Leita í fréttum mbl.is

Vel mælt um vandann

af Sveini Eldon á Evrópuvaktinni:

..."Lánshæfi ríkis ræðst af greiðslugetu þess, aðgengi að erlendum gjaldeyri, ef lánið er tekið í erlendri mynt og af efnahagsútlitinu í landinu sjálfu og í heiminum almennt. Öll þessi atriði endurspeglast einnig í gengi gjaldmiðla. Verði Icesave 3 samþykkt aukast skuldir íslenska ríkisins enn frekar og endur- og vaxtagreiðslur kalla á aukið útstreymi erlends gjaldeyris. Þetta lækkar gengi íslensku krónunnar, sem mun auka verðbólgu, lækkar gengi krónunnar enn frekar. Þessi vítahringur spillit síðan enn frekar efnahagsástandi og efnahagshorfum þjóðarinnar. Lánshæfi íslenska ríkisins og íslenskra fyrirtækja minnkar, sem gerir það bæði dýrara og erfiðara fyrir Íslendinga að fá lán erlendis. Við þetta má síðan bæta að líklegt er að gengi sterlingspundsins hækki þegar efnahagslífið í Bretlandi réttir úr kútnum. Sú hækkun, ef af henni verður, hækkar Icesave-skuldina og endurgreiðslur þess í íslenskum krónum. Um gengi ervunnar er erfitt að spá, vart hækkar það að ráði, kynni hins vegar að lækka en þó ekki verulega.

Ef þjóðin staðfestir lögin um Icesave 3, dökkna efnahagshorfur á Íslandi. Með samþykkt minnka einnig vonir um endurnýjun á núverandi bankakerfi heimsins. Kerfið var hannað eftir síðustu heimsstyrjöld og er ekki lengur vandanum vaxið. Atburðir haustsins 2008 sýndu það glögglega og erfiðleikar bankanna á Írlandi, Spáni og Portúgal sýndu það aftur 2010.

Margir bankamenn binda vonir við að Íslendingar hafni kröfum Breta og Hollendinga því það muni gera enn frekar ljóst að þörf sé á að endurnýja bankakerfið. Ekki er lengur hægt að ætlast til þess að skattgreiðendur beri kostnað af gjaldþroti banka fremur en annara fyrirtækja. Við Íslendingar berum því ekki einungis ábyrgð því hvort efnahagslífið í landinu rís upp úr þeim öldudal líðandi stundar, heldur höfum við einstætt tækifæri til að verða umheiminum að liði. Ef við neitum að staðfesta Icesave 3 höfum við heillavænleg áhrif á þróun bankamála alls heimsins. Sjaldan hefur jafnmikil ábyrgð hvílt á öxlum jafn fárra."

Vandi okkar vex við að samþykkja Icesave lll. Skuldirnar vaxa,gengið fellur. Allt hnígur að sama brunni. Það er óskynsamlegt að láta beygja sig til að borga skuldir sem Íslendingar eru sammála um að þeir eigi ekki að borga. Lárus Blöndal og margir aðrir hafa skilgreint þær staðreyndir með gildum rökum.

Á númeraplötu bíls frá New-Hampshire hér fyrir utan gluggann minn stóð þetta í rammanum:

"LIVE FREE OR DIE"(Lifðu frjáls eða ekki)

Þetta er grunnhugsun í bandaríska arfinum. Um frelsið semur maður ekki og leggur líf sitt við. Það hafa Bandaríkjamenn sýnt oftar en einu sinni að þetta er þeim ekki innantómt hjal heldur innrætt sannfæring.

Gef mér frelsið eða dauðann sagði Patrick Henry 23.mars 1775 í Richmond Virginiu. *

Svo má mæla vel um vandann.

*
Þannig fórust Patrick Henry orð á þinginu samkvæmt samtíma heimildum:

"It is in vain, sir, to extenuate the matter. Gentlemen may cry, Peace, Peace — but there is no peace. The war is actually begun! The next gale that sweeps from the north will bring to our ears the clash of resounding arms! Our brethren are already in the field! Why stand we here idle? What is it that gentlemen wish? What would they have? Is life so dear, or peace so sweet, as to be purchased at the price of chains and slavery? Forbid it, Almighty God! I know not what course others may take; but as for me, give me liberty or give me death!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Icesave getur liðkað fyrir lána aukningu til ríkisins í nokkra daga af þá vegna áhrifa ríkistjórna UK og Hollands.

Hinsvegar minnki skuldavelta ríkisjóðs og Fjármálgeirans  þá vex greiðslu velta almennings og vsk. eða þjóðartekju framleiðslu fyrirtækja.  Íslendingar sem framleiða verðmæti sem útlendinga fýsir í geta  alltaf komið þeim í verð og oftar en ekki er það erlendi banki kaupenda sem getur greitt fyrir sem milliliður.

Júlíus Björnsson, 27.3.2011 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband