Leita í fréttum mbl.is

"Þegar Geir forðaði þjóðargjaldþroti"

Hallur Hallsson skrifar ágæta grein í Mbl. í dag, þar sem hann fer yfir Icesave málið. Hann segir m.a.:

"...En það er fleira sem vert er að nefna í þessu samhengi. Nú er upplýst að Geir Haarde neitaði að skrifa undir yfirlýsingu um að íslensk stjórnvöld ábyrgðust skuldir íslenskra banka við útlenda banka.

Geir Haarde neitaði að breyta bankakreppu í skuldakreppu þjóðar. Slíkt plagg mun hafa verið lagt fyrir ráðherrann. Það er kaldhæðni örlaganna að maðurinn sem skrifaði undir þjóðhættulegan Icesave-samning skuli standa að landráðaákæru á hendur manninum sem forðaði þjóð sinni frá þjóðargjaldþroti..."

Enn fremur kemur fram að Árni Mathiesen tók það fram í samtali við Darling að Íslendingar myndu aðeins ábyrgðjast innistæður á Íslandi.

Skömm Steingríms J. Sigfússonar og þeirra sem nú draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm er yfirþyrmandi.

Það var Geir en ekki ákærendurnir sem forðaði Íslandi frá þjóðargjaldþroti.

Segjum NEI við Icesave 9.aríl n.k.!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband