Leita í fréttum mbl.is

Fjáraustur i Áfram

hópinn frá bönkunum hlýtur að vekja klígju hjá fleirum en Tryggva Þór. Er það ekki viðeigendi að Landsbankinn, einmitt Landsbankinn, skuli fjármagna áróðurinn fyrir að þjóðin taki óskoraða ábyrgð á afrekum Landsbankans á erlendri grund, betur þekkt sem Icesave ? Hvorir skildu hlæja hæst núna, Sigurjón digri, Halldór eða Björgólfarnir?

Einhvernveginn leggst það þannig í mig, að eitthvað af 4 milljörðunum sem ESB kom með hingað í haust til að að liðka fyrir aðild Íslands, séu að detta inní þessa baráttu. Fjárausturinn fyrir JÁ er svo gríðarlegur að manni verður orðfall. Hér eru ekki á ferð neinir íslenskir blánkismenn.

Er það virkilega svo að almenningur láti móta skoðanir sínar af glamúrbréfum og slagorðavaðli í anda gamla Göbbelsar, sem sagði að lygi maður nógu oft sömu lyginni breyttist hún í sannleika? Ég vil ekki trúa því hvað sem Capacent segir mjótt á mununum. Enda hef ég á mér gætur þegar það fyrirtæki gerir kannanir af ýmsum ástæðum, sem margir þekkja.Aðrar kannanir hafa bent til vaxandi stuðningi við NEI og meiri en nú kemur fram hjá Capacent. En hugsanlega eru áhrif áróðursins farin að koma fram.

Auglýsingar Advise hópsins hafa verið skýrar og hnitmðaðar. Vonandi sjá menn þær líka og lesa þó færri séu og minna áberandi.

Fjáraustur í íslenskum kosningum af erlendu fé munum við sjá í auknum mæli þegar málefni ESB-aðildar komast meira á dagskrá. Ef til vill er þessi fjáraustur í Áfram hópinn aðins framvörður nýrra tíma í íslenskum stjórnmálum, þegar árangur er aðeins mældur í fjármagni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Það er sláandi áberandi fyrir slæman og rakalítinn og glórulausan málstað "Áfram"-hópsins, sem fremur bæri að nefna "Afturábak", að heilsíðuauglýsing þeirra felst bókstaflega í smáletruðum sleggjudómslegum og innihaldslitlum eða -lausum yfirlýsingarfrösum. Engin rökstudd greinargerð málsmetandi manna með hreinskilið vit á málinu.

Kristinn Snævar Jónsson, 7.4.2011 kl. 23:38

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

PS. Síðan er það allrar athygli vert hverjir styrkja framtakið fjárhagslega!

Kristinn Snævar Jónsson, 7.4.2011 kl. 23:41

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er þetta ekki að kasta steinum úr glerhúsi??

Hver kostar baráttuna hinum megin? Þeir sömu og láta rándýr flettiskilti blikka NEI á móti ESB árum saman?

Þeir sem vilja Hádegismóra aftur til valda, þann hinn sama og gaf auðrónum Landsbankann hér fyrir áratug??

Skeggi Skaftason, 8.4.2011 kl. 07:30

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Skeggi, ef við gætum nú fengið hann Davíð ungan og ferskann í baráttuna fyrir endurreisninni. Kveða burt kommakrapann sem liggur eins og mara yfir landinu.

Halldór Jónsson, 8.4.2011 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband