Leita í fréttum mbl.is

Áróðurinn virkar

fyrir JÁ við Icesave heyrði ég í Sundlaugunum í morgun. Gott og grandvart fólk telur rétt að ljúka málinu þar sem svo margir málsmetandi menn segja svo.  Fólið sagðist ekki skilja málið en taldi samt rétt að ljúka því með JÁ.  Það spurði hvar getum við fræðst um staðreyndir? Við skiljum ekki af hverju er ekki hægt að upplýsa öll atriðin? 20 ráðherrar segja JÁ. Líka Bjarni Ben. Líka Steingrímur J. og Katrín Jakobs.

Ég reyndi af veikum mætti að tæpa á nokkrum atriðum sem ég hafði séð vel samandregin, m.a.  af Friðriki Hansen.

1. Með JÁ í Icesave 3 samningnum þá er ríkið, þ.e. Alþingi, að veita ríkisábyrgð á lágmarksinnistæðum, 20.887 evrum per Icesave reikning. Það kostar 674 ma. að greiða öllum innistæðueigendum þessar 20.887 evrur.

2. Bretar og Hollendingar  segjast hafa lagt út 500 ma. til að tryggja innistæður umfram þetta lágmark, 20.887 evrur per reikning.Þeir heimta að við borgum þetta líka.

 3. 51 % af áætluðu þrotabúi Landsbankans duga ekki til að greiða 674 milljarða. Þar vantar 47ma.   (þessi 51 % er tala úr samningunum sem ég veit ekki hversvegna er þessi né heldur hversvegna talað er um að B+H fái svo 48 %úr búinu).

4. Bretar og Hollendingar hafa sótt það stíft að fá ríkisábyrgð á þennan Icesave samning.  Þeir treysta greinilega ekki á innheimturnar né það að neyðarlögin haldi. Við eigum að bera áhættuna einir. 

5. Málaferli eru í gangi um að hnekkja neyðarlögunum.Sumir hafa líka líkt þeim við sjórán í eðli sínu, svo ósanngjörn þau voru í garð kröfuhafa. Verði neyðarlögunum hnekkt þá er ekki hægt að ráðstafa eigum Landsbankans einhliða til Icesave. Þá koma allir skuldheimtumenn að nýju borði. Ekki bara um Landsbankann heldur líka vegna hinna  bankanna.  Getur einhver sagt fyrir  hvort Ísland geti lifað slíkt af ? Innistæður okkar allra verða í uppnámi. Skiljanlega bætir þá ríkisábyrgð 9.apríl stöðuna fyrir Breta og Hollendinga umfram aðra kröfuhafa. En hvernig fer fyrir gjaldþrota Íslandi í þeirri stöðu? Er NEI ekki áhættuminna fyrir okkur?

6.  Með því að samþykkja Icesave 3 samninginn þá er íslenska ríkið að ábyrgjast það að greiða Bretum og Hollendingum þessa 674 ma. á kostnað annarra kröfuhafa,hvort sem neyðarlögin halda eða ekki. Með því að samþykkja Icesave 3 þá erum við að skuldsetja þjóðina um 674 ma. Með því að segja NEI er enginn kröfuhafa með ríkisábyrgð umfram aðra falli neyðarlögin.

7. Talið er nú að  í þrotabúi Landsbankans séu um 1.174 ma. Þar af um 700 ma. í peningalegum eignum ,m.a. skuldabréfs frá  Nýja Landsbankanum okkar  uppá 380 ma.. Ef við segjum nei og neyðarlögin halda þá eru þessir 1.174 ma. til ráðstöfunar upp í þær kröfur sem verið er að gera vegna innistæðna í gamla Landsbankanum. Það er, þessar 674 ma., með 47 ma. frá okkur,  sem það kostar að tryggja lágmarksinnistæður og 500 ma. sem Bretar og Hollendingar segjast hafa greitt vegna innistæðna umfram þetta lágmark. Svo eru allir vextirnir eftir.

8.Ef við segjum NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni og neyðarlögin halda þá gerist tvennt. Bretar og Hollendingar fá ekki þessa ríkisábyrgð og þeir fá ekki þessa 47 ma. sem eigi að koma úr ríkissjóði vegna þessa máls þaraf 30 á næstu dögum.

 9. Með því að segja NEI fríum við okkur frá allri ríkisábyrgð vegna Icesave. Getur einhver áfellst þjóð sem er reiðubúin að láta allt sem útúr Landsbankanum kemur, innifalið 380 ma. skuldabréf frá okkur uppí kröfurnar? Greiða milli 90-100 % af öllu málinu á þann hátt ? Ef við segjum JÁ þá er ríkisábyrgð á allri áhættu af Icesave, gegnisfalli krónunnar og hækkun pundsins. Ef við segjum NEI borgum við bara á rólegan hátt ef okkur sýnist.

10. Íslendingar viðurkenna alls ekki að þeim hafi  borið lagaskylda til að greiða skuldir einkafyrirtækja. Íslendingar báðu Breta og Hollendinga ekki um að greiða 500 milljarða til þegna sinna umfram innistæðutrygginguna uppá 674 milljarða. Hví skyldum við vera ábyrgir fyrir því?  

Minnsta áhættan er að segja NEI við samningnum. Það getur enginn sótt okkur til greiðslu öðruvísi en fyrir íslenskum dómstóli. Þar verður engin gengisáhætta eins og í Icesave 3 samningnum.

Látum ekki peningaflóðið í áróðursmiðlunum villa okkur sýn. Athugum hverjir standa á bak við fjárausturinn.

Ekki veit ég hvort fólk hlustaði.Ég hefði viljað bæta við:

Gjör rétt, þol ei órétt !, sögðu Sjálfstæðismenn í gamla daga. 


"Er frður svo dýr að selja megi hann fyrir hlekki og þrældóm ? Ég veit ekki um ykkur en fyrir mig segi ég, gef mér frelsið eða dauðann." Í þessa veru talaði  Patrick Henry 23. mars 1775.

Ríkisábyrgð er þrælahelsi sem við leggjum á börnin okkar og börnin þeirra 

NEI VIÐ ICESAVE !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góða grein Halldór.

Vona að sem mest af grandvöru fólki lesi hana og íhugi.

Það er alveg skiljanlegt að fólki taki mark á helstu forystufólki sínu þegar það segir að þetta sé aðeins 30-47 milljarðar.  Af hverju ætti það að vera að ljúga???

Gæti það verið gott svar að það gerði það í fyrra???

En þá kemur Bjarni Ben og Lárus Blöndal.  Á svo sem ekki svar við því, allavega ekki annað en það sem ég birti á mínu bloggi, en það þarf nú ekki að vera rétt.

Vil samt minna á einn punkt.  Lárus benti á að allar áhættur samningsins, ættu líka við ef málið færi fyrir dóm, og hann félli gegn okkur (sem Lárus segist ennþá ekki skilja hvernig ætti að gerast svo því sé haldið til haga).  Þetta er ekki rétt hjá honum, allavega eins og ég skil málið.  Gengisbindingin við 674 milljarðana hverfur, það er lykilatriði málsins, og í því er mesta áhættan fólgin hefði ég haldið.

Svo langar mig að minna á kannski kjarna málsins, tekinn úr blogggrein hjá þér, "Á ég að samþykkja skuld á þetta saklausa barn sem ekkert átti í Landsbankanum?"

Þegar vitið svíkur, þá á hjartað að ráða, þeir sem telja sig ekki getað fengið hlutlausar upplýsingar verða þá að spyrja sig hvað þeim finnst rétt, óháð einhverjum milljörðum til og frá.

Ég vil meina að forsendur okkar samfélags séu brostnar ef þessi skuld er samþykkt, ef þetta má, að koma með svona ríkisábyrgð eftirá vegna þvingunar á skuldum einkaaðila, þá má allt.

Og við vitum ekki hvað verður næst.

Þess vegna er best að verjast fyrstu atlögun glundroðans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.4.2011 kl. 22:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég róla á milli bjartsýni og svartsýni. Málið er samt að fyrir hvern einn sem ætlar að segja já, eru tíu sem ætla að segja nei,ogvitaskuld er ég í meira samhengi við neiverja vegna þess að ég er á þeim nótum.  Ég held að ég bara fari til fjalla þegar úrslitin koma ég bara þoli ekki álagið hvernig fer. Ég er sennilega strútur í eðli mínu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2011 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband