Leita í fréttum mbl.is

Óskastund

fannst mér vera þegar ég las leiðarann í Morgunblaðinu í dag. Þar segir m.a.og er vitnað í grein húsmóðurinnar Óskar Bergþórsdóttur :

»Úr háskólunum kom lofsöngurinn um snillingana, aðilar vinnumarkaðarins klöppuðu hrifnir með, samtök atvinnurekenda sömuleiðis, heill stjórnmálaflokkur varð að hálfgerðu dótturfélagi auðhrings. Þjóðþekktir rithöfundar og listamenn dásömuðu útrásarhöfðingjana. Allir sameinuðust þeir svo um að níða þá stjórnmálamenn sem voru grunaðir um að vera ekki á bandi útrásarvíkinganna.

Nú er útrásarspilaborgin hrunin og venjulegt fólk hefur fengið skellinn af ævintýrum garpanna. Og þá vill svo til sami kór og áður lofsöng útrásarmenn kemur nú aftur og hefur upp raust sína. Nú vill hann að almenningur, við þessir almennu skattgreiðendur, börn okkar og ófædd börn, taki á sig skuldir víkinganna. Samtök atvinnulífsins, háskólamennirnir, stjórnmálamennirnir sem studdu útrásarvíkingana, rithöfundarnir sem mærðu útrásarvíkingana, allir eru mættir aftur. Fjölmiðlarnir liggja ekki á liði sínu. Meira að segja lögmennirnir þeirra eru margir hverjir komnir á kreik.

Nú vilja allir þessir marktæku aðilar að þjóðin borgi Icesave-brúsann, rétt eins og þeir sömu vildu í fyrra að þjóðin kyngdi Icesave nr. II. Og enn beita þeir sömu röksemdafærslunni, auknar skuldir eru góðar. Nú á það að styrkja stöðu Íslands að taka á sig óviðkomandi skuldir. Nú á lánshæfið einmitt að batna, ef við bara leggjum tuga eða hundraða milljarða skuldir á okkur til viðbótar við það sem við raunverulega skuldum. Því skuldsettari því betri. Nú yrðum við sko aftur þjóð meðal þjóða, eins og þegar við fórum um á einkaþotum, keyptum verslanir og gáfum út fríblöð.

Hausinn er síðan bitinn af áróðursskömminni með runu fyrrverandi ráðherra sem sitja makindalega með ríkistryggðu eftirlaunin sín, með allt sitt á þurru, segjandi almenningi að taka nú á sig þessar skuldir.

Útrásarmennirnir náðu ýmsum svona dílum. Þeir juku skuldirnar ár frá ári og sjaldnast bættust nein raunveruleg verðmæti við. Loks fór allt á hausinn nema helst þeir sjálfir. Og rétt eins og á útrásarárunum situr venjulegt fólk og hristir höfuðið yfir snilldinni úr spekingunum sem vilja að venjulega fólkið opni enn og aftur veskið. En nú er eitt breytt frá útrásarárunum, nú höfum við þann möguleika sem við höfðum ekki þá. Nú getum við sagt nei. Og það gerum við á laugardaginn - hvort sem elítunni, sem iðulega þykist vita betur, líkar það betur eða verr.«

Fyrir þá sem ekki lesa Morgunblaðið vek ég athygli á þessum tilfærða pistli hennar Óskar Bergþórsdóttur og vona að það verði til gagns.

Þess meira sem maður hugsar um Icesave þess meira verður maður bit yfir þeim galskap að ætla að samþykkja gjaldeyriskröfur Bret og Hollendinga vegna deilunnar við þá um Icesave. Það eru engin rök fyrir því að við verðum sóttir til saka annarsstaðar en fyrir íslenskum dómstólum. Nema auðvitað að okkar stjórnvöld samþykktu annað og nógu eru þau vitlaus til þess að maður þori aðútiloka þann möguleika.

Það er alveg ólíðandi með öllu, að forystumenn eins og Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson skuli komast upp með það að hóta þjóðinni með samtakamætti samtaka sinna til óhæfuverka ef hún beygi sig ekki í duftið og samþykki samninginn. Allir kjarasamningar séu í voða og allt kolsvart. Verkföll blasi við og annað það sem þessir kallar geta fært okkur af allskyns óhamingju.

Málflutningur JÁ manna verður hinsvegar kostulegri og minna sannfærandi með hverjum deginum. Myndir af gömlum ráðherrum, sem margir eru aðeins martröð í hugum fólks, heilla vonandi fáa til fylgis. Hótanir er það helsta sem á fólki dynur og maður finnur glöggt hversu þær bíta á grandvörum sálum sem vilja síðast af öllu troða illsakir við nokkurn mann, hvað þá heilar þjóðir. En við þetta fólk getum við aðeins sagt:

Óskastund okkar er sú þegar við stöndum vörð um sjálfstæði landsins okkar og framtíð þjóðarinnar og látum ekki ofbeldishótanir hrekja okkur af leið. Við vitum að við erum saklaus sem þjóð. Við erum ekki ábyrg fyrir því sem gerðist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Frábær grein eftir Ósk Bergþórsdóttir í Mogganum í gær,eftir lestur hennar er ég staðfastari í að seigja NEI á laugardaginn,þetta er einmitt sama fólkið sem mærði útrásarvíkingana sem kemur nú og segir okkur að borga og ekkert múður,þar hef ég kvað mesta skömm á skáldum og listamönnum.

Ragnar Gunnlaugsson, 6.4.2011 kl. 10:06

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Frábær grein. Það er athyglisvert með þá háskólamenn sem hæst hafa um að allt batni við að samþykkja icesave að þetta eru flest menn sem héldu ekki vatni yfir snilld útrásarvíkingana. Þessir menn spáðu því að hér færi allt lóðbeint til helvítis ef icesave 2 yrði ekki samþykkt. Þannig líklega er vænlegast að gera öfugt við það sem þeir boða. Eða eru kannski einhverjar líkur á því að þeir hafi rétt fyrir sér í þetta skiptið?

Hreinn Sigurðsson, 6.4.2011 kl. 10:17

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég held ekki Hreinn, en áhættan er vissulega fyrir hendi hvort við segjum NEI eða JÁ.

Ragnar Gunnlaugsson, 6.4.2011 kl. 10:21

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta höfðingjar,

Ég er orðinn alveg sannfærður um það, að það er mun minni áhætta fólgin í því að segja NEI en já vegna þess að gjaldmiðilllinn til greiðslu allra hluta, hvernig sem allt veltist , breytist úr sterlingspundum yfir í íslenskar krónur. Allt tal um annað heldur ekki ef málið er skoðað.

Halldór Jónsson, 6.4.2011 kl. 11:54

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góður pistill hjá Ósk og þú ert nú drjúgur líka, Halldór....!

Ómar Bjarki Smárason, 6.4.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband