Leita í fréttum mbl.is

Yfirvofandi læknaskortur

er fyrirsögn á leiðara Baugstíðinda í dag.

Ritsjórinn er þekktur fyrir djújpt innsæi í flestum lutum, sér í lagi þegar kemur að alþjóðavæðingu landsins og þáttöku í Evrópusamstarfi og niðurfellingu landamæra okkar.

Ritsjórinn kemst að þeirri niðurstöðu að laun lækna hjá okkur séu svo lág að læknar vilji heldur vinna erlendis 2 mánuði en hér í tíu mánuði. Við borgum þeim svo lítið. Nýlega var stór auglýsing í blaðinu hans þar sem íslesnka ríkið auglýsir eftir nemum í læknisfræði við Háskóla Íslands. Það nám er ókeypis fyrir nemendur. Ekki veltir ritstjórinn því fyrir sér vort samhengi sé þarna á milli. Bara borga meira er hans tillaga.

Á spítölum landsins talar stór hluti starfsfólk ekki íslensku. Gangastúlkur,sjúkraliðar osfrv. Allt nema læknar. Þeir verða að tala íslensku. Jafnvel þó sjúklingarnir flestir verði að kunna ensku til að geta talað við starfsfólkið.

Ég spyr mig hvort ekki séu til kínverskir læknar sem tala ensku sem finnast kjör lækna á Íslandi ekki himinhá og starfsaðstaða svo góð, að eftirsóknarverð sé? Yrði þeirra lækniskúnst óbrúkleg hérlendis? Hver á að dæma um það? Læknafélagið?

Hvað er í veginum með að fá erlenda lækna til landsins fremur en aðra vinnumenn þegar þarf að byggja virkjun? Verður sú þjóð sem ekki hefur ráð á því besta verður að sætta sig við eitthvað minna?

Hver ber ábyrgðina ef á að bregðast við yfirvofandi læknaskorti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband