Leita í fréttum mbl.is

Er fólkið frosið?

Skilur enginn að það hefur lagst járntjald utan um Ísland? Við erum orðin eina kommúnistaríkið á Norðurhveli Jarðar? Það næsta er Kúba.

Svo segir Villi Egils hjá Samtökum atvinnulífsins:

" Við sjáum enga framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað. Það er eitt af lykilatriðum til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkaður tengist útlöndum á eðlilegan hátt."

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir erlendar lánastofnanir ekki vantreysta íslenskum fyrirtækjum heldur því umhverfi sem þau búi við. „Þar vísa ég til tilviljunarkenndrar og oft órökréttrar lagasetningar, versnandi skattaumhverfis, gjaldeyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum," segir Finnur.

Forstjóri Össurar, Jón Sigurðsson, segir íslensk fyrirtæki vera „í efnahagslegu stofufangelsi".

Er öllum almenningi sama? Sér enginn samhengið? Ef fólkið er svona frosið í vonleysinu, að því er alveg sama, þá er tilgangslaust að skrifa blogg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Halldór minn, það er ekki tilgangslaust að skrifa blogg, að minnsta kosti ekki eins og þú skrifar. Þú ert góður og markverður penni.

Það er ekkert járntjald hér. Hvað gerist ef gjaldeyrishöftunum verður aflétt? Hvernig fer þá fyrir krónunni? Viltu kaupa evru á 280 kall? Vitaskuld ekki. Þú kaupir bara dollara!

Járntjald. Hvernig var tjaldað hér í vitleysunni á "góðæristímanum"? Hvað viltu kalla þær tjaldbúðir? Silkitjöldin?

Mér finnst allt of margir hafa kosið að gleyma því sem gerðist hér haustið 2008 og kosið að tjá sig eins og ekkert hafi gerst og allir vegir séu færir. Að viljinn sé allt sem þarf. Svo er ekki.

Ert þú einn þeirra? 

Björn Birgisson, 14.3.2011 kl. 22:09

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn góður

Já ég er einn þeirra sem vilja hverfa aftur til 2007. Þá lék allt í lyndi.Við hefðum getað reddað miklu fram til 2009 ef við hefðum haft vitið með okkur. Hugsaðu þér ef við hefðum Davið núna ungan og ferskan. Þá gætum við eitthvað.

En Guð hjálpi okkur með þessa lúða núna, ekki bara Jóku og Steingím heldur allt þetta ræflalið á þinginu. Þar þarf að stinga út mikinn flór áður en þessi þjóð á aftur lífsvon.

Nú búum við bak við járntjaldið. Dollarinn rýkur auðvitað upp með evrunni. En kerfið er að hreinsa sig þá og eftir augnabliks skelfingu jafnar þetta sig. það aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa nefnilega ekert meira á bak við evruna né dollarann en krónuna. Það er bara spurningin hversu margar hitaeiningar þessar myntir kaupa.

Með okkar mynt getum við skákað hverjum sem er. En aðeins ef vð bærumst eki sífellt á banaspjjót innbyrðis. Við gætum gert evruna jafngilda krónunni ef við hefðum þolinmæði. En hún er þrotin hjá öllumverkalýðsforkólfum og við viljum tvöfölduna taxtanna g rú legaleha tvöfalda

Halldór Jónsson, 15.3.2011 kl. 02:54

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta fór allt í klessu hjá mér því ég sofnaði yfir tölvunni og hendurnar láku á takkana. Ég kann ekki að laga athugasemdir öðruvísi en að taka alla færsluna út. Einhver sem kann?. Ég held að ég hætti í kvöld hér á Flórídu, Sorrý Stína yfir þessu flippi.

Halldór Jónsson, 15.3.2011 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband