Leita í fréttum mbl.is

Flokkshollusta eldri Sjálfstæðismanna

er sögð skýringin á miklu JÁ-fylgi meðal eldra fólks. Það séu eldri Sjálfstæðismenn sem vilji ekki ganga gegn forystu flokksins síns og segja NEI við Icesave á morgun. Láti það ganga fyrir öðrum skoðunum sínum á því máli.

Mér finnst þetta líkleg skýring. Flokksvitund er mikil meðal þessa hóps og er sú kjölfesta sem flokkurinn hefur lengi byggt á.

En hefur þetta fólk athugað að Steingrímur J. og Katrín Jakobsdóttir eggja sitt fólk lögeggjan til að segja JÁ ? Finnst eldri Sjálfstæðismönnum ekkert einkennilegt að vera allt í einu að fylgja sama kalli og Vinstri Grænir ? Einhverskonar þjóðernisflokkur umhverfissinna ? Flokkur með kommúnisk element innanborðs ? Eins ólíkur Sjálfstæðisflokknum og verða má ?

Hvernær náði þetta fólk saman við okkur eldri Sjálfstæðismenn um sömu hugsjón ? Hvernig gat sú fyrirætlan að greiða skuldir óreiðumanna, jafnvel  með æluna í hálsinum,  frekar en draga málið á langinn með betri niðurstöðu í huga, orðið að okkar sameiginlegu stefnu ?

Ég sendi eldri Sjálfstæðismönnum kveðjur og bið þá að hugsa málið einu sinni enn áður en þeir skuldbinda þjóðina með þessum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég hef verið flokksbundin Sjálfstæðismaður í 40 ár og mér gremst mjög við núverandi Formann,hvernig hann blessar JÁ sinna og farið      þvestefnu Flokksins á yfirstandandi þingi.                 það stitist í Landsfun.

Vilhjálmur Stefánsson, 8.4.2011 kl. 16:25

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Er 150 kr. eða 1 evra gott fyrir kg. af fisk.  Hversvegna er ekki hægt að selja öðrum ríkum en í EU fisk? Þar eru allar fiskiætur að deyja út.  Fiskur er munaður utan Íslands? Slíkan varning á selja dýru verði í samræmi. Þetta er spurning um magn heldur gæði, og viðhalda sem mestum kostnaði til að réttlæta verðin, selja sem flestum. Fjarlægðir og tungumála erfiðleikar eru ekki vandamálið í dag heldur meðalgreind þjóðarinnar að mínu mati. Skuldsetja ríki er alda gamall nýlendu hugsunar háttur.  Málið var að fyrir þarf að lána nógu mikið til að geta farið að mjólka. Stórir Banka lánar minni bönkum, eins og minni bankar lána sínum skuldunautum.  Bankar fjárfesta í skuldunautum til langframa. Ekki til þess að skuldunautarnir leggist í leti.

Júlíus Björnsson, 8.4.2011 kl. 18:18

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Halldór: Bjarni Ben er að svíkja stefnu flokksins, því miður það er það sem hann er að gera, Ger rétt, Líð ey órétt, það verður að verða uppgjör í forustu Sjálfstæðisflokksins, það gengur ekki að forystan sé flækt í Fjármálavafninga, og gyldir þá einu hvar í goggunarröðinni þau eru.

Magnús Jónsson, 8.4.2011 kl. 22:57

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í UK, Þýskalandi og Frakklandi. Dettur engum að koma á fót tryggingarkerfi, ef allt fjármálkerfið hrynur í einu það gerist ekki.  Allir sem kunna að reka Banka og hafa vit á viðskiptum. Nægir 6-8% útlána raunvaxtakarfa með lögum sem gengur upp.  Hinsvegar tekur 3-8 kynslóðir að stofna öruggan Banka tvöfaldar raunveltu á 30 árum með 2% raunvöxtum. 

Reglu gerð EU er til á Frönsku  og Þýsku. Þar kemur skýrt fram að þetta er ekki hálfvitar sem sömdu hana, eins of sjálfskipaðir ofurfræðingar telja hér.  Tygging átt að vera lág til vekja traust og miðast við fjöldann, talið var að áhættu innláneigendur [með langtíma raunvaxtakröfu] leituð á önnur mið. Einnig kom fram að ekki nema hálfvita ríki byggju ekki við hefðir og regluverk, til að koma í vega fyrir að eitt útbúi væri í greiðsluþrot, ef því væri lokað þegar greiðslu erfið leikar kæmust upp.         

Lið sem segir að eiga að koma á tryggingar kerfi til að tryggja heilt ríki fyrir hruni, ættu að láta skoða í sér heilann. Þeir sem lánuðu bönkunum bera full ábyrgð á ofrausn sinni. UK lánaði óbeint reiðu fé eftir að greiðslu erfiðleikar höfðu komið upp 2005. Englands Banki er Bláa höndin. Fjármálgeirinn í UK allur þjóðhollur og alls ekki hlutlaus gagnvart Steingrími. UK væri ekki til í dag nema vegna fjármála umsvifa. Þetta ættu allir að vita. Vandamálið hér er að rangir aðilar eru að taka ákvarðanir: lið sem hefur ekki fjármálaviti.Mats fjármálfyrirtæki spá eins og veðurfræðingar.

Hér á einfaldlega að reka alla hjá hinu opinbera sem hafa staði að bruðli og óráðsíu með almanna fé svipta ánunnum hlunnindum.  Ráð svo lið inn á kjörum í staðinn miðað við gengi krónunnar gagnvart evru. Þá væri hægt gefa UK 3 Icesave að mínu mati.

Ríki sem gera út á Banka skatta, telja engum trú um að þau séu einka rekinn. Erlendir lánadrottnar fylgjast með öllum veikleikum. Til að hámarka sinn hagnað þegar Bankar hinna vanhæfu hrynja. Alþingi á ekki að vera einkafyrirtæki þeirra sem kunna ekki að reka eigin fyrirtæki. 

Júlíus Björnsson, 9.4.2011 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband