Leita í fréttum mbl.is

Hátíð heimskunnar

er innsigluð með brosleitum forystumönnum á vinnumarkaði. Hundraðþúsund kall í landinu hefur fengið fyrirheit um einhverjar sporslur í framtíðinni ef,ef...

"»1. Kaupmáttur launa hafi aukist á tímabilinu desember 2010 - desember 2011 og á tímabilinu desember 2011 - desember 2012 samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands.
2. Verðlag haldist stöðugt á samningstímanum og að verðbólga verði innan við 2,5% í desember 2012 m.v. sl. 12 mánuði.
3. Að gengi krónunnar styrkist marktækt frá gildistöku samningsins til loka árs 2011 og að gengisvísitala íslensku krónunnar verði innan við gildið 190 í desember 2012, miðað við meðalgengi Seðlabanka Íslands (þröng viðskiptavog).
4. Að stjórnvöld hafi staðið við gefin fyrirheit í efnahags-, atvinnu-, og félagsmálum, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamning þennan.«"

Miklir mnn erum vér Hrólfur minn. Forsætisráðherrann kemur fram og lýgur því blákalt að Hagstofan hafi reiknað það út fyrir hana að allt þetta gangi upp.

Auðvitað getur enginn reiknað út hvað þetta kostar í vitleysu. En Gilli og Villi hafa unnið fyrir sínum kauphækkunum, Guðmundur í Rafiðn getur hætt eftir að hafa fengið að hóta allsherjarverkfalli.

Almenningur veit að það er verið að hafa hann að fífli rétt eina ferðina enn. Allt þetta hverfur í verðbólgunni og vitleysunni. Og framgangur hennar er tryggður með áframhaldandi setu jafnvitlausustu ríkisstjórnar sem hér hefur setið og hafa þær samt ekki allar stigið í vitið.

Höldum hátíð heimskunnar hátt á loft!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eftir lestur froðunnar sem stendur út úr Tryggva 3. þingmanns Samherja, er allt hægt.  Reikna tvíbura í konu í Flóanum, annað svart og hitt hvítt.  Reikningskúnstum Hagfræðinga er ekki settar neinar skorður, hvorki sfleiddar eða raunverulegar.

Allt sem frá þessu liði hefur komið er margar útgáfur af ,,Nýju fötum Keisarans.

Miðbæjar íhaldið

Bjarni Kjartansson, 6.5.2011 kl. 09:11

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðbólga í [ESB] er minnst 3,0% á ári á næstu 5,0 árum og meiri í UK  þar sem raunhagvaxtar [græðgin] krafan er meiri en Þýskalandi.  Hér á engin verðbólga að vera undanfari raunhagvaxtar næstu 5 ár. Ísland er greinilega eitt í heiminum. 

Hagvöxtur er of mikið að krónum í umferð í upphafi uppgjörtímabils, í lok medium term er lagt mat á hvað mikið að umfram magninu hefur bókast sem vsk.  Það er nokkurn vegin það sem erlendis kalla raunhagvöxt á heimamarkaði. Hér hefur þessu umframmagni verð dælt í glataðar fjárfestingar erlendis og í uppfærða eignir veðsafna lífeyrissjóða síðan ó viðskiptatengur tók málin í sínar hendur.  Sýnd veiði er ekki gefin. Pragmatic og Kapitalisimi fara saman.  Háskólmenntun tryggir ekki viðskiptalegt innsæi.

Júlíus Björnsson, 6.5.2011 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband