Leita í fréttum mbl.is

Heyrði ég rétt?

Aríon Banki er einkafyrirtæki sagði einhver úr ríkisstjórninni? Og ég held Íslandsbanki bara líka? Þessvegna kemur engum við hvað bankastjórarnir hafa í laun.

Auðvitað er ekki hægt að fá að vita hverjir eiga Arion banka. Auðvitað kemur engum við hver á Íslandsbanka? Þó að ríkið eigi félögin sem eru skrifuð fyrir hlutaféinu. Hvað þá Landsbankann? Sparisjóð Keflavíkur verður að reka áfram til að halda sparisjóðahugsjóninni á lífi segir Steingrímur. Gott ef ekki BYR líka?

Það er lauðvitað eyndarmál hvenær Steingrímur J. skrifaði afsal á eignarhlut ríkisins í þessum bönkum. það er leyndarmál hverjir voru kaupendurnir. Það er leyndarmál hverjir réðu bankastjórnina. Það kemur almenningi ekkert við þó einhverjir hafi hærra kaup en þessi forsætisráðhera okkar. það er alltaf hægt að jafna það með sanngjörnum 70 % tekjuskatti að hætti frjálslynda hagfræðingsins Lilju Mósesdóttur.

Svo halda menn að það sé hægt að stjórna einhverju í þessu landi.

Heyrði ég kannski ekki rétt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Það hefur alltaf verið ljóst hverjir eigi þessa svokölluðu einkabanka. Það eru auðvitað kröfuhafarnir. Hverjir þeir eru er afturámóti leyndó.

Auðvitað eru það kröfuhafarnir sem réðu sína menn til að stjórna bönkunum. Steingrímur hafði bara smá með það að gera, að öðru leyti veit hann ekkert um kjör þessarra bankamanna, enda segir hann að það komi sér ekki við.

Ragnar L Benediktsson, 8.3.2011 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband