Leita í fréttum mbl.is

Lilja kveður

um sýn sína á hagfræði í mikilli grein í Mogga í dag. Hafi einhver haldið að dr.Lilja Mósesdóttir væri hagfræðingur eins og þeir ganga og gerast þá færir þessi grein mönnum skilningsauka að svo miklu leyti sem hægt er að skilja samhengið í greininni fyrir meðaljóninn.

Það sem ég skil eru hinsvegar eftirtaldar tilvitnanir sem opna sýn inní hugarheiminn sem stjórnlyndið byggir:


"Kostir og gallar hafta

Kosturinn við gjaldeyrishöft er að hægt er að tryggja meiri gengisstöðuleika og samkeppnishæft gengi gjaldmiðilsins á sama tíma og verðbólgu er haldið í skefjum. Auk þess gera höftin mögulegt að hafa vaxtastigið lægra til að örva vöxt raunhagkerfisins. Hagvaxtaráhrifin af lægra vaxtastigi og meiri stöðugleiki en ella er talið af mörgum vega upp viðskiptakostnaðinn sem fellur á atvinnulífið vegna gjaldeyrishafta.

Áhersla AGS á háa stýrivexti allt frá því að höftin voru innleidd hefur því miður dregið verulega úr ávinningum af þeim fyrir íslenskt efnahagslíf.

Gallinn við gjaldeyrishöft er neikvæð viðbrögð á alþjóðalánamörkuðum. Reynslan sýnir að neikvæðu viðbrögðin rista ekki djúpt og lánshæfismatið hækkar fljótlega aftur þegar gengisstöðugleiki hefur náðst. Auk þess býr of lágt gengi gjaldmiðils til mikinn tekjuauka hjá útflutningsfyrirtækjum sem veldur verðbólguþrýstingi. Draga má úr þrýstingnum með því að skattleggja þann hluta tekjuaukans sem er til kominn vegna of lágs gengis....."

Er hægt að lesa annað út úr þessu en einlæga trú hagfræðingsins dr. Lilju á kosti hafta og miðstýringar? Getur sá sem þetta skrifar verið eitthvað annað en marxískur hagfræðingur í anda díalektiískrar efnishyggju?

Kostir haftanna hafa greinilega kosti umfram galla í hugarheimi dr. Lilju Mósesardóttur. Hafi menn bundið vonir um að hagfræðimenntun Lilju upphefði þau áhrif sem fylgja því að vera kjörinn þingmaður fyrir VG, þá sjá menn að sú gjá verður ekki brúuð. Félagsmaður í VG stjórnast af einhverju allt öðru heldur en rökhyggju eða frjálshyggju.

Enn segir dr. Lilja um kosti haftanna:

"Hagfræðingar eru ekki sammála um hvort sé skilvirkara gjaldeyrishöft í formi reglna eða skattlagningar á t.d. útstreymi fjármagns. Með því að innleiða gjaldeyrishöft í formi reglna getur Seðlabankinn haft meiri stjórn á magninu sem kemur inn á gjaldeyrisskiptamarkaðinn. Þessu eru öfugt farið með gjaldeyrishöft í formi skattlagningar en þá hefur skatturinn áhrif á hvaða verð er greitt fyrir gjaldmiðilinn...."

Þetta ryður svo brautina fyrir þeirri ályktun dr. Lilju, að Seðlabankinn geti lagt á skatta:

..."3) Seðlabankinn getur lagt á skatt á uppboðsviðskiptin til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Seðlabankinn getur jafnframt aukið framboð af ódýru fjármagni til atvinnulífsins með því að lækka skattinn hafi fjármagnið verið notað til fjárfestinga í ákveðinn tíma áður en til útstreymis kom...."

dr. Lilja er Alþingismaður VG, þó að hún gefi lítið fyrir þá kjósendur í dag, og ætti væntanlega að vita að engann skatt má leggja nema samkvæmt lögum.

Greinin í heild veitir innsýn inn í það Ginnungagap sem er á milli hugmyndaheims frjálshyggjunnar og marxismans sem nú ræður ríkjum í hagstjórn Íslands, þar sem opinber afskipti, reglur og sérhagsmunir ráða öllu um framvinu mála þjóðarinnar.

Ekki vilja margir þessa Lilju í Morgunblaðinu kveðið hafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

enn og aftur get ég ekki verið annað en sammála þér.

"Höft" sem vitrir stjórnmála- og embættismenn ætla sér að nota til "góðra verka" er ein vitlausasta hugmynd síðari tíma.

Lúðvík Júlíusson, 2.6.2011 kl. 10:42

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Halldór.

Nú er ég ekki sammála þér heldur að mestu leyti hagfræðingnum Lilju Mósesdóttur.

Því að hún er að tala um núverandi aðstæður og sú vandræði sem þjóðin er í. Auðvitað er ég ekki samþykkur gjaldeyrishöftum endalaust og tel að hægt sé að afnema þau í áföngum á næstu 2 árum algert hámark.

Ég tek hinns vegar eftir því að Samfylkingin reynir að nota sér gjaldeyrishöftin í pólitískum tilgangi fyrir þeirra einu stefnumáli þ.e. að koma þjóðinni inn í ESB með góðu eða illu.

Þess vegna stilla þeir dæminu svona upp gjaldeyrishöft með einum eða öðrum hætti "forever" eða Evra.

Ekkert þar nema öfgarnar og áróðurinn eins og oft áður.

Við skulum vara okkur á málflutningi Samfylkingarinnar.

Ég held að menn ofmeti galla gjaldeyrishaftana mjög mikið og vanmeti jafnframt stórlega lækningarmátt þeirra á efnahags- og hagkerfi þjóðarinnar.

Gunnlaugur I., 2.6.2011 kl. 16:13

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæri Halldór, takk fyrir færslu 

Þó svo að við séum kannski ekki sammála Lilju í pólitík þá er hún hér að lýsa þessu eilífa "dilemma" sem kallast á slæmri íslensku minni "hin ómögulega þrenna" (The Impossible Trinity) eða Mundell-Fleming módelinu. Það er kjarninn í máli Lilju.

Gjaldeyrishöft eða álíka fyrirbæri eru til í öllum regnbogans litum. Allt frá veltuskatti á speculative hreyfingar only, fast færslugjald, biðstofa (cooling) í inn eða útflæði yfir vissum rosaupphæðum, marginal skattur, eða what ever. Þau eru í gildi í mörgum löndum heimsins í dag. Og þeim fer fjölgandi.

Ekki einu sinni hagkerfi Bandaríkjanna myndi þola að 150 Boeing þotur væru greiddar inn eða út úr hagkerfinu aðra hvora viku.

Þegar Dow eða NYSE fellur um meira en XX points á einum degi eru færslur stöðvaðar til að kæla menn niður (circuit breaker). Menn fá sem sagt ekki leyfi til að treida markaðinn niður í gólffjalirnar eða núll komma núll á einum slæmum hyterískum degi. Reynið að ímynda ykkur fjármangsflæðið á þannig dögum. Nógu risavaxið til að tvístra gengi 200 gjaldmiðla. Þannig var ástandið hér fyrir hrun. Verið var að millifæra stóran hluta landsframleiðslu Íslands fram og til baka á einum degi því bankakerfið var svo tröllvaxið og speculative aspect þess svo stórt.  

Ég skrifaði smá hugleiðingu um þetta á AMX í ágúst 2009 sem gæi hugsanlega útskýrt smávegis af þessari umræðu: Eru tímar frjálsra fjármagnsflutninga liðnir?.

Flóðgarðar eiga ekki bara rétt á sér fyrir skip og mannvirki. Regnboginn hefur marga liti. 

Takk fyrir kaffið

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2011 kl. 20:28

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er allt rétt með höftinn. Hinsvegar er hallað á AGS, þeir eru búnir í mörg ár að benda á stærð umfangs veltufjármálgeinans hér, í samanburði vsk. geiranna , og meðalneyslutekjur Íslenskra neytenda [þegar 10% tekjuhæstu og 10% tekjulægstu er ekki teknir með]. Líka að Skattmann sem þrífist á þessari veltu gæti hugsanlegast þannist út [það var 2005].

Ekki mátti skilja á þeim annað en hér væru öll veðsöfn í ólagi, of stóvelta hlutafallegsa í fjármálgeira í samburði, vega mikils áhættuvaxtaálgs.  Hér mátti ekki skera niður þennan vaxtaskatta geira til samræmis við sem ríkir hjá lándrottnum hans. Þessi forsenda að liðka fyrir tilvist endureisn vaxtaskattageirans, mun byggjast líka á skilyrðum Viðskiptaríkja Íslands. Þau gera greinilega þá kröfu að Íslenski vaxtaskatta geirinn greiði niður reiðufjárskuldir við þessi ríkji til að hægt sé að stunda áframhaldandi lánaveltu viðskipti í framtíðinnni milli fjármálgeira viðkomandi ríkja. 

Endurreisa umfang þessar vaxtaskattaveltu sem nærist á framlegð íslenskra fyrirtækja og neyslutekjum almennings, er ekki hægt með vitrænum viti.   Ekki verður bæði sleppt og haldið. Endurreisnin kostar sitt verð. AGS tryggir ekki tilvist Íslands en Erlendu ríkin minnka sína áhættu af viðskiptum við Ísland, til að geta kannski lækkað áhættu vaxta álagið gagnvart þeim í framtíðinni. Allir vilja græða.

Júlíus Björnsson, 2.6.2011 kl. 21:04

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakk þér fyrir Lúðvík, við höfum líklega svipaða sjón á málið.

Gunnlaugr I, skoðanir ykkar Lilju virðast fara saman og ég geri ráð fyrir að við vrðum seint sammála, svo steinblindur frjálshyggjustrumpur sem ér er og sjálfstæðismaður í þokkabót.

Gunnar,

ég var að lesa pistilinn sem þú vísar til. Eftir því erum við ca, hálfnuð í kreppunni. Margt sérð þú réttilega fyrir 2009 um þróun evrusvæðisins. Vaxtaspáin er ekki að ganga eftir þar sem að hagkerfin eru komin í bakkgír sumstaðar, eins og í Grikklandi.Þar eru peningar atvinnulausir og fá ekki vinnu þó þeir bjóði sjálfboðavinnu.

Þar þýðir ekki að hækka vexti eða það skiptir engu máli heldur því þeir eru allir dauðir nema þeir kasti evrunni. Og sama gildir um Íra og Spánverja. Þetta bull að þessar þjóðir séu jafnokar Þjóðverja leiðir til þess sem við höfum í dag. Það verður að losa Þjóðverja úr tengslum við evrusvæðið, þeir eru of einstakir ennþá. En svo fara þeir að deja út og óþjóðir taka við landinu sem fer þá eins og Simbabwe hjá Mugabe eða Ísland hjá Steingrími.

Evrópubandalagið mun aldrei virka meðan þjóðríkin eru sjálfstæð. Bandaríkin virka ennþá af því að þeir eru ein þjóð úr mörgum og svona risa öflugir með svona mikið land og auðugt.Heimurinn hangir bara í skottinu á þeim. Þeir lifðu það nú vel af að byggja eitt Libertyskip á nokkrum dögum og eins B17 á fjögra tíma fresti ef með þurfti.

Ég trúi á frelsið þrátt fyrir áföll og nðursveiflur sem alltaf koma. Þau eru aldrei verri en að fá stjórnmálamennina til að stela og stjórna, þeir eru vitlausastir af öllum og verst innrættir líka og heimskastir yfirleitt. Því minna government því betra.

Það þarf hinsvegar aga í þjóðfélögin og fangabúðir fyrir glæpamenn en ekki lúxushótel.Sjáðu réttarhöldin yfir smásíldunum í Exeter málinu. Það er verið að tala um að stinga þessum ræflum inn í einhverja mánuði fyrir tiltölulegan tittlingaskít þó það kosti hundruðir f´lk aleiguna. En aðalgerendurnir í hruninu, mastermindin sem stálu einhverju af öllum, hafa það fínt og hlæja að okkur öllum.

Halldór Jónsson, 2.6.2011 kl. 21:11

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sammála þér Halldór

Þar sem bankakerfi okkar sem var á sterum er heflað niður, ættum við ekki að þurfa á gjaldeyrishöftum að halda. Þau þurfa að fara, að mestu.

Leyfi mér að benda hér á hluta af niðurstöðu Jesper Jespersens við háskólamiðstöðina í Hróarskeldu; Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU

Mikilvægustu niðurstöður skýrslunnar eru þær að séu efnahagsmál myntbandalags Evrópusambandsins skoðuð í ljósi síðustu 10 ára þá hafa þau lönd sambandsins sem hafa tekið í notkun sameiginlega mynt Evrópusambandsins, notið minni hagvaxtar og efnahagslegra framfara en þau lönd sem hafa haldið sinni eigin mynt. Hér er átt við Stóra Bretland, Svíþjóð og Danmörku. Þar að auki bendir skýrslan á að þróun efnahagsmála evrulanda hafi verið mjög misjöfn og það bendir til innri spennu á milli svæða og landa innan myntbandalagsins. 

Skýrslan bendir sérstaklega á þann möguleika að Danmörk taki upp sömu peningastefnu og Svíþjóð og Stóra Bretland þ.e.a.s. að Danmörk rjúfi bindingu dönsku krónunnar við evru og láti mynt sína fljóta frjálsa á gjaldeyrismörkuðum. 

Höfundurinn kemur inná ýmsar tegundir peningamálastefnu og nefnir m.a. að frjálst fljótandi myntir geti stundum verið gerðar að skotmarki spákaupmennsku ef það séu færslur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi sem séu ráðandi á markaði myntarinnar. En höfundir nefnir þó að þetta eigi nær eingöngu við um stórar myntir sem séu m.a. notaðar í gjaldeyrisforða á alþjóðamarkaði. Þetta eigi því fyrst og fremst við um myntir eins og dollar, evru og yen. Þessar stærri myntir geti því sveiflast mjög kröftuglega, sem á tíðum hefur neikvæðar afleiðingar fyrir skipulagningu innflutnings og útflutnings á vörum og þjónustu. Litlar myntir minni landa eiga ekki við þetta vandamál að stríða nema að alveg sérstakar aðstæður séu ríkjandi eins til dæmis við þær aðstæður sem sáust á Íslandi haustið 2008.

 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2011 kl. 21:23

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En svo er líka hitt aspectið Halldór; Er Ísland ennþá nýmaraðsland?

Já, í vissum skilningi. Þá eru höft af einhverju tagi mun líklegri.  

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2011 kl. 21:27

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið; Nýmarkaðsland átti það að vera. 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2011 kl. 21:28

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Gunnar,

Ég held að við verðum varla fyrir stórárásum spekúlanta af Zoros -stærð, þeir nenna varla í fimmeyringaísness.Enda ef eir spekúlera þá spekúlerum við með. Ég man ekki betur en að helvítis bankarnir okkar hafi gert sameiginlegt áhlaup á krónuna árið 2007. Allir bankastjórarnir hefðu átt að vera ákærðir fyrir landráð þegar þetta var en fengu bara bónusa og kaupréttarsamninga.Og margir eru efst í stiganum enn í dag.

Menn á markaði spekúlera stöðugt. Allir eiga að spekúlera og vera á tánum. Það er drifkraftur kapítalismans. Að kjósa ræflana yfir sig til að sjá til þess að allir hafi það jafnskítt ver dauðann í sér.

Við er ekki nýmarkaður með menntaða þjóð. Við erum hinsvegar á þeirri leið að við erum að missa intelleksíuna úr landi og flytjum inn ómenntað pakk í staðinn sem geiri okkur að nýmarkaðsþjóð. Það er raunveruleg hætta sem steðjar að þjóðinni.

Halldór Jónsson, 2.6.2011 kl. 23:50

10 Smámynd: Halldór Jónsson

fyrirgefðu, þetta morar í innsláttarvillum. kanntu aðferð til að leiðrétta athugasemd sem er komin inn?

Halldór Jónsson, 2.6.2011 kl. 23:52

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vaxtaspáin er ekki að ganga eftir þar sem að hagkerfin eru komin í bakkgír sumstaðar, eins og í Grikklandi.Þar eru peningar atvinnulausir og fá ekki vinnu þó þeir bjóði sjálfboðavinnu.

Þetta er aðaltriðið. Í fátækum komma og fastista eða ráðstjórnaelítu [undir mörgum nöfnum] gilti svo kallaður harstjórna frjálsmarkaður innan ramma eða takmarka auðlinda þessrra ríkja.  Þar voru líka vaxtaskattar í algjöru lámarki og áhættu vaxta álag ekki neitt.  Lán stór til efnamanna og langtíma og sjóðstefna því einföld og varsjóðir alls ekki í hreysum almennings [veð vertryggarbréfum] heldur í gulli.  

Það kostar að geyma [vertryggja]  gull eins og allt annað.

Aðgangur að Fjármálgeirum Stöndugra Ríkja kostar líka. Þau ríki sem  ætluð að nýta sér fjármagns frelsi milli ríkja, lögðu alla áherslu á byggja um áhættuvaxta geira, í þeirr von að áhættan yrði ekki að veruleika, því er hægt að greiða þessa vexti út sem arð til eiganda. 

Skammtíma áhættulána vaxtageirar lán með miklu vaxta álagi, vegna þess að greiðslugetan að veði er áhættta [og fljótt reiðufjárbreytanleg bakveð ekki fyrir hendi].   Til að fjámagna sig þurfa minni bankar óstöndugir að fá lán með minni áhættu vaxta álagi.  Þá segja hinir stóru að ef þeir láni í gegnum í banka sem lánar af þessu áhætti stigi, þá geti þeir ekki lækkað áhættu álagi gegn honum nema að  hann hafi Prime lána veðsöfn AAA+++ sem baktryggingu.  Þessi sjóðir verðtryggja án raunvaxta kröfu erlendis, og lána bara til 100% öruggra lánataka, á lánsformum sem mynda veðsöfn þarf sem öruggi reiðsufjárs innstreymis þeir vex meða aldri. Bakveð eru sölu vara á fjármálmörkuðum. Örugg veð eru dýr og kosta sitt, skapa möguleika á arði en skila honum ekki það gera skammtíma lánin sem byggja til vist þeirra.  Spánverja áttu veð í verðtryggðum orku samböndum og í Gulli, svo áttu Portugalar líka feita verðtryggar sjóð í gulli. Svo eftir all nokkru var að slægjast.   Jón Ásgeir sagði Þjóðverja heimtuðu öll bestu veðin. Enda hefur hann ekki mikið vit á stöndugum viðskiptum. Þau byggjast alfarið á fullnægjandi veðum. Góð og lég veð, einkenna þá sem sætta sig við að greiða hámarks áhættu vaxta álag.  Ef aðilar ætla að verða fullgildir Meðlimir í fjármáli Klúbbi stöndugra ríkja, verða þeir að tala sama mál. Hvert stöndugt ríki græðir á sínum markaði fyrst, aldrei á mörkuðum annarra stöndugra ríkja. Ef ríki A græðir Billjón á markaði B, þá græðir ríki B, Billjóna á markaði A.  Þetta kallast jafnrétti. Ísland fær ekki ókeypis aðgang að dýrustu geirum heims.  

Passið veðin ykkar Í USA er það sem glæpirnir snúast um, hvað er Bankinn þinn að borga þér fyrir veðið þitt.  Bankar borga ekki fyrir að geyma reiðufé: hér sjá allir útlendingar að eitthvað er bogið við innlánakerfið hér.  Þeir borga fyrir Prime veðlána bréf sem ganga upp [hjá skuldara]. Þeir borga fyrir hlutbréf í fyrtækjum með litla starfsmanna veltu. Óstöndugir bankar einkast af háum innláns vöxtum og skorti á Prime verðtrygginga söfnum [tryggja bæði innlán og innsteymi, líka skammtímalánviðskipti].

Júlíus Björnsson, 3.6.2011 kl. 00:12

12 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ein besta birtingarmynd hafta allt ruglið í kringum þau.  Ég sótti um undanþágu frá skilaskyldu vegna 8 evrusenta sem ég fékk í vaxtagreiðslu þann 28. mars 2011.  Í millitíðinni fékk Samherji undanþágu og var því tekinn fram fyrir mig í röðinni.  Ég hringdi í dag til að spyrjast fyrir um undanþágubeiðnina og þá kom í ljós að hún hefði ekki verið skráð í kerfið og að hún væri líklega týnd.  Ég er auðvitað með staðfestingu á móttöku hennar.

Höft gefa stjórnvöldum gífurlegt tækifæri til að mismuna og hygla.  Þó svo að þau geti verið hagkvæm á tilraunastofum þá er allur ávinningur fljótur að hverfa vegna alls ruglsins í kringum þau í hinum raunverulega heimi.

Lúðvík Júlíusson, 3.6.2011 kl. 14:11

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef verðbólga verður meiri í viðskiptalöndum okkar þá styrkist krónan. Spurning er hvort verðlag og launtekjur hækka meira í viðskiptalöndum okkar en hér. Seðlabankinn og ríkstjórnin vonast til þess.

Vonast Seðlabankar  og ríkistjórnir helstu viðskipta land okkar eftir því að verðlag og launtekjur hækki þar? Framboð og eftirspurn haldist í hendur?

Júlíus Björnsson, 3.6.2011 kl. 14:27

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS og viðskiptlönd okkar sjá m.a. í Kauphalla útibúinu hér og á framlegð fyrirtækja hér að þau er hluti af fjármálageiranum um 80%.  Fjármálgeirinn getur lækkað ávöxtunar kröfu á fyrirtækin, það er greinlega ekki samræmi við vilja stjórnvalda. AGS staðfestir það. 

Júlíus Björnsson, 3.6.2011 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband