Leita í fréttum mbl.is

Heimsendaspámaður Ríkisins !

er á sjó dreginn af Eyjunni. Þórólfur Mathíasson auðvitað.

"Í samtali við Pressuna í morgun sagði Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor að Íslendingar væru komnir í svipaða stöðu og Orkuveitan.

Við erum í þeirri stöðu núna að við þurfum að safna gjaldeyri upp á eigin spýtur og standa klár. Þetta er svipuð staða sem við erum í og sem Orkuveita Reykjavíkur er í. Við munum eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna lán og fáum þau á slæmum kjörum ef við fáum þau.

Þá sagði Þórólfur að skammtímaáhrifin yrðu lakari staða á vinnumarkaðinum, lækkandi gengi og aukin verðbólga. Hann sagði að launahækkarnir sem menn hefðu gert sér vonir um myndu ekki verða að veruleika.

Krónan lækkar og við munum fá meiri verðbólgu. Þetta hefur svo auðvitað bein áhrif á kjarasamninga og ef menn töldu sig hafa svigrúm til að hækka laun þá sjá þeir sem reka fyrirtæki það svigrúm farið.
Launahækkanir sem menn gerðu sér vonir um munu ekki sjást. Þetta eru skammtímaáhrifin: Mun lakari staða á vinnumarkaðinum, sérstaklega hvað launaþáttinn áheyrir, lækkandi gengi og verðbólga."

Þjóðin almennt gerir sér grein fyrir að það er ekki verið að semja um kjarabætur á vinnumarkaði. Prósentuhækkanir taxta skila sér beint í allt að tvöfaldri verðbólgu fyrir hvert prósent. Eingreiðslur til þeirra lægstlaunuðu væri hin rétta leið. En allir þekkja örlög almennrar skynsemi í svonefndum kjaraviðræðum yfirleitt. Og svo er auðvitað alþekkt að hálaunafólkið óg opinberir starfsmenn sigla alltaf í kjölfarið til að magna vandann. En þetta er því miður örlög þjóðarinnar að hafa jafnan heimskra manna ráð þegar að kjarmálum kemur.

Krónan mun auðvitað lækka ef við sameinumst um að lækka hana. Hún getur líka lækkað vegna ytri áfalla. En til skamms tíma er þessi fullyrðing prófessorsins ekki gild. Hvað þá síður að hann sjái yfir alla fjármálamarkaði.Hún getur líka verið í skjóli um nokkurt skeið vegna atkvæðagreiðslunnar. það eru ekki að fara 30 milljarðar í sterlingspundum úr landi í næstu viku vegna vaxtagreiðslna til dæmis.

"Að safna gjaldeyri á eigin spýtur" er einhver furðulegasta fullyrðing sem fram hefur komið hjá þessum manni lengi.
Hver annar aflar gjaldeyris fyrir okkur en okkar atvinnurekstur? Hvernig safnar maður gjaldeyri? Með gjaldeyrishöftum og leyfavæðingu? Með skiipulögðu atvinnuleysi ?

Ég verð að játa að mér er raun að því að þurfa að kosta þær endalausu pólitísku yfirlýsingar frá þessum manni sem streyma frá hans læristóli í Háskólanum. En hvenær sem ríkisstjórnin ætlar að draga rangar ályktanir af einhverju, er þessi maður sóttur til að hræða almenning frá mótþróa.

Hvað er hann annars að kenna þarna í Háskólanum? Er hann að innræta nemendum sínum pólitískan rétttrúnað og hagfræði díalektískrar efnishyggju? Hverjar eru þær vísindaafurðir mannsins sem gagnast þjóðinni aðrar en svona heimsendayfirlýsingar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hver tekur lengur mark á orðum Þórólfs Matthíassonar?

Þegar fræðimenn kasta frá sér fræðunum og taka upp pólitíska afstöðu til mála, eru þeir ekki lengur fræðimenn.

Það sem skelfir mig mest varðandi Þórólf og reyndar fleiri kennara við HÍ, en það er að þessir menn skuli fá að fylla hugi ungra nemenda sinna af ranghugmyndum. Unga fólkið er ómótað og meðtækilegt þegar það hefur nám við háskóla. Því er skelfileg tilhugsun að menn eins og Þórólfur fái að leika lausum hala í slíkri stofnun!

Vandi ríkissjóðs, sveitatfélaga, opinberra fyrirtækja, einkareknra fyrirtækja og fjöldskyldna landsins er ekki og hefur aldrei verið icesave. Vandamálið er sú óhæfa og kjarklausa ríkisstjórn sem við erum svo ólánsöm að sitja uppi með.

Sá vandi verður bara leystur á einn hátt!!

Gunnar Heiðarsson, 10.4.2011 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband