Leita í fréttum mbl.is

Braut Ríkið eigin lög?

þegar það endurreisti bankana?

Steingrímur J. leggur 80 bls. skýrslu fyrir Alþingi um hvernig hann hafi af snilld sinni endurreist viðskiptabankana. Skýrslan sem er sjálfsagt skrifuð af einhverjum snjöllum ráðuneytismönnum fyrir Steingrím í því skyni að sýna fram á að Steingrímur hafi af visku sinni valið hina einu réttu leið til að svindla á öllum kröfuhöfum gömlu bankana, láta þá sitja uppi með töpuð lán sín til þeirra gömlu bankanna en láta íslenska ríkið hirða innheimtanlegar eignir þeirra og afhenda nýjum uppvakningum sínum, sem eru nýju bankarnir sem eru óðum að sanna sig sem óvinir fólksins enda upp til hópa mannaðir af sama bónusaliðinu og þar var fyrir hrun. Allur hagnaður þeirra kemur af innheimtum og blóðsogi en enginn af út-eða innlánum.

Á lögmæti þessara gerninga sem lýst er í skýrslunni hanga svo líklega öll neyðarlögin sem við eigum eftir að fá dæmd lögleg. Sem við skulum rétt vona að gangi eftir því annars erum við í dýpri skít en ég á tommustokk til að mæla.

En það getur verið fleira í skýrslunni sem er athygli vert.

Grípum niður í skýrslunni:

"7. Niðurstaða stofnefnahagsreikninga bankanna að samningum loknum varð 2.088
ma.kr. og sýndu þeir grunnmat á yfirfærðum eignum samtals að fjárhæð 1.765 ma.kr. Á þeim grunni yrðu greiðslur til gömlu bankanna samtals 289 ma.kr. en umsamdar skilyrtar viðbótargreiðslur voru 215 ma.kr. Við yfirtöku gömlu bankanna á eignarhaldi í nýju bönkunum lækkaði hámark skilyrtra greiðslna í 135 ma.kr.

8. Niðurstaða samninga varðandi Landsbankann varð að eignir næmu 275 ma.kr. umfram skuldir. Þar af yrðu 28 ma.kr. greiddir með hlutafé en það sem eftir stæði með skuldabréfi til 10 ára.

Var skuldabréfið í erlendum myntum til að mynda mótvægi við
útlán bankans í erlendum myntum.

Auk þess skyldi gefið út skilyrt skuldabréf að fjárhæð
allt að 92 ma.kr. í árslok 2012 ef ákveðnar eignir reyndust verðmætari en samið var um í upphafi. Samhliða tilurð hins skilyrta skuldabréfs myndi hlutabréfaeign gamla bankans renna til ríkisins án endurgjalds. Hlutafjárframlag ríkisins var 122 ma. kr. eða um 81% af
heildarhlutafé.

9. Niðurstaða samninga varðandi Íslandsbanka varð að eignir umfram skuldir væru 52 ma.kr. og skilyrt skuldabréf gæti orðið allt að 80 ma.kr. Hlutafé var ákveðið 65 ma.kr.Glitnir valdi síðan þann kost að nýta skuldabréfið til að kaupa 95% af eignarhlut ríkisins í
Íslandsbanka og féll skilyrta skuldabréfið þar með niður.

Samhliða veitti ríkið bankanum
víkjandi lán í EUR að jafnvirði 25 ma.kr. og lausafjárstuðning.

10. Niðurstaða samninga varðandi Arion banka varð að skuldir umfram eignir væru 38 ma.kr. og að skilyrt viðbótargreiðsla gæti numið allt að 43 ma.kr. Hlutafé var ákveðið 72 ma.kr. Kaupþing valdi síðan að leggja fram eignir til að yfirtaka 87% af hlut ríkisins í Arion banka, en skilyrta greiðslan féll þó ekki niður.

Samhliða veitti ríkið bankanum víkjandi lán
í EUR að jafnvirði um 30 ma.kr. og lausafjárstuðning... "

Úr Lögum um vexti og verðtryggingu
2001 nr. 38 26. Maí 2001

1)L. 151/2010, 2. gr.
[XIII. Ef gengið hefur dómur um kröfu samkvæmt lánssamningi með óheimilli gengistryggingu

skal endurupptaka heimil skv. XXIII. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, án tillits til þess hvort tímafrestir séu liðnir samkvæmt ákvæðum 137. gr. sömu laga. Sama skal gilda um úrskurði um gjaldþrotaskipti.

Skuldara er jafnframt heimilt að óska eftir endurupptöku fullnustugerða hafi

slíkar gerðir farið fram á grundvelli lánssamninga sem höfðu að geyma ólögmæt ákvæði um gengistryggingu.

Heimildir til endurupptöku samkvæmt þessu ákvæði falla niður að liðnum níu mánuðum frá gildistöku laga þessara"

Þessi lög voru sett til að fyrirbyggja að gerðir væru innlendir lánssamningar
í erlendum myntum.

Fjölmargir dómar hafa fallið og fleiri mál bíða bíða útlausnar, því bankar virðast staðráðnir að fara með hvert einstakt skuldamál einstaklinga og fyrirtækja vegna gengistrygginga, fyrir Hæstarétt.

Er það liður í herferð bankanna gegn almenningi til að hámarka innheimtar kröfur þó þær hafi verið "keyptar" á hrakvirði við stofnun nýju bankanna sem Steingrímur grobbar sig núna af.

En þetta skotleyfi á almenning gáfu þau út Jóhanna og Steingrímur en skjóta sér á bak við erlenda kröfuhafa sem stjórni ferðinni í nýju bönkunum. Sem er hrein lygi eins og margt annað sem frá þessu fólki kemur þar sem öll hlutabréfin eru sögð enn í eigu Steingríms.

Voru ekki þarna innlendar fjárskuldbindingar gengistryggðar hvað sem önnur lög sögðu ?

Spurningin er þá: Braut Ríkið eigin lög? Eða er þetta hvort sem er allt í plati?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ég skil ekki málið með erlendu kröfuhafana enda huldumenn.  Hinsvegar voru gengislánin ólögleg og höfðu alltaf verið.  Getur ríkið þá bara komið og selt þau?  Og leyft bönkum að innheimta þau með nýjum reiknikúnstum?  Ætli ríkið sé ekki orðið stórkostlega skaðabótaskylt gegn lánþegum landsins sem hafa nánast verið skotnir niður af bönkum með dyggum stuðningi núverandi stjórnar?  Ætlum við að borga skaðabæturnar eða verða níðingar ICESAVE-STJÓRNARINNAR sektaðir?

Elle_, 22.5.2011 kl. 23:50

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

3 nýir Bankar á móti eignum koma skuldir 2.700 milljarðar, hér vita vogunarsjóðir að innlands samsvarar þetta um 10 % vöxtum með verðtryggðri raunvaxtaskattavæntinga kröfu. 270 milljarað krafa. Svo eru það skuldir við eigendur 385 milljarað með 20% - 30% vaxtaskatta kröfu 77 til 115 miljarðar á ári.  Verðbóla svipuð og í efnahagslega þroskuðum ríkjum jafn og línuleg, 3,0% t.d. eins og í USA.

Þar mun samt heildar vaxta karfa á þessari tegund lánstarfsemi vera um 53 milljarðar á 300.000 neytendur eða um 176.000 ári.

Þeir sem haf lagt á vita að svo er borgaður vsk. líka af þessum vaxtasköttum. Hinsvegar er það vsk. reikningarnir sem liggja til grundavallar mati á hagsvexti.  

Þjóðverja afskrifa þess vegna er þeir með sterkar þjóðtekjur 32.000 $ á þegn. Nýja Ísland komið niður í 36.000 $ eitt af fáum ríkjum ennþá með neikvæðan raunhagvöxt  miða við USA Dollar.  ER sennilega með 32.000 líka. Hér er ekki afskrifað. Verðbólga er neikvæð á Írlandi, bestu kjar vextir 2,1%. Þar var staðinn vörður um sparnað í kaupum á hlutabréfum í vsk. fyrirtækjum.  Össur miðju kommi telur Ísland sérstakt því þeir stóð vörð um skuldakröfu fjármálageirans. 

Tvihliða-bókhald, er gott að hafa á hreinu.  Hverjir eiga að borga þessar skuldir. Neytendur í þroskuðu ríkjum gera það ekki að mínu mati.  Þessa borgar sig ekki fyrir vanþroskaða að reyna að ávaxta sitt ellipund erlendis. Erlendis kostar almennt að verðtryggja til 30 ára.  Látið ekki Íslenska hægri komma rugla ykkur í ríminu. USA fjáfestir í að þjóðar tekjur í Kína um 7,500 % dollara fari  8,000 $ á mann, 11% ávöxtun. ESB er spáð í samanburði við USA og Kína næstu 30 ár, neikvæðri ávöxtun , ef  USA er mælirinn og sér í lagi ef Kína er mælirinn.

Þjóðverjar er ekki kjánar í fjármálum, ekki heldur USA eða UK, Ríki sem eru kjánar í fjármálum í heiminum er það vegna mannauðs eða auðlinda skorts og flokkast undeveloped af hinum sem eru developed:start to exist, experience, or possess. Allt er þegar þrennt er. 10 % í Þýsklandi, Frakklandi, og UK, læra allar 3 grunn merkingar sama orðs.   80% læra kannski þá almennu. Hér á íslandi var vaninn af smíða 3 mismunandi orð fyrir eitt í samaburði við tungur með færri málhljóð. Faul á þýsku þýðir almennt léglegur, illa lyktandi, fúinn, gallað, svikull, mjög sjaldan latur: vanskilamaður og légleg veð og veðbréf eru Faul. Þeir flokka nemendur í efnismikla og lélega [faul]. Þeir ráða ekki letingja í vinnu og reka þá sem svíkjast um og sofa í vinnunni.

Júlíus Björnsson, 23.5.2011 kl. 01:19

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þar mun samt heildar vaxta karfa á þessari tegund lánstarfsemi vera um 53 milljarðar eftir eðlilegar afskriftir á 300.000 neytendur eða um 176.000 ári.

Júlíus Björnsson, 23.5.2011 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband