Leita í fréttum mbl.is

Hrikalegt

var að horfa á eyðilegginguna í Joplin og öðrum byggðum þarna í Bandaríkjunum eftir skýstrokkana.

Heilu hverfin eins og eftir atómsprengju, byggðin bara hreinsuð burt á milli gatnanna. Fjöldi fólks hefur misst allt sitt veraldlega góss og leitar ringlað að giftingarhringjum og smádóti í rústunum þar sem heimili þess stóðu í gær. Tugir munu aldrei leita aftur að neinu. Aðrir liggja stórslasaðir á sjúkrahúsum eða eru grafnir í rústunum.

Bandaríkin hafa oftar en einu sinni sýnt Íslendingum velvild og rétt hjálparhönd yfir hafið. Mér finnst vera komið að okkur.

Vill einhver segja mér hvar og hvernig ég get lagt mitt litla lóð af mörkum til að hjálpa þessu fólki? Getur Bandaríska Sendiráðið hugsanlega opnað reikning vegna þessa málefnis þannig að einhver aðstoð geti farið beint þangað sem ætlað er?

Gerum eitthvað !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skrýtið að þetta skuli ekki vera neitt sérstaklega fréttnæmt á Íslandi. Það er búið vera allt vitlaust á austurströndin.  

Júlíus Björnsson, 26.5.2011 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband