Leita í fréttum mbl.is

Það versta er líklega það

við hrunið, að traustið á Íslandi og Íslendingaum er farið.Setning gjaldeyrishaftanna sýndi öllum að Íslendingar víla ekki fyrir sér að brjóta þá alþóðasamninga sem þeim sýnist, þegar þeim sýnist. Í stað þþess að taka kreppuna í einum sopa munum við engjast árum saman í gjaldeysihöftunum. Meðan þau vara og síðan gleymskutímabilið í viðbót, gerist fátt í þjóðlífinu utan stórðjunnar og sjávarútvegsins.

Ég hitti forríkan fjármála-og athafnamann sem er íslenskur ríkisborgari en hefur búið flest sín á erlendis. Ég spurði hann í tilefni fréttanna, hvort hann vildi ekki bara kaupa Orkuveitu Reykjavíkur, alla eða að hluta. Hann gæti án ef komið því til leiðar fjárhagslega. Bjargað landinu og allt það og grætt vel á.

Hann horfð á mig í forundran og spurði: "Hvernig dettur þér i hug að nokkur vilji fjárfesta í einhverju á Íslandi ? Þar er ekkert öryggi fyrir því að þú náir neinu til baka eða venjuleg viðskiptalögmál gildi. Það kemur eitthvað uppá og allt er læst inni, neyðarlög, gjaldeyrishöft og allt það. Það eru nóg svona tækifæri í heiminum að kaupa á svona brunaútsölum. En til Íslands, þangað geri ég ekki ráð fyrir að mörgum finnist ráðlegt að flytja peninga."

Ég andmælti og benti honum á að ég vissi til að Kínverjar væru farnir að kaupa varanlegar aflaheimildir af íslenskum útgerðarmönnum með einhverskonar leppibrögðum. Af hverju þyrðu þeir þessu? Kínverjar hugsuðu til langs tíma?

Nei, hann vildi ekki einu sinni ræða þetta enda kvóti óhlutbundið hugtak en orkulindir ekki. Hann vildi bara tala um eitthvað annað eins og hvar við myndum hittast í sumar þegar hann kæmi í heisókn. Það var greinilega hans mat að hann treysti ekki Íslandi né Íslendingum fyrir einu né neinu. Þessi maður fylgist grannt með okkar þjóðlífi og hlustar á íslenskar fréttir og Kastljós daglega. Rammíslenskur maður og þekkir menn og málefni og svíður niðurlæging landsins sárlega. Traust hans á landi og þjóð til að ráða fyrir sér er hinsvegar farið og kemur varla aftur.

Alveg sama þó að við borgum Icesave, þá eru íslensk stjórnmál jafn óræð eins og á Kúbu. Enda eru útrásarvíkingarnir og fleiri röskleikamenn fluttir brott þaðan. Hver hefur trú á okkar Alþingi og þeim mönnum sem þar sitja? Ekki við óbreyttir Íslendingar samkvæmt skoðanakönnunum.

Er þetta brottfall traustsins líklega ekki það versta sem skeði í hruninu? Það treystir okkur enginn lengur og við sjálfir ekki heldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er ekkert að fjárfesta í á Íslandi frekar en á meginlandi Evrópu. Við erum alltaf að horfa á mögulega fjárfestingakosti hér en ég get ekki séð hvað við ættum að bjóða erlendum frekar en einhver færi að kaupa raforkuver í bretlandi, þýskalandi eða Albaníu. Við skulum ekki hafa minnimáttakend út af þessu. 

Valdimar Samúelsson, 30.3.2011 kl. 18:09

2 Smámynd: Elle_

Og svo kenna menn ICESAVE um.  Við játum á okkur ódæðið og öll okkar vandamál munu hverfa ljúga miklir vitringar og þó það sé akkúrat öfugt.  Og þeir stjórna landinu.  

Elle_, 30.3.2011 kl. 19:47

3 identicon

Við skulum bara anda með nefinu  og sjá til, koma tímar koma ráð.

En að  borga Icesave er ekkert sem  íslenskur almúgi á að borga. Íslenskur almúgi vissi ekki einu sinni að til væru reikningar með ofurvöxtum í Bretlandi og Hollandi með þessu nafni,  sem vinstri elítan reynir með öllum ráðum og dáðum að neyða íslensku þjóðina til að borga. Íslenskur einkarekinn banki stofnaði til þessara reikninga og lofaði ofurávöxtun.

Fólk bæði í Bretlandi og Hollandi  lét glepjast af ofurvöxtum frá  óþekktum einkareknum banka sem átti uppruna sinn á litlu skeri norður í ballarhafi þar sem örfáar hræður búa. 

Hefur einhver heyrt söguna af Nýju fötum Keisarans.

Þeir sömu og bera byrgð á þessari óværu , spila nú frítt og  í stað þess að krefja þá um að standa skil á þessu við reikningseigendur í Bretlandi og Hollandi hafa þeir fengið að stofna einhver netþjónabú með stolnum peningum sem veita einhverjum tíu eða tuttugu mönnum vinnu við að raða skjölum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 23:15

4 Smámynd: Björn Emilsson

Ef ég væri ríkur, ´saung fiðlarinn á þakinu´, þá myndi ég hreinlega kaupa Hólmann. Menn gera sér varla grein fyrir verðmætinu. Því miður er það sennilega of seint, því landráðamenn islenskir eru á góðri leið með að gefa Hólmann og eru tilbúnir að gefa ríflegan heimamund og miklar greiðslur árlega til fallandi Stórríkis.

Vísa til færslu minnar á blogginu mbl.is

Nýja Island Jóhönnu og Steingríms

19.7.2009 | 04:40 Ný þjóð sest að. Draumur Jóhönnu . Sjá menn ekki fyrir sér hið ´Nýja Island´ Evrópubandalagsins. Stórbandalagið þarf varla að leggja neitt fram. Eiga Hólmann sennilega nú þegar og fiskimiðin með. ESB mun hefjast handa við að byggja upp ´nýja landið sitt´´Island. Straumur fólks til landsins mun fylla yfirgefið húsnæði íslendinga, Herstöðin endurbyggð á Keflavíkurflugvelli. Fiskimiðin ofnýtt. Olíuborpallar rísa á Drekasvæðinu. Mikill uppgangur og tilheyrandi olíuhreinsistöðvar og stórskipahafnir rísa í kjördæmi Skallagríms. Nægir peningar til að nýta sér gögn og gæði Gamla Fróns. Íslensk tunga mun hverfa úr daglegu tali. Herskátt fólk með aðra siði og þjóðfána hefur tekið við

Björn Emilsson, 30.3.2011 kl. 23:23

5 Smámynd: Björn Emilsson

Og hér skrifar nafni þinn Laxness

17.6.2010 | 18:06 westurfari blog.is

Island 66 ár 1944-2010

„En þegar á íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." Laxness (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus

Björn Emilsson, 31.3.2011 kl. 00:51

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta öllsömun.

En einmitt tilvitnunin í Laxness vekur mann til umhugsunar. Hversu mikið af kvótanum hefur færst á erlendar hendur nú þegar? LÍÚ er með þjóðfélagið í spennitreyju útaf kvótanum. Eru þeir að að einhverju leyti að tala fyrir munn þeirra sem þeir eru búnir að selja kvótann nú þegar? Orðnir feitir þjónar?

Halldór Jónsson, 1.4.2011 kl. 07:57

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér fyrir á tímum, kunnu menn af leggja á.  Fastakostnaður + Launakostnaður + skattar [til samfélagsins]: verði í húsi.

Grunnur fyrir söluverð:  [sendingarkostnaður]

Grunnur vegna lélegra veða: vextir vegna gjaldþrota áhættu: afskriftir í jöfnunar sjóð. 

Grunnur vegna lánskostnaðar: vextir vegna verðbólgu áhættu: afskriftir í jöfnunarsjóð.

Grunnur fyrir loka skatta.

Afskrifir í varasjóði eru ekki til að  ávaxta.  Kaupa Ríkisskuldabréf, gull og gimsteina, Fasteignir til leigu, Prime langtímalán með engum raunvöxtum til að tryggja stöðugt innstreymi á öllum tímum.

Passa sig á sýna ekki of góðan rekstrareikning eða efnahagsreikning á öllum tímum.

Í Þýskalandi veit skattur upp á krónu hvað verslun eða rekstur  á að borga að lámarki í samfélagsgjöld, þegar staðsetning liggur fyrir og umfang. Þannig að rýrnun og annað slíkt er bætt af tryggingum. Endur nýjum rekstrarleifa er líka háð að viðkomandi aðili sé ekki afæta á markaðasvæðinu.  

Í fyrirtæki með 100 starfsmenn og einn forstjóra, er launskatti dreift efir borgaruppreisnir og byltingu að 100  starfsmenn er látnir skila 100 x 50.000 = 5.000.000 Forstjórinn skilar 150.000 kr. 

Þá nokkrum árum síðar í UK. Fær þetta fyrirtæki 5.000.000 kr. afslátt : niðurgreiðslu  sem kallast persónuafláttur.  Eftir nokkur ár skilar Forstjórinn 300.000 kr.  Ríkistjórnar kommarnir skilja ekki og vilja að skili 500.000 kr.  Þessar niðurgreiðslur henta UK, til að laða að útlendinga í innkaupaferðum og lækka verð á útflutnings drasli til fyrirverandi Nýlenda.      

1983 tók kommarnir hér upp á að verðtryggja útlánstekjur  fjármálstofnanna.  Fljótt urðu þær eina aðaltekju stofn kommúnista ríkistjórna sem fylgdu í kjölfarið. Tyrkir og Mexíkanar verðtryggja miðað við launavístölu sem hækkar ef neysluvístala hækkar. Efnahagslegar langtíma afleiðingar eru augljósar fyrir þá sem gera alfarið út á raunvirðisauka inn síns kerfis. Apar spyrja aldrei hversvegna og til hvers.

Englands banki , EU Seðlabanki og USA Seðlabankar vita alt um innstreymi og útstreymi á reiðufjár milli efnahagslenda.  Lánadrottnar Íslensku bankanna í tugi ára fyrir fyrir einkavæðingu og fávita menntun vissu strax að hér myndi allt fara hausinn.  Þeir heyra það strax og aðilar opna á sér munninn. 

Þrír ábyrgir aðilar í fákeppni, óháð eignarhaldsformi, vita að 2 er skilgreint fákeppni í fábjánalandi og ólöglegt, refsing að setja einn á hausinn er að hinum sem eftir verður skipt upp.   Til að koma í veg fyrir þetta er lang best að passa upp á viðhalda fjölda sinna viðskiptaaðila, gæði viðskipta vina hættir að skipta máli, þá er bara að apa efir hinum tveimur og skiptast á að hækka verð og lækka þannig að eftir 5 ár hafa tekjur allra hækkað jafn mikið hlutfallslega. 

Yfirtaka EU ráðandi meirihluta á ávöxtunartækifærum er algjör. Hér ekki ekki til Ríkistjórn sem vill að almennt fái Íslendingar tækifæri til að fjárfesta.  Hér er allt selt og leigt til útlendinga. Þess vegna verður opinber samnings viðskipastaða hér gagnvart útlendingum veikari með hverjum degi.  Leigutekjur geta lækkað. Það sem komma stjórnsýslan hér fremur gagnvart sínum almenning, segir útlendingum allt hvað henni er boðlegt. Það er ekki borin virðing fyrir meðalmönnum hjá hæfum stjórnsýslum erlendis. Kurteisi er sumum meðfædd.

Júlíus Björnsson, 1.4.2011 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband