2.6.2011 | 23:30
Friedmann og Stefán Ólafsson
voru sérlega skemmtilegir báðir á 8 myndböndum sem ég var að horfa á frá því fyrir löngu þegar dr. Milton Friedmann kom hingað ásamt Rose konu sinni. Hann flutti þá magnað mál og gekk á hólm við þá doktorana og prófessorana Stefán Ólafsson, Ólaf Ragnar Grímsson og Birgir Björn Sigurjónsson rithöfund. Þau myndbönd má sjá ennþá á YouTube og standa fyrir sínu.
Friedmann fór á kostum og varð ég eiginlega kjaftstopp þegar ég hugleiddi hvílikt kapasítet þessi maður var. Það var sama hvar var komið að honum í hagfræði og stjórnmálum að hann var allstaðar heima og hafði einstaklega skýra sýn að vandamál daglegs lífs, bæði þjóða og einstaklinga.
En það sem kom mér mest á óvart var frammistaða Stefáns Ólafsson prófessors í þessum þætti. Yfirvegaður og fágaður og með skarplegustu spurningarnar að mér fannst og sá sem Milton virtist veita hvað mesta athygli. Ég var einhvernveginn búinn að láta búa mér til mynd af Stefáni sem einhverjum vinstri-kverúlanti sem hakkaði niður frjálshyggjuna en púkkaði upp kommana og kratana. Ég fór að lesa um þennan mann á netinu og eiginlega breytti um skoðun.Ég finn ekki andstæðing í honum heldur athugulan vísindamann sem er síður en svo andsnúinn frjálshyggju. Mér finnst Stefán hafa borið hag litla mannsinns, sem Albert gerði frægan, fyrir brjósti, fremur en að hann væri að reyna að skemma íhaldið. Gagnrýni hans beinist að því að stjórnmálamenn hafa svikið þennan litla mann. Allir sem einn !
Þeir hafa skattpínt hann langt umfram það sem Milton Friedmann talaði um.
Ein grein Stefáns grípur á þessu sem hann ritar eftir lát dr. Friedmanns árið 2006. Þar segir dr. Stefán m.a.:
...." Ríkisstjórnin sem setið hefur á Íslandi frá 1995 hefur að mörgu leyti fylgt forskriftum Friedmans. Hún hefur markaðsvætt, einkavætt og stórlega létt sköttum af fyrirtækjum, fjárfestum og hátekjufólki.
Um leið jók hún hins vegar skattbyrði níu af hverjum tíu heimila, mest þeirra sem lægstu tekjurnar höfðu. Það gerði hún með því að láta skattleysismörk ekki fylgja launaþróuninni. Í kjölfarið jókst ójöfnuður hér verulega, jafnvel meira en í Bandaríkjum Reagans, Bretlandi Thatchers, Chile Pinochets, og í frjálshyggjubyltingunni á Nýja Sjálandi. Að þessu leyti má telja stjórnarstefnu Íslands sl. 10 ár til þessara þekktustu frjálshyggjustjórna heims.
Friedman hefði ekki gert athugasemdir við aukin skattfríðindi fyrirtækja og hátekjufólks, né heldur við aukinn ójöfnuð. En varla hefði hann stutt þá miklu fyrrnefndu hækkun sem varð á skattbyrði lágtekjufólks, meðaltekjufólks og lífeyrisþega. Né heldur hinn mikla vöxt opinberra umsvifa sem af henni leiddi. Hann vildi hóflegan flatan skatt og að skattleysismörk væru álíka há og lágmarkslaun á vinnumarkaði.
Ef þessari stefnu Friedmans hefði verið fylgt á Íslandi væru skattleysismörk nú um 130 þúsund krónur á mánuði en ekki 79 þúsund eins og ríkisstjórnin hefur skammtað. Þá væri hagur lágtekjufólks á vinnumarkaði og lífeyrisþega mun betri og ójöfnuður í landinu minni. Friedman hefði sumsé gert betur við lágtekjufólk á Íslandi en ríkisstjórn landsins.
Ríkisstjórnin fór þannig langt framúr forskrift lærimeistara síns. Hún gekk svo hart fram í að bæta hag og frelsi fyrirtækjaeigenda og hátekjufólks að hún fórnaði hagsmunum almennings. Nýlegar hugmyndir um að breyta Íslandi í alþjóðlega fjármálamiðstöð (lesist skattaparadís fyrir auðmenn) ganga enn lengra í þessa átt.
Íslenska frjálshyggjustjórnin hefur þannig framkvæmt óvenju róttæka útgáfu af þeirri stefnu sem Friedman boðaði. Eldri borgarar, öryrkjar, ungar barnafjölskyldur og lágtekjufólk á vinnumarkaði hafa engum skilningi mætt á sama tíma og allt kapp hefur verið lagt á að skapa ríkasta fólkinu fríðindaumhverfi sem virðist einstakt á Vesturlöndum. Betra en í Bandaríkjum Bush og Reagans.
Það er umhugsunarefni að íslenskir sporgöngumenn Miltons Friedman skuli hafa farið framúr þeim markmiðum sem hann sjálfur setti fyrir Bandaríkin."
Ég viðurkenni að mér svíður dálítið undir þessum orðum. Vorum við Sjálfstæðismenn ekki of blindir og of auðtrúa þegar okkur var stöðugt sagt að ríkistjórn okkar væri að lækka skatta og svona kallar eins og Stefán Ólafsson væru bara Baugsliðar að rægja okkur ? Hefðum við ekki átt að hlusta betur og vera ögn minna sjálfsánægðir? Lesa allt sem Friedmann sagði en ekki bara það sem okkur passaði? Skattleysismörk eiga aldrei að vera lægri en sem svarar lágmarkslaunum. Allt annað er siðleysi sem við Sjálfstæðismenn eigum að gafa sem ótvírætt stefnumark að hrinda í framkvæmd ef við nokkurntímann komumst til áhrifa aftur. Auðvitað lækkuðum við skatta á fyrirtækjum og mörgu öðru. En við gleymdum litla manninum eða tímdum ekki að sinna honum eins og þurfti.
Þessi ríkisstjórn hefur svo haldið áfram á sömu braut og hin fyrri gagnvart litla manninum. Flestar skattlækkanir hennar aðrar eru horfnar til baka. Norræna velferðarstjórnin hefur hækkað gjöldin en ekki lækkað á þeim sem þess þurftu með. Litli maðurinn verður áfram kvalinn og ekki víst að hann finni neinstaðar vini í þeirri forstokkuðu skattheimtuheimspeki sem við nú lifum í að norrænum velferðarhætti þar sem boðað er af hugmyndafræðingum "að öll lífsins gæði beri að skattleggja".
En hugmyndafræði vinstrimanna er ávallt sú, þvert á það sem Friedmann vildi, að skattleggja og eyða. Treysta stjórnmálamönnum betur en einstaklingunum til að stjórna eyðslu sinni og vegferð. Dýrkun forræðishyggjunnar sem Friedmann barðist ótrauður gegn. Þessi maður er í mínum huga án efa einn merkasti fræðimaður síðustu aldar á svið hagfræði og stjórnvísinda. Og Stefán Ólafssson í Háskóla Íslands lét hann sig varða með opnum huga en ekki fordómum.
Allavega vil ég þakka Stefáni Ólafsssyni fyrir að hafa hlustað á Friedmann betur en ég á sinni tíð. Ég sé það núna að að maður má aldrei alhæfa neitt hvorki um menn né málefni.
Því lengi skal manninn reyna. Bæði mig, Friedmann og Stefán Ólafsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Flokkseigandi Nr. 1Ég held að það séu komin ein 4 ár síðan þú kallaðir mig síðast helvítis kommúnista og stakkst uppá að mér yrði hent út af fundi hjá sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Ef ég man rétt þá var það á fundi með Geir Harde og ég var að andskotast í honum útaf fiskveiðiauðlindamálum.Það er mér þessvegna mikið fagnaðarefni, ef jafnvel þú þetta helbláa íhaldssvín skulir sjá ljósið í myrkrinu. Ég skil undurvel þessa afstöðu sem þú taldir þig hafa til Stefáns Ólafssonar, hún á akkúrat rætur sínar að rekja til þess tíma sem Stefán gagnrýndi sem ákafast Skattastefnu Davíðs Oddssonar og hans kumpána.Það er ekki von að þú auðtrúa bláliðinn sægir á þeim árum hverslags helstefnu Davíð Oddsson rak í sakttamálum og þenslu ríkisútgjalda. Þitt hlutverk var aðeins að hrópa helelúja og halda hjörðinni saman þegar goðin töluðu.Þar sem aðeins er að rofa til hjá þér í stefnu sjálfstæðisflokksins í skattamálum og ríkisútgjöldum í tíð Davíðs og Geirs , þá væri ekki úr vegi að þú skoðaðir aðeins stefnu þessara mikilmenna í sambandi við fiskveiðiauðlindina og gjafakvótakerfið.Til þess að leiðbeina þér betur inná brautina þá skaltu skoða sérstaklega hvaða áhrif á efnahgslífið það hafði, að þeim sem réðu yfir veiðiréttinum 1999 skildi vera heimilað að veðsetja fiskveiðiauðlindina.Með Kærri kveðjuSamviska Flokksins
Baldur Snorri Halldórsson, 4.6.2011 kl. 17:01
Sæll samviska flokksins Baldur
Ekki veit ég hvar flokkurinn væri án okkar beggja, ég að flana á foraðið en þú að koma vitinu fyrir okkur alla.
Hvað segirðu um nýja kvótafrumvarpið hennar Jóhönnu? Eigum við að fylgja því? Er ekki verið að færa verðmætin frá LÍU til krstsnna? Taka af þeim sem keypt hafa og afhenda flokksgæðingum ókeypis? Það voru þið kommarnir sem heimiluðuð veðsetninguna á kvótanum ekki við íhaldið. Og ekki finnst mér það gott enn í dag.
Þetta helvítis kvótakerfi er orðið eins og Catch22, það er ekki hægt að losna við það nema á einn veg.
Það er að afnema það á einni nóttu. Frjálsar veiðar til að byrja með. Þa' þarf að sjá til þess að engin ný skip fari samt á miðin. Þannig væri þetta helvítis mál búið.
Svo má stýra veiðinni eftir þetta á hinn ýmsa hátt. Mér er drullusama þó Landsbankinn fari á hausinn, það væri best hvort sem er að loka honum strax og ég gef ekkert fyrir þessi mórölsku loforð sem bankastjórinn er að búa til í blöðunum.
Það er alltof mikið af svona millifærsluapparötum hjá þjóð sem í raun á helst enga banka í dag, bara innheimtustofnanir.Og ég vorkenni engum af þessum bönkum þó að lánin þeirra verði ótryggð á einni nóttu.Í staðinn eru þeir á valdi skilanefnda sem hafa áður óþekktar tekjur í sjálftöku sem aldrei endar meðan kommarnir ráða.
Bankar sem ekki geta tryggt innlán fólks þannig að þau rýrni ekki eða að ræningjar steli þeim eiga ekki rétt á sér. Þeir eiga að keppa um hylli viðskiptavina með því að bjóða vexti á innlán, ekki í því að afskrifa lán á glæpamenn en rukka vesalinga um verðtryggingu húsnæðislána í þágu erlendra vogunarsjóða.
Halldór Jónsson, 4.6.2011 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.