Leita í fréttum mbl.is

Á langafi að leggja á hana Icesave-skuldir?

 Þetta er langafabarnið mitt nýja. Á ég að samþykkja skuld á þetta saklausa barn sem ekkert átti í Landsbankanum?

189465_1717823263816_1185285518_31535405_4689404_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ekki frekar en langafar þínir Halldór. Það sem viljum ekki að aðrir geri okkur, skulum við ekki gera öðrum. 

Júlíus Björnsson, 27.3.2011 kl. 15:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Kærleiksblómin spretta!!

Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2011 kl. 16:07

3 identicon

Mér sýnist að það verði raunin enda  hefur ríkissjónvarpið verið með stanslausan  áróður með  því að við borgum Icesave.

Við skulum vona að þeim verði ekki kápan úr klæðunum og landinn taki á sig rögg og segi nei á kjördag. 

Ekki vil ég barnabörnunum mínum, frekar en þínum  það hlutskipti, þegar þau fara út   í atvinnulífið að stór hluti tekna þeirra verði tekin  til að borga fyrir þá sem stofnuðu til Icesave á meðan þessi sömu skítseiði sitja  á bar á Tortóla, spreðandi miljónunum sem þeir komu undan í leikaraskap á lystisnekkjum, reykjandi kúbanska handgerða vindla og sötrandi á því dýrasta koníaki sem peningar geta keypt.

Til hamingju með nýja langafabarnið.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 16:29

4 Smámynd: Svavar Bjarnason

Ég vil byrja á því að óska þér til hamingju með þitt fallega langafabarn.

En það er þegar búið að setja miklar klafir á þetta barn.

Til dæmis hundruð milljarða króna peningaþrot seðlabankans, algerlega misheppnuð einkavinavæðing gulldrengja Sjalla og Frammara. Já, ALLIR komu þeir úr þeim röðum, meira að segja Baugsfeðgar, sem voru báðir flokksbundnir sjallar og tóku þátt í flokksstarfi Sjalla á Seltjarnanesi. Allt þetta mun koma niður á afkomendum okkar næstu áratugina.

Íslensk stjórnvöld spiluðu strax rassinn úr buxunum í okt. 2008, enda voru þau að spila hraðskák í panik og það fer aldrei vel.

Auðvitað er ekki gott að bæta Icesave ofan á allt þetta. Við vitum líka að við erum beitt þrýstingi af miklu öflugri þjóðum.

En þessi togstreyta er þegar búin að kosta okkur gífurlega mikið.

Þegar útrásarvíkingarnir voru á fullu, héldum við að þeir væru fjármálasnillingar, en síðar kom í ljós að þeir vor ekkert nema fjármálaglæpamenn. Þannig stöndum við íslendingar með allt niður um okkur og jafnvel aðhlátur umheimsins.

Reynum frekar að halda haus og semja frið við umheiminn, jafnvel þó okkur finnist  það óréttlátt. Sannaðu til; við munum fá aukna virðingu. Flestir forráðamenn stórfyrirtækja okkar, t.d. Marel, Aktavis, Össur, Landsvirkjun o.fl. auk fjölda annara fsmærri fyrirtækja sem standa í miklum erlendum viðskiptum, segja að við eigum að samþykkja samninginn um Icesae.

Hví skildu þeir gera það? Hugsaðu málið.

Þetta mál snýst ekki um réttlæti, heldur raunsæi og skynsemi.

Svavar Bjarnason, 27.3.2011 kl. 16:48

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Sæll Halldór Ég lít á icesave sem aðgöngumiða í ESB eins er þessi flýtir á nýrri stjórnarskrá hún verður að vera rétt fyrir ingönguna. Það verður að koma í gang þjóðarsvakningu í anda ungmannafélags íslands á árum áður þegar unnið var að lýðveldisstofnunni.

tók það ekki íslenska þjóð 5-600 ár að losna undann konungsveldi fyrst Noregs og síðan Danakonungs Látum ekki leyða það yfir langafabörninn okkar.

Með baráttu kveðjum

Sigurður Jónsson, 27.3.2011 kl. 17:01

6 Smámynd: Elle_

Getur Svavar Bjarnason hætt blekkingartalinu um að við ættum að borga kúgunina ICESAVE??  Viltu ekki fara að borga viðurstyggðina sjálfur og vittu hvort þú færð ekki VIRÐINGU HEIMSINS sem þú segir okkur munu fá fyrir að sættast eins og aumingjar á kúgun. 

VIÐ SEGJUM NEI. 

Elle_, 27.3.2011 kl. 18:17

7 Smámynd: Svavar Bjarnason

Kæra Elle.

Ég hef reynt að færa rök fyrir mínu máli.

Ég sá engin rök í þessari færslu þinni.

Svavar Bjarnason, 27.3.2011 kl. 18:22

8 Smámynd: Elle_

Nei, Svavar, óþarfi að færa endalaust sömu rökin fyrir sömu menn gegn máli sem vitað er að er ekkert nema kúgun og við engan veginn ábyrg fyrir.  Fjöldi lögmanna hefur fært rök gegn ICESAVE.  Hluti af rökum nokkurra hæstaréttarlögmanna:
-----------------------

Af hverju hafa engir ráðamenn í landinu barist fyrirvaralaust fyrir hagsmunum Íslendinga af því að þurfa ekki að borga Icesavekröfurnar? Þeir hafa tekið þátt í samningamakki við Breta og Hollendinga um kjörin á greiðslunni.

Af hverju hefur enginn þeirra einfaldlega sagt við þessar þjóðir: Við teljum okkur ekki eiga að borga og munum því ekki gera það, nema dómstóll, sem lögsögu hefur í málinu, hafi dæmt okkur til þess? Þess vegna er tilgangslaust að ræða skilmála.

En þjóðin á ekki að láta bugast þó að afstaða ráðamanna sé óskiljanleg.

Fellum Icesavelögin.

Helgan rétt á að taka af okkur

Frammistaða íslenskra ráðamanna í Icesavemálinu hefur verið bágborin svo ekki sé meira sagt. Í raun var það aðeins einfaldur réttur Íslendinga sem þeim bar frá upphafi að tryggja: Rétturinn til hlutlausrar málsmeðferðar fyrir dómi um hvort lagaleg skylda hvíldi á okkur til að greiða Icesavekröfurnar.

Þetta er helgur réttur sem allir eiga að njóta í vestrænum réttarríkjum og er varinn í stjórnarskrám þeirra flestra.

Það var skylda ráðamanna þjóðarinnar að tryggja okkur hann. Þeir hafa ekki sinnt þeirri skyldu. Þvert á móti vilja þeir að við tökum á okkur skuldbindinguna án þess að hafa fengið að njóta þessa réttar.

Fellum Icesavelögin.

Brynjar Níelsson hrl.
Björgvin Þorsteinsson hrl.
Haukur Örn Birgisson hrl.
Jón Jónsson hrl.
Reimar Pétursson hrl.
Tómas Jónsson hrl.
Þorsteinn Einarsson hrl.

http://www.visir.is/afstada-radamanna-og-helgur-rettur-okkar/article/2011110318962

Var alþingismönnum heimilt að samþykkja Icesave-lögin? Í stjórnarskránni er kveðið á um að ekki megi taka lán sem skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild. Hér er ekki verið að taka lán. Þegar lán er tekið fá menn peninga og afhenda skuldabréf. Hér er verið að láta þjóðina ábyrgjast skuldir, sem einkaaðili stofnaði til, löngu eftir að til hennar hafði verið stofnað.

Þegar stjórnarskráin var sett hefur líklega engum dottið í hug að alþingismenn myndu einhvern tímann ætla að láta almenning taka á sig slíkar ábyrgðir. Ef einhverjum hefði þá hugkvæmst þessi möguleiki hefði slíkt ráðslag áreiðanlega verið bannað í stjórnarskránni.

Hvað sem menn segja um lögmæti þess að setja Icesavelögin er enginn vafi á að setning þeirra er siðferðilega ámælisverð. Forðum þingmönnum frá þessari smán.

Fellum Icesavelögin.

Brynjar Níelsson hrl.
Björgvin Þorsteinsson hrl.
Haukur Örn Birgisson hrl.
Jón Jónsson hrl.
Reimar Pétursson hrl.
Tómas Jónsson hrl.
Þorsteinn Einarsson hrl.

http://visir.is/er-heimilt-ad-setja-icesavelogin-/article/2011110329870

Í nýju samningunum við Breta og Hollendinga mun vera kveðið á um að flytja varnarþing deilunnar við þessar þjóðir frá Íslandi og til þeirra! Það er ótrúlegt að samningamenn Íslendinga skuli semja um þetta.

Hvers vegna er það gert? Er það vegna þess að kröfuþjóðirnar treysta ekki íslenskum dómstólum? Hvernig dettur íslenskum samningamönnum í hug að fallast á slík sjónarmið? Voru þeir fulltrúar fullvalda ríkis við samningsgerðina eða hvað?

Svo er íslenska þjóðin beðin um að samþykkja þessa niðurlægingu við þjóðaratkvæðagreiðsluna!

Fellum Icesavelögin.

Brynjar Níelsson hrl.
Björgvin Þorsteinsson hrl.
Haukur Örn Birgisson hrl.
Jón Jónsson hrl.
Reimar Pétursson hrl.
Sveinn Snorrason hrl.
Tómas Jónsson hrl.
Þorsteinn Einarsson hrl.

http://www.visir.is/article/20110324/SKODANIR03/110329552
 

Elle_, 27.3.2011 kl. 19:00

9 Smámynd: Svavar Bjarnason

Fjöldi löglærðra manna hefur fært rök fyrir að segja jA.

Ég nenni ekki að standa í einhverri Copy/paste færslum til að útskýra mitt mál.

Þessi copy/past færsla er ansi ómerkileg.

Svavar Bjarnason, 27.3.2011 kl. 19:04

10 Smámynd: Elle_

VIÐ SEGJUM NEI VIÐ KÚGUN.

Elle_, 27.3.2011 kl. 19:07

11 Smámynd: Svavar Bjarnason

Já Elle, þú ert svo hrikalega málefnaleg, að ég hýt að lúffa!   

Svavar Bjarnason, 27.3.2011 kl. 19:13

12 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Auðvitað viljum við ekki að langafabörnin okkar borgi þessar skuldir, því segi ég já, í von um að icesave verði úr söguni þegar þau komast til vits og ára.

Hjörtur Herbertsson, 27.3.2011 kl. 22:08

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvenær hefur það leitt til farsældar að skrifa undir óútfylltan tékka?  'eg mun segja nei við Icesave ég vil ekki ríkisábyrgð á skuldir fjárglæframanna, meðan þeir ganga frjálsir og með jáinu verða lausir mála, hve miklir kjánar getur fólk eiginlega orðið?  Og ég sem hélt að íslendingar væru sæmilega upplýst þjóð, sem kynni að lesa og skoða málin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 22:19

14 Smámynd: Aðalsteinn Tryggvason

" samkv. 94.gr er fjallar um ábyrgð kemur skýrt fram að ábyrgðin er alfarið gestaríkisins, ef tryggingarsjóður dugir ekki fellur restin á gestaríkið. ,, Er þetta nokkuð óljst

Aðalsteinn Tryggvason, 27.3.2011 kl. 22:28

15 Smámynd: Svavar Bjarnason

 Spurning til Ásthildar:

Ert þú tilbúin að borga meira af Iceave, ef  úrslit málaferla verða okkur óhagstæð?

Hefur þú kynnt þér sögu Icesave frá okt. 2008?

Telur þú að réttur okkar sé það mikill að við vinnum í því máli?

Ég er ekki sjálfur viss í þessum málum en ég vil ekki taka þessa áhættu, sem þú vilt taka.

Ef þetta væri lögfræðilega 100 % mál, þá væri þetta ekkert mál.

Eigum við að spila lotterí?

Svavar Bjarnason, 27.3.2011 kl. 23:15

16 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Lífið er lotterí Savar, en það lotterí sem vitsmunaverur spila er lotterí sem ég tek þátt í og þessvegna segi ég NEI við ICESAVE.

Það að samþykkja óútfylltann tékka er ekki ábyrgt gagnvart þeim sem koma til með að þurfa að borga hann. Það er líka svo að ef Bretar og Hollendingar vilja fara í mál þá væru þeir búnir að því fyrir löngu.

Af hverju eru þeir ekki nú þegar búnir að fara í mál??? Þeir hafa einhvern grun um að þeir muni tapa málinu og það eitt og sér er ekki þess virði að fara í mál fyrir...

Ég mun segja NEI í atkvæðagreiðslunni um ICESAVE en ég lít á þessa atkvæðagreiðslu sem endurtekningu af fyrri atkvæðagreiðslu sem ég kaus NEI við líka.

Ef það koma fleirri atkvæðagreiðslur um ICESAVE þá mun ég halda áfram að segja NEI vegna þess að þetta er allt sama málið og ég er viss um að þar verða alltaf á ferðinni óútfylltir tékkar sem eru jafnóábyrgir og þeir fyrri sem komið hafa fram.

Með kveðju og von um fellda ICESAVE samninga

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 27.3.2011 kl. 23:35

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er tilbúin til að taka á áhættu, ég er alveg viss um að okkur er betur borgið með því að hafna ríkisábyrgð á ólögvarðar kröfur einstaklinga, heldur en að leggja nafnið mitt við ríkisábyrgð. Ég var svo mikill kjáni að skrifa upp á svona ábyrgð fyrir ættingja minn og sit núna í súpunni, mörgum sinnu verið reynt að svipta mig sjálfræði og húsinu mínu.  Þess vegna segi ég, miklu frekar vil ég falla með sæmd en að undirrita óútfylltan víxil á börnin mín og ókomna ættingja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 23:37

18 Smámynd: Svavar Bjarnason

Að falla með sæmd hljómar fallega. En allur sá tími sem fer í þennan biðtíma í málaferlum mun kosta okkur meira heldur en allt það frost sem  allt okkar atvinnulíf er í núna

Svavar Bjarnason, 27.3.2011 kl. 23:56

19 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Icesave III: "Grein 10.9 Lög sem gilda. SAMNINGUR ÞESSI OG MÁL, KRÖFUR EÐA

ÁGREININGUR SEM RÍS VEGNA HANS EÐA Í TENGSLUM VIÐ HANN, HVORT HELDUR ER

INNAN EÐA UTAN SAMNINGA (e. CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL), SKULU LÚTA

ENSKUM LÖGUM OG TÚLKAST SKV. ÞEIM."

Ég vil hvetja Svavar Bjarnason til þess að kynna sér hvað það þýðir að setja x við já - ið.

Þegar þú hafnar Icesave - lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu, Halldór; eru minni líkur á því að þetta fallega barnabarn þitt upplifi greiðslufall Íslenska ríkisins á fermingardaginn.

Með kveðju

HH

Halldóra Hjaltadóttir, 28.3.2011 kl. 00:02

20 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Málaferlin klárast á nokkrum árum - samningurinn er til næstu 35 ára, Svavar. Það verða ekki málaferlin sem valda erfiðleikum í efnahagslífinu, heldur léleg landsstjórn í bland við ofur skuldsett þjóðarbú. Þeir sem vilja ljúka Icesave - málinu af sem fyrst, hljóta því að hafna samningnum. Að hætti siðaðra þjóða verða málin leyst fyrir dómstólum.

Halldóra Hjaltadóttir, 28.3.2011 kl. 00:06

21 Smámynd: Svavar Bjarnason

Þjóðrembngur er aldrei góður til að koma sínum málum fram.

Ég mæli með því að að við greiðum með  Já.

Svavar Bjarnason, 28.3.2011 kl. 00:33

22 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Einmitt Svafar það er satt að þjóðrembingur sé aldrey góður, en mér þykir minn þjóðrembingur góður þegar hinn hluti þjóðarinnar fer í að vernda þjóðrembing Breta og Hollendinga en ekki okkar hinnar Íslensku þjóðar. Það að vera fylgjandi stefnu erlendra auðvaldssinna er að því er mig minnir brot er varðar stjórnarskrá og hegningarlög. Prófaðu að fletta upp í hegningarlögum í þeim kafla er fjallar um landráð...

Ég ætla ekki að lenda í að vera einn af þeim sem stundar svoleiðis, þessvegna segi ég NEI...

Ég vil ekki að öll vafamál sem koma upp varðandi samninginn skuli leyst í breskum dómi. Þessvegna segi ég NEI.

Ég er ekki sáttur við framgöngu ríkisstjórnarinnar og hræðsluáróðurinn þeirra sem minnir mann orðið á áróðursmaskínu sovétríkjanna, þessvegna segi ég NEI...

Allt sem lítur að fjármunum í samningunum virðist óljóst og á reiki hver upphæðin er, þessvegna segi ég NEI...

Ef neyðarlögin sem sett voru í kjölfar hrunsins verða felld í dómi þá fellur allt ICESAVE á þjóðina ef við samþykkjum, ekki ein króna úr þrotabúi Landsbankans mun fara í að greiða ICESAVE heldur munu peningarnir dregnir beint úr vasa okkar, barna okkar, og barnabarna okkar. Þess vegna segi ég NEI...

Það eru öll rök sem hnýga að því að við eigum alls ekki að segja já við þessum samningi, þessvegna segi ég NEI...

Með kveðju og von um fellda ICESAVE samninga

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 28.3.2011 kl. 01:57

23 identicon

Þannig að þú Svavar er samþykkur því að 11. apríl greiði íslenska ríkið 26 milljarðar, 26 miljarða sem fleygt verður út úr íslensku efnahagskerfi. Svona t.d þá er gert ráð fyrir um 36 milljarða halla í fjárlögum 2011(Þessir 26 milljarðar eru ekki inn í fjárlögunum)

Þú vonar að árið 2016 verði ríkisjóður búin að lækka heildarskuldir sínar sem námu 1.629 milljörðum króna í lok 2010 svo ríkisjóður verði í stakk búin til að takast á skuldbindingar sínar ef ekki gengur allt eftir.

Hvað ætlaru að gera ef endurheimtur verða ekki jafn góðar og gert var ráð fyrir eða að gengisáhætta muni hafa slæm áhrif. Segjum svo að ríkissjóður þurfi að taka á sig 200 milljarða, það eru ekki nema 12% af heildarskuldum, ekkert mál ekki satt?. Ef eitthvað kemur upp á í efnahagskerfinu aftur þá er alltaf gott að vita að árið 2016 bíður okkar talsverð skuldbinding.

Icesave stendur ekki í vegi fyrir því að hér verði endureist efnahagskerfið það er getuleysi stjórnvalda sem veldur því að ekkert gerist.

Árni Páll Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 02:22

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Aftur minni ég á að það er allt vitlaust í Reykjavíkurborg út af 150 milljóna fyrirhuguðum niðurskurði hjá leik- og grunnskólum.

Dettur virkilega einhverjum í hug að 26.000 milljóna niðurskurður verði bara ekkert mál?

Theódór Norðkvist, 28.3.2011 kl. 02:33

25 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka öllum falleg orð. Hver hefur sína skoðun aðvitað.En mér finnst samt að Svavar sé ekki alveg jafn sannfærður og áður. En hvað um það.

Elsku litla langafabarnið mitt, ég hef aldrei séð þig nema á mynd og þekki þig ekki ennþá. Vonandi hefur þú ekki ástæðu til að áfellast mig síðar á ævinni.Því langafi ætlar ekki að gefast upp í Icesave. Og hann hefur velt því fyrir sér að styðja enga þá í pólitík héreftir sem ætla að segja já. Vonandi stendur hann í lappirnar með það og minnist þá Patrick´s Henry.

Megirðu lifa frjáls alla þína tíð!

Hann langafi þinn kunni ekki að óska þér annars betra.

Halldór Jónsson, 28.3.2011 kl. 03:18

26 identicon

Heill og sæll Halldór æfinlega; sem þið önnur, hér á síðu !

Innilegustu hamingjuóskir; með nýjasta afkomandann, Halldór minn.

Að minnsta kosti; mun ég leggja mitt af mörkum, líkt og þorri allra landsmanna, og reyna að afstýra því stórtjóni, sem verða kynni, hinn 9. Apríl, ef illræðis öflin, næðu sínu fram, í Brezkra og Hollenskra þágu.

Það má ekki; bardagalaust - né; eftirmálalaust verða, fornvinur góður.

Með kveðjum góðum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 03:26

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

5 billion dollars eða þúsund milljónir dollara á genginu 132 krónur fyrir dollar gera 660 milljarða Íslenskra króna að raunvirði. Krafa sem Hollendingar og UK vill að almenningur á Íslandi beri ábyrgð á. 

 British and Dutch authorities have pressed claims totaling over $5 billion against Iceland to compensate their citizens for losses suffered on deposits held in the failed Icelandic bank, Landsbanki Islands. Iceland agreed to new terms with the UK and the Netherlands to compensate British and Dutch depositors, but the agreement must first be approved by the Icelandic President.

https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ic.html

Ég treysti USA , Hagfræðingum, viðskiptafræðingum , fjármálamönnum, stærðfræðingum betur en þeim Íslensku.  Í Regluverki Evrópsku Sameiningarinnar er vel skilgreint að sérhver kennitala er persóna að lögum og ber ábyrgði á sínum skuldbindum.  Þrotabú Landsbankans er ein kennitala og Íslenska Ríkið önnur, UK þriðja, EU, fjórða,....

Breska Ríkið og Hollenska Ríki geta eins og Íslenska Ríkið beðið eftir innheimtum úr Þrotabúi Bankans á sinn eigin kostnað á sína eigin kostnað.  Í kreppu þarf að draga úr innflutning til að spara gjaldeyri, og Það er upplagt að byrja á UK og Hollandi. Athuga hvort ekki er hægt að beina meiri viðskiptum við USA, Kanada, Grænland, Noreg; Rússland, Kína og Indlands t.d. Hagsmunir þeirra Íslendinga sem flytja vörur inn frá og gegnum UK og Holland vega í ekki þungt í heildina litið. Aukin skuldsetning Ríkisins er fáránleg. Hér má afnema lífeyris sjóðréttindi og önnur forréttindi stjórnsýslunnar  og skera ennþá betur niður í yfirbygginu Ríkisins, sér í lagi snobb kostnaði erlendis.

Þjóðrembingur er aldrei góður enda ber þjóðin ekki ábyrgð á keppni einkabanka eða lánum þeirra. Nei við öllum þjóðarembing ekki bara Breskum og Hollenskum. Nei. við Icesave.  Þjóðremba er að þykkjast geta allt í nafni þjóðarinnar, þótt áróðurmeistarar nasista getu snúið öllu við. Þjóðarást er virðingarverð allstaðar í heiminum. Heima á að vera best.  

Júlíus Björnsson, 28.3.2011 kl. 03:53

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðremba er að þykkjast geta allt í nafni þjóðarinnar, þótt áróðurmeistarar nasista geti snúið öllu við. Þjóðarást er virðingarverð allstaðar í heiminum. Heima á að vera best. 

Júlíus Björnsson, 28.3.2011 kl. 03:55

29 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það væri gaman að sjá skrif frá þessu ,,Nei" fólki hérna ef málið væri þannig vaxið að enskir og hollenskir fjárglæframenn hefðu komið hingað til lands og vélað milljarða út úr bláeygum íslendingum og íslenska ríkið svo orðið að borga brúsann.  Þá  held ég að þetta sama fólk væri aldeilis útblásið af heilagri vandlætingu og reiði og heimtaði að þessar þjóðir bættu okkur skaðann. 

Þórir Kjartansson, 28.3.2011 kl. 08:48

30 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Já, ekkert mál - Þórir.

Breskir og hollenskir innistæðueigendur hafa þegar fengið tjón sitt bætt. Ég vil vera kurteis og fjalla um þetta fólk sem innistæðueigendur í stað þess að titla þá sem áhættufjárfesta, sem þeir svo sannarlega voru.

Hér á Íslandi var fólk sem tók þátt í lífeyrissparnaði KB banka sem tapaði öllu sínu - fékk ekkert bætt. Íslenskar góðgerðarstofnanir (sem gerðust áhættufjárfestar) versluðu (mig minnir) Glitnisbréf og töpuðu öllu sínu. Sjóðsreikningar voru í gangi og allir lokuðust þeir við bankahrunið. Flestir voru tryggðir, en það fé sem fór í áhættufjárfestingar var allt tapað.

Eigum við að ræða lífeyrissjóði og hlutabréfakaup? Þessi vitleysisgangur átti sér stað út um allan heim.

Það er þegar BÚIÐ að tryggja reikning hins almenna innistæðueiganda í Bretlandi og Hollandi. Varastu að koma þessa gömlu lummu sem ætluð er til þess að hafa áhrif á samvisku og þannig afstöðu fólks í þessu máli.

Svavar

Ég kannast ekki við að hafa verið með þjóðrembing í mínum skrifum. Ég á vini út um allan heim og elska þá alla :)

Icesave - kröfurnar eigum við þó ekki að samþykkja og ein ástæðan er sú að það er fordæmisgefandi fyrir aðra íbúa í alheimssamfélaginu sem þurfa nú að líða skort vegna þess að ríki eru að hlaupa undir bagga með fjármálafyrirtækjum.

Afsakið langt innlegg

kv HH

Halldóra Hjaltadóttir, 28.3.2011 kl. 10:12

31 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Má vera Þórir, að við yrðum reið og að auki svo heimsk að reyna að krefja enska og hollenska skattgreiðendur um að bæta skaðann! En mikið held ég að það vefðist lítið fyrir þeim stjórnvöldum sem þar ráða að segja okkur, með bros á vör , að hoppa uppí  .........   þú veist.

Efa ekki að þarlendum raðmönnum dytti ekki í hug að taka þær álögur á almenning, því auðvitað teldu þeir viðkomandi fjárglæframenn ábyrga og á eigin vegum en ekki þjóða sinna!

Kristján H Theódórsson, 28.3.2011 kl. 10:20

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ALveg dæmigert fyrir jásinna eins og þennan Svavar, hann talar hæst um að koma með rök fyrir málinu, gerir grín að þeim ástæðum sem eru settar upp fyrir hann, en hefur hann á einn eða neinn hátt rökstutt jáið sitt?  Ónei eina sem þið sjáið hér frá honum eru neyðarleg skot á fólkið sem er að segja frá ákvörðun sinni.

Hann svaraði inn á minni bloggsíðu, ég bað hann að gera grein fyrir jái sínu hann svaraði bara með annari spurningu, ég átti að gera grein fyrir mínu neii.  Gott og vel ég svaraði eftirfarandi;

Svavar þú svarar spurningu með spurningu, taktik stjórnmálamannsins.  En látum svo vera ég skal svara þér ærlega og ætlast til þess sama af þér.  Hjá mér byrjuðu efasemdirnar strax þegar Svarar kom heim með sinn „glæsilega „samning.   Þá hitti ég frændkonu mína sem sagði mér að náfrændi hennar hefði verið í kring um þá sem fóru út með Svavari.  Hún sagði mér að þessi frændi hennar hefði verið sárreiður þegar hann kom heim og sagði að bretar og hollendingar hefðu mætt með marga bæði lögfræðinga og hagfræðinga á sínum snærum hefðu tekið á leigu hótel í London og höfðu búið sig undir langt samningaferli.  En þá kemur Svavar næstum því með pennann á lofti bara skrifað undir.  Við þekkjum svo það sem á eftir fór.    Þegar Steingrímur fór svo að segja okkur að við gætum ekki náð betri samningi fór traustið af honum í þessu Icesavemáli, vitandi það sem ég vissi.  Þessum samningi var svo sem betur fer hafnað af þjóðinni þökk sé forsetanum.  Þannig að strax þá hafði ég vantraust á ríkisstjórninni í þessum málum.  Þegar  Icesave111 kom svo og sami söngurinn byrjaði, þá var ég full vantrausts, okkur sagt að við værum skuldbundinn til að greiða þetta.  Svo kom í ljós að þetta er krafa en ekki skuld.  Og hún er ólögvarin.   Þar fór annað vígi ríkisstjórnarinnar.  Síðan hef ég styrkst í þeirri trúa að okkur beri ekki að veita fjármálaráðherra umboð til að undirrita ríkisábyrgð á þennan samning, því það gæti farið afar illa.  Það hef ég gert með að hlusta á fólk sem ég treysti eins og til dæmis Gunnar Tómasson hagfræðing sem hefur m.a. unnið hjá AGS, og marga fleiri sem bæði löglærða menn og hagfræðinga sem hafa varað þjóðina alvarlega við því að samþykkja þessa ríkisábyrgð.  Áróðurinn er allur einhliða nema hjá örfáum miðlum, þar ber að nefna Útvarp Sögu, www.svipan.is.  www.kjosum.is  INN sem hefur verið með þætti um með og móti Icesave, andstæðingar hafa komið þar og verið með málefnaleg mjög svo svör, en já sinnar hafa ekki viljað mæta.   Undrast hvers vegna. Málið er að ég hef ekki heyrt nein vitsamleg rök frá jásinnum.  Fyrst sögðu þeir að við yrðum að borga þessa skuld, þegar svo annað  kom í ljós þá bar okkur siðferðileg skylda til að borga þessa skuld.   Þegar það hætti að virka vorum við kölluð þjóðrembur, aular eða vont fólk sem vill svíkja almenning í bretlandi og hollandi, en málið er að það fólk fékk borgað upp í topp, að okkur forspurðum.  Svo að umhyggjan er þá fyrir bresku og hollensku ríkisstjórnunum ekki almenning í löndunum tveimur.  En fyrst og fremst er verið að vernda þá sem sólunduðu þessum peningum.  Og nú á að fara að rannsaka það mál ofan í kjölinn af bresku lögreglunni, því rökstuddur grunur er um stórfelldan þjófnað, sem á að hafa átt sér stað.  Og ætlum við að bera þungan af slíku?Þess vegna segi ég NEI við icesave.  Og nú vænti ég svars frá þér um þína ákvörðun. 

Og nú bíð ég bara eftir að heyra hans rökstuðning fyrir jáinu sínu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 10:22

33 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Þórir Skaftfellingur Kjartansson !

Svo; ég svari fyrir mig, vil ég minna þig á, að einungis,, gætum við farið fram á, kröfugerð til handa Brezkum og Hollenskum yfirvöld um, hefðu þau ábyrgst illa rekna einkabanka, heimafyrir.

Hvergi; sér þess staðar, að heiðarlegt og ærlegt fólk, hafi gefið þessum bandíttum lausan taum, mér; vitanlega.

Svo; er þess að geta, að hér er um raunverulegt sakamál að ræða, og þar með, eiga almennir landsmenn ekki, af þeirri ástæðu, einni saman, að koma nálægt skuldbindingum, fyrir hönd þessarra glæpa leppa, sem ENN,, ENN, ganga lausir, Skaftfellingur góður.

Þú verður því; að viðurkenna, að gjaldir þú, sem aðrir óstöðugir, jáyrði, við þessum gjörningum öllum, væru það veruleg gönu hlaup og fljótfærni, meðfram klassískri óþolinmæði, allt of margra Íslendinga, sem byggju að baki þeirrar óhappa ákvörðunar þinn ar, ágæti drengur.

Ræð þér heilt; sem öðrum Þórir minn - og glugga þú, í fræði hinna fornu,, Konfúsíusar og Lao- tse, hinna Kínversku, áður en þú held ur lengra, inná þínar vandlætingar brautir, í garð okkar, sem varúð og eindrægni, viljum sýna, í þessum efnum.

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 12:30

34 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Eigum við að spila lotterí?

Með því að segja Já við Icesave 3 þá er verið að spila lottery, forsendurnar sem ríkisstjórnin gefur sér fyrir þessari greiðslu sem á að vera einungis 30-70 milljarðar kemur aldrei til með að standast, gjaldeyrisáhættan er allt of mikil, endurheimtur úr þrotabúinu eru ofmetnar, dómsstóla áhætta með jái er allt of hættuleg.

 En allur sá tími sem fer í þennan biðtíma í málaferlum mun kosta okkur meira heldur en allt það frost sem  allt okkar atvinnulíf er í núna

Þessi hræðsluáróður er búinn að koma fram ítrekað í þessu Icesave máli og hefur aldrei staðist og kemur ekki til með að gera það núna. Þetta frost sem er í gangi núna tengist ekkert Icesave, þetta tengist óhæfri ríkisstjórn.

Atvinnulífið mun fara mjög illa út úr því ef icesave verður samþykkt, þar sem greiðslur til breta og hollendinga eru svívirðilega háar, þetta er peningur sem við sjáum aldrei aftur, hann fer beint út úr hagkerfniu, staðreynd ef mikill peningur fer úr hagkerfum þá er ekki mikill hagvöxtur og það bitnar á atvinnulífinu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.3.2011 kl. 12:39

35 Smámynd: Júlíus Björnsson

2005 byrjaði UK að tryggja sig fyrir hruni og safna forgangskröfum þetta er þarf ekki að rífast um.

 Þetta gera allir í viðskipta keppnum.  Því fyrr sem byrjað er því betra.  Þegar maður lánar út á engin eða léleg veð, þá leggur maður áhættu álag [í reiðufé] á skuldunaut, sem er afskrifað í Prime veðlánsjóð. Í eðlilegu árferði eru komið það mikið í varsjóðinn að áhættu skuldunautur má missa sín.

Þeir sem skilja þetta hafa vit á lánstafsemi. Byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Í upphafi langtíma lánstarfsemi skyldi endinn skoða.

Júlíus Björnsson, 28.3.2011 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband