Leita í fréttum mbl.is

Vaxtalækkunardellan

ríður húsum í þjóðarsálinni. Allar hugleiðingar hennar snúast um það að fá lán án þess að þurfa að borga til baka. Fyrirtæki og einstaklingar syngja þennan söng sýknt og heilagt og stjórnmálamenn krunka undir að atvinnulífið þoli ekki þessa vexti og ausa svoleiðis bulli yfir  mann á öllum rásum.

Sveinn B. Valfells vinur minn orðaði vaxtakenningu sína svo: "Vextir eiga að vera svo háir sem til eru fífl að borga."  Þetta er auðvitað sannleikurinn um vexti eins og annað. Framboð og eftirspurn á að ráða verði. Ekki einhver kommúnisti í Seðlabankanum.

Það á ekki að vorkenna fífli sem  tekur lán og vælir svo yfir vöxtunum. Hinsvegar má ekki leyna lántakanda hlutfalli vaxta og afborgana af höfuðstól láns. Svo hefur verið gert hérlendis samkvæmt  því sem fram kemur í ágætri grein sexmenninga í Mbl. í dag. Samkvæmt henni er líklegt að ákvörðun Steingríms J, sem svo var staðfest  af Hæstarétti,  um að vextir af ólögmætum gengistryggðum lánum bankanna skuli vera lægstu óverðtryggðir vextir, standist ekki EFTA reglur. En sexmenningarnir segja:

"Lánveitingar til neytenda heyra undir lög um neytendalán nr. 121/1994, sem sett voru til innleiðingar tilskipunar 87/102/EB um upplýsingaskyldu lánveitenda neytendalána. Í Hrd. 604/2010 reyndi í fyrsta sinn á ákvæði 14. gr. neytendalánalaga en í henni segir: »Nú eru vextir eða annar lántökukostnaður ekki tilgreindir í lánssamningi og er lánveitanda þá eigi heimilt að krefja neytanda um greiðslu þeirra."

Og ennfremur:

"Telja verður að með dómum Hæstaréttar í málum nr. 471/2010 og 604/2010 um vexti gengislána hafi verið brotið gegn réttindum lántakenda, sé tekið mið af markmiðum tilskipana Evrópusambandsins og dómaframkvæmd Evrópudómstólsins, og þar með fyrsta skilyrði skaðabótaskyldu uppfyllt."

Ef til vill eiga menn því að borga höfuðstól gengistryggðu lánanna aðeins og enga vexti. How now brown cow?

En þegar Íslendingar hafa uppi vaxtasíbyljuna sína, þá geyma þeir því alltaf að eigi einhver að geta fengið lán, þá verður einhver annar að hafa lagt til hliðar. Enginn leggur til hliðar eigi umsvifalaust að ræna hann sparnaðinum eins og Steingrímur J. er búinn að koma málum fyrir í bönkunum sínum.  Menn spara aðeins ef þeir hafa hag af því. Þá spara menn við sig sjálfa. Annars eyða þeir eða fjárfesta fyrir sjálfa sig í steinsteypu sem er jafngildi þess að grafa gull í jörð og bíða eftir að verð þess hækki. Það getur ekki örvað efnahagslífið fremur en að hækka skattana eins og Steingrímur  gerir og neyðir hagkerfið undir jörðina. Kommúnistar skilja ekki hagfræði hagsýnu húsmóðurinnar og því eru þeir ávallt ófærir til að stjórna nokkrum sköpuðum hlut nema leynilögreglu og Gúlögum. 

Vaxtalækkunardellan á lánum  hlýtur að tengjast kröfum um vaxtahækkun sparenda. Allt annað er fíflarí. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Burt með verðtryggiguna!!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.5.2011 kl. 12:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Burtu þá með öll lán Eyjólfur. Ekki viltu pólitísk lán eins og var?

Halldór Jónsson, 4.5.2011 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband