Leita í fréttum mbl.is

Kauphækkunarstefnan

hefur unnið sigur. Hagfræðingarnir Gilli og Villi ættu nú að geta fengið bónus fyrir að hafa leitt kauphækkunarsamninga til lykta. Stórkostlegur sigur Alþýðunnar á kapítalismanum. 34 % hækkun á lægstu taxtana. Milltekjuhóparnir fá 4.25 % og 50 þúsund kall í vasann 1.júní. Og svo 3,5 % eftir 8 mánuði og 3.25 % í febrúar 2013. Þvílíkir snillingar eru ekki þessir menn. Hundrað þúsund manns fá svona "kjarabætur"Húrra!Ekkert allsherjarverkfall. Fram þjáðir menn í þúsund löndum...!

Orkuveitan hækkaði heitavatnið 8 % á dögunum, ofan á nýlegar stórhækkanir, og kostar tonnið núna 80 % meira en tonnið á Seltjarnarnesi og 40 % meira en í Mosfellsbæ. Nú er auðveldara að skýra verðhækkanir í ljósi tilskostnaðarauka vegna launa. Framleiðslukostnaður hækkaði til dæmis um 6.7 % í Evrópusambandinu.Við verðum að halda taktinum. Villarnir og Gillarnir í Brüssel verða ekki í vandræðum með það.

Atvinnuleiðin verður ekki farin meðan þessi ríkisstjórn situr ef marka má umræðuna. Hún situr hinsvegar áfram óáreitt. Þingið að fara í sumarfrí sem er í sjálfu sér ágætt eftir Icesave rassskellinn. Allt verður slétt og fellt og við gleymum afrekum þingmannanna í sumardýrðinni og tökum þá í sátt.

Allt verður í keyinu nema kannski hagvöxturinn, sem á að borga þetta allt. Hann mætir ekki þetta árið öðruvísi en að Norðmenn halda áfram að bjarga okkur með atvinnuleysisbæturnar. Væri ekki við hæfi að taka hamar og sigð upp í skjaldarmerki Seðlabankans og kannski líka setja í eitt horn þjóðfánans til þess að heimurinn átti sig betur á staðfestu og styrk þjóðarinnar.

Til hamingju íslenska þjóð. Búin að opna Hörpu og mörg hundruð iðnaðarmenn eru nú reiðubúnir til að takast á við ný verkefni,hérlendis eða erlendis.

Er nokkuð að þegar kauphækkanirnar eru nú í höfn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ætli við Vestmanneyingar getum ekki stofnað nýtt Lýðveldi ?99.9% eru Sjálfstæðismenn,það er aðeins einn Framsóknarmaður,Eygló Harðardóttir.þá erum við kanske laus við Villa og Gilla að ógleimdu Jóhönnu Sig og hiski hennar. Við höfum að vísu engva Hörpu, en við höfum Heimaklett.

Vilhjálmur Stefánsson, 5.5.2011 kl. 09:35

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

sæll vovan sér um sig og sína, ekki neitt fararsnið á henni.

Bernharð Hjaltalín, 5.5.2011 kl. 16:58

3 identicon

Jú Vestmanneyjingar hafa sína Hörpu, fyrir langa löngu er ég var í Vestmannaeyjum , fór ég með bát í helli nokkurn þar sem blásið var í lúður, og þvílikur hljómburður! Hann má vera góður í Hörpunni ef hann slær hellinn út í hljómburði.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband