Leita í fréttum mbl.is

"Við vorum beittir nauðung"

sagði Pétur H.Blöndal á Útvarpi Sögu í morgun og átti þá við yfirlýsingar ráðamanna okkar um samningsvilja við upphaf Icesave-málsins haustið 2008.

Staðan var svo alvarleg þá að hvorki var fyrirséð að nauðsynjar gætu borist til landsins né að gjaldeyrir fyrir útflutning okkar bærist hingað. Þjóðin var sama sinnis þá og hún er núna að vilja ekki borga það sem henni ekki ber. Við vorum sem maður í skógi sem ræningi miðar á byssu og heimtar af honum veskið. Og nauðungareiða er ekki talið að menn þurfi að efna.

Pétur fletti yfir stjórnmálasögu okkar  síðan og rakti í skýru máli hversvegna flestar  ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í skattheimtu síðan þá hafi verið rangar. Hækkun fjármangstekjuskatts ræðst gegn sparnaði, minni sparnaður ræðst gegn fjárfestingum, minni fjárfestingar valda skorti á atvinnu. Svo einfalt er þetta samband þegar Pétur lýsir því að flestir mættu skilja.

Skattstofnar láta undan þegar skattar eru hækkaðir mikið. Steingrímur teldi það ígildi skattalækkana að skatttekjur hefðu minnkað.Slíkt væri grundvallarmisskilningur vinstri manna. Ennfremur skildu þeir ekki sambandið milli sparanda og fjárfestinga. Þeir gerðu sparandann að fjármagnseiganda sem væri af hinu illa. En sparnaður væri forsenda útlána og útlán forsenda fjárfestinga.

 Varðandi síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu taldi Pétur nauðsyn bera til að þingmenn yrðu að endurnýja umboð sitt þegar 44 þeirra eru á öndverðum meiði við þjóðina. Kosningar þyrftu að fara fram í þágu þjóðarinnar og þingsins sjálfs.

Í dag er til umræðu vantrauststillaga á ríkisstjórnina. Ég hef þá trú, að þeir þingmenn sem fræddastir eru um endurkjörsmöguleika sína, muni þjappa  sér um að forsætisráðherra neyðist ekki til að beita þingrofsvaldi sínu. Því tel ég að Hreyfingin, Siv og Guðmundur Steingrímsson muni greiða atkvæði á móti vantrauststillögunni. Þeir sem sitji hjá eru hinsvegar að mínu mati að greiða tillögunni atkvæði sitt og vísa þá til orða Napóleons, að hver sem ekki er fyrir mig, hann er á móti mér.

Við Íslendingar ættum nú að stokka upp spilin og hætta að tala um nauðsyn samninga um Icesave. Við verðum að tala máli þjóðarinnar útfrá þeirri stöðu sem upp er komin. Eftir yfirlýsingar forsætisráðherra og fjármálaráðherra að lokinni kosningunni hljóta menn að efast um að þessi ríkissstjórn sé fær um þetta.

Við vorum beittir nauðung í upphafi Icesave málsins og verðum að kynna það sjónarmið fyrir þeim sem hæst láta um það að við séum samningsrofar. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband