stígur upp. Hann Árni vinur minn guðsmaður segir að hann sé búinn að þaulkanna það fjallgreimmt að allir Sjálfstæðismenn fari lóðbeint til helvítis

Halldór Jónsson, 4.3.2011 kl. 00:55

3 Smámynd: Björn Birgisson

Flottur karl ert þú, Halldór minn, en má ég efast um hann Árna vin þinn? Vitaskuld ekki.

Afi minn, Finnur jónsson, fyrrum dómsmálaráðherra, hafði forgöngu um ofnana sem þú nefnir. Við skulum hittast þar og kveðjast þar.

Flottur karl ertu!

Njóttu lífsins minn kæri, það gerir það enginn fyrir þig!

Með bestu kveðjum, Bjössi

Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 01:36

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú legg ég hönd á helga bók

og henni á eldinn fleygi

Drottinn gaf og Drottinn tók

en Djöfullinn segir HOLY SMOKE!

-ég hljóður stend og þegi.

Allt endar sem reykur og vindblær í elífðinni Bjössi minn

Halldór Jónsson, 4.3.2011 kl. 03:59

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Heillakarlar.

Allt gott fer til himna.

Um það þarf ekki að efast þó menn deili um margt annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2011 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband