Leita í fréttum mbl.is

Enn ein ríkisreddingin

þegar N1 er gert út af bönkunum í stað þess að setja það í gjaldþrot og loka því. Er ekki sama með Landsbankann nýja ? Er einhver þörf á starfsemi hans í yfirhlöðnu bankakerfi?

Er ekki verið að gera út BYR og Sparisjóð Keflavíkur, Steypustöðina og BMVallá, Húsasmiðjuna,Pennan og margt fleira út á ríkispeninga? Til hvers er verið að halda úti fyrirtækjum á almannakostnað þegar nóg er af öðrum sem geta tekið vð viðskiptunum ? Til hvers var verið að rétta Sjóvá við með ríkispeningum ? Er þetta austurþýska leiðin til að halda uppi atvinnu ?

Kapítalisminn krefst þess að fyrirtæki fái að fara á hausinn og ný fyrirtæki fái að taka við. Annars virkar ekki kerfið. Kvótakerfið, sem á auðvitað ekkert skylt við markaðshagkerfi, er líka látið halda úti óþörfum fyrirtækjum sem skekkja alla samkeppni í gegnum allt of stórt bankakerfið. Veit einhver hversu mikið útgerðarmenn eru svo búnir að selja af fiskveiðiauðlindinni til útlendinga á bak við tjöldin? Hverjir raunverulega eiga miðin ? Hversvegna ekki er hægt að breyta neinu í sjávarútvegi?

Ríkisstjórnin byggir á hreinni austurþýskri hagfræði og hagar efnahagsstefnu sinni eftir því. Enn ein ríkisreddingin sannar það svo ekki verður um villst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Halldór minn, ekki vil ég styggja þig umfram það sem nauðsynlegt er.

Pólitíkin hefur farið í hring. Nú grenja kapítalistar á tröppum Stjórnarráðsins, ráðalausir með öllu og heimta allt af ríkisstjórninni. Þeir hafa engar lausnir aðrar en ríkislausnir og sitja á sínum aurum eins og ormar á gulli. Ekki eru þeir að fjárfesta á Íslandi. Nei, fjármagnið skal koma að utan! Vekur það einhverjar minningar?

Þú varst að segja okkur þetta í þessari færslu. Segja má því með sanni að ítrustu hægrimenn þessa lands, frjálshyggjumennirnir, að hætti hins ríkisrekna HHG, séu hinir raunsönnu kommar þessa lands.

 Þannig hafa nú veður skipast í lofti!

Ertu ekki annars bara góður?

Kveðja, BB

Björn Birgisson, 5.4.2011 kl. 23:31

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn minn góður

Hverjir báðu um að stofna nýja Landsbankann? Eða öll þessi fyrirtæki að upptöldu? Ekki eigendur þeirra fyrri því þeir eru búnir að missa allt sitt. Nei það eru kommúnistarnir sem ráða ríkisstjórninni sem vilja ríkisfekstur á öllum sviðum sem halda þessum fyrirtækjum í gangi á kostnað skattgreiðenda, sem flestir eru að verða opinberir starfsmenn.

Breytti það einhverju fyrir landsmenn þó að landsbankinn væri nú hótel í miðbænum og bankinn væri bara farinn? Millifærslurnar héldu áfram bara í öðrum bönkum. Bankakerfið hér er þrisvar sinnum of stórt núna. Arnarflug hvarf og upp reis Atlanta.Fólkið hverfur ekki þó umgjarðirnar breytist. Þú ert kannski fylgjandi ríkisvæðingu ef hún hjálpar þér og þínum bíssness en kapitalisti fyrir hina. það er bara mannlegt. Ég held að Bjarni Ben og hans fjölskylda verði ekert að græða á framhaldslífi N1 svo fyrir hverja þá er erið að púkka uppá þetta félag? Ætlar Steingrímur að verða þar forstjóri?

Halldór Jónsson, 6.4.2011 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband