5.6.2011 | 16:49
Frumvarpið
um stjórn fiskveiða,1475 mál, lagt fram á Alþingi.
Ég var að reyna að stauta mig í gegnum þennan óskapnað og finnst það hreint ekki auðvelt mál.
Nokkur meginatriði er hægt að greina:
Í fyrsta lagi að lagt er til að ráðherra skipti úthlutuðum heildarafla í tvo flokka. Í flokk 1 falla samningar um nýtingarleyfi á aflaheimildum en í flokk 2 fellur aflamagn sem úthlutað er án nýtingarsamninga. Hlutir undir flokki 2 eru strandveiðihluti, byggðahluti, leiguhluti, línuívilnunarhluti og bótahluti. Ráðherra verður heimilt að ákveða skiptingu úthlutaðs afla milli flokka 1 og 2 sem og hluta í flokki 2. Til leiguhluta skal ráðstafa því magni sem bætist í flokk 2 þegar tiltekinni aukningu aflaheimilda í strandveiðihluta og byggðahluta hefur verið náð. Gert er ráð fyrir að tilfærsla milli flokka og hluta fari fram í áföngum á 15 ára tímabili þannig að í lok þess verði að jafnaði 15% þorskígilda þeirra fisktegunda sem sæta takmörkunum í flokki 2, að undanskildum þorski, ýsu, ufsa og steinbít, enda gilda sérreglur um þá stofna.
Í öðru lagi er lagt til að í stað árlegrar úthlutunar aflahlutdeildar eða krókaaflamarkshlutdeildar verði gerðir tímabundnir samningar við útgerðir um nýtingarleyfi á aflaheimildum. Skulu útgerðir, sem úthlutað hefur verið aflahlutdeild eða krókaaflamarkshlutdeild á fiskveiðiárinu 2010/2011 og uppfylla tiltekin skilyrði, eiga rétt á slíkum samningum. Samningarnir skulu í upphafi vera að hámarki til fimmtán ára með möguleika á framlengingu um átta ár. Fiskistofa skal annast samningsgerð í umboði ráðherra.
Í þriðja lagi er lagt til að varanlegt framsal aflahlutdeilda verði óheimilt nema í undantekningartilvikum. Þó er í bráðabirgðaákvæði VI heimild til varanlegs framsals aflahlutdeildar til 15 ára sem háð er samþykki ráðherra og tilteknum skilyrðum. Skal ráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, eiga forleigurétt á þeim réttindum sem eru andlag framsals. Kostnaður ríkisins vegna forleiguréttar skal fjármagnaður með tekjum af veiðigjaldi. Falli ráðherra frá forleigurétti flyst hann til lögheimilissveitarfélags framseljandans.
Í fjórða lagi er lagt til að framsal á aflamarki milli skipa óskyldra aðila innan fiskveiðiársins verði takmarkað við 25% í stað 50% heimildar gildandi laga og að réttindi til framsals verði að mestu áunnin með veiðum.
Í fimmta lagi er lagt til að óheimilt verði að veðsetja aflahlutdeild fiskiskips eða önnur réttindi á grundvelli samnings um nýtingarrétt aflahlutdeildar. Þegar gerðar veðsetningar skulu þó halda gildi sínu en óheimilt verður að endurnýja eða framlengja veðsetninguna þegar undirliggjandi veðsamningur rennur út. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að miðað sé við að slík veðréttindi verði ekki aðfararhæf og falli því niður við gjaldþrot en til að tryggja það þurfi að gera breytingar á ýmsum lögum og er annað frumvarp boðað í þeim efnum.
Í sjötta lagi er lagt til að veiðigjald verði tvöfaldað þannig að það verði 19% í stað 9,5%. Einnig er gert ráð fyrir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra geti tekið tillit til mismunandi framlegðar útgerðarflokka en ekki er tilgreint á hvaða reglum eða viðmiðum það eigi að byggjast og því erfitt meta hvaða áhrif það kynni að hafa á þessa tekjuöflun ríkissjóðs. Sömuleiðis er lagt til að við ákvörðun veiðigjalds verði útreikningi framlegðar breytt þannig að í stað þess að draga reiknaðan rekstrarkostnað frá aflaverðmæti verði notað nýjasta framlegðarhlutfall (EBITDA) í rekstraryfirliti fiskveiða sem Hagstofa Íslands reiknar og birtir. Undanfarinn áratug hefur þetta hlutfall framlegðar yfirleitt verið rétt um eða yfir 20% af tekjum fiskveiða. Árið 2009, síðasta árið sem reikningar liggja fyrir frá Hagstofunni, hafði hlutfallið hækkað í um 26% og er gert ráð fyrir að það haldist áfram hátt í ár. Endurspeglar það væntanlega þá miklu veikingu íslensku krónunnar sem varð við efnahagsáfallið árið 2008. Núverandi áætlanir um tekjur af veiðigjaldinu byggjast á þessari framlegð og verður því að hafa fyrirvara á því að draga kunni úr framlegðinni ef gengi krónunnar tekur að styrkjast á komandi árum. "
Stjórnlyndisfnykinn leggur af þessu frumvarpi langar leiðir og er eiginlega verri en óþefurinn sem mörgum finnst leggja af óbreyttu kvótakerfinu. Í þessu frumvarpi stefnir flest í stóraukin völd fjármálaráðherra um meðferð veiðigjaldsins eða auðlindarentunnar eins og þeir kalla það hagfræðingarnir. Ekki eru neinir smápeningar á ferðinni:
"Þannig má áætla að miðað við 12,6 mia.kr. heildartekjur af veiðigjaldi og leigu aflaheimilda að 15 árum liðnum, núverandi íbúafjölda og landað aflaverðmæti undanfarinna 15 ára að framlag á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu gæti legið nærri 1 þús. kr. á ári en á Austurlandi og Vestfjörðum gæti það orðið nálægt 55 - 60 þús. kr. eða um fimmtíufalt hærra. "
Enda eru efasemdir um að frumvarpið yfirleitt standist jafnræðisreglur af þessum sökum prentað með frumvarpinu.
." Breytingar af þessum toga gætu einnig í sjálfu sér líka falið í sér fordæmi sem erfitt gæti verið að sjá fyrir hvaða afleiðingar hafi fyrir tekjuöflunarkerfi og fjármálastjórn hins opinbera að öðru leyti verði haldið áfram á þessari braut."
Og enn segir:
"Það kann því að orka tvímælis að almenn skattlagning á sameiginlega auðlind eigi að koma sumum landsmönnum meira til góða en öðrum eftir því hvar á landinu þeir búa, þ.m.t. þeim sem starfa við annað en sjávarútveg eins og á við um meiri hluta þeirra sem búa í sjávarbyggðum. Fram hafa komið ábendingar um að slíkt fyrirkomulag kunni að brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar en þó er engin umfjöllun eða rökstuðningur um það í greinargerð frumvarpsins. Þar segir einungis að ætlunin sé að stuðla að meiri sátt um ráðstöfun veiðigjaldsins og að eðlilegt sé að sjávarbyggðir njóti sanngjarns hluta af þessum ríkistekjum af auðlindinni."
Og svo gæjast útfhárin rauðu uppúr hálsmálinu:
Fyrir liggur að afar erfið staða blasir við í ríkisfjármálunum sem kallar á það að leita verður allra leiða til að afla aukinna tekna og að engin slík tækifæri verði látin fara forgörðum til að draga úr og stöðva mikla skuldasöfnun ríkissjóðs um þessar mundir. Þörf fyrir það hefur enn ágerst við það að ríkissjóður hefur nýverið axlað auknar skuldbindingar til að greiða fyrir ásættanlegum lyktum kjarasamninga til lengri tíma sem ætti að geta stuðlað að auknum hagvexti og orðið öllum aðilum til hagsbóta. Mörkun teknanna til aukinna framlaga til sveitarfélaga og annarra verkefna styður því ekki eins og unnt væri við markmið um jöfnuð í ríkisfjármálum.
Ljóst er að frumvarpið felur í sér umtalsverða viðbót í öflun skatttekna fyrir ríkissjóð þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda því gera má ráð fyrir að heildartekjuöflun með þessum hætti verði um 12,6 mia.kr. Sú fjárhæð svarar til tæplega 3% af skatttekjum ríkissjóðs. "
Almennt séð virðast manni þessi lög illa unnin og ógreinleg samsuða úr allskyns hlutum sem ekki stæðist kröfur til stílagerðar í skóla. Lög eiga að vera einföld og auðskilin en ekki moldviðri almenns texta eða skrúðmælgi sem þetta lagafrumvarp er fullt af. Enda er höfundum ljóst að þeir skilja þau ekki sjálfir heldur segja að treysta verði á að þingleg meðferð muni snikka lögin til!
Sem texti er þetta frumvarp Alþingi til lítils vegsauka og sjálfsagt mátulegt að það fái að liggja yfir þessu í allt sumar ef það liggur svona á, sem það aðvitað ekki gerir nema hvað mögulegan líftíma stjórnarinnar áhrærir. (Sem landvættir gefi að fari að styttast).
Fyrir utan það meginatriði að það er ekki að leysa neitt afgerandi í kvótamálum þjóðarinnar nema að banna umdeilda veðsetningu kvótans, þá er það að aðallega að stórauka vald skrifræðisins yfir aflafé fólksins.Og úthluta ókeypis gjöfum til verðugra sem þeir sjálfir voru búnir að fá borgaðar í mörgum tilvikum. Það ætlar að taka 20 % af öllum virðisauka sjávarútvegsins og nota í pólitískar dúsugjafir og þar með atkvæðakaup um landið þvert og endilangt.
Þetta er enn ein samsuða krata og komma til að herða tökin á alþýðulýðveldinu Íslandi. Ríkisvæða undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar sem hefur nú bjargað henni svo frá því að hrunið varð að jafnvel AGS er ánægt með Steingrím. Allt á þetta að verða með stórum og vanhugsuðum inngripum kontórista í heim sem þeir ekki þekkja nema af afspurn, sem er sjósókn og útgerð við strendur Íslands.
Skynsamur maður sem fengi það verkefni að breyta sjávarútvegskerfi sem virkar í eitthvað annað myndi minnast eins Murphys-lögmálsins sem segir : "Ef það virkar, reyndu ekki að laga það." Það er betra að fara varlega í allar stórbreytingar á svona kerfi sem er búið að virka í aldarfjórðung og er jafnþýðingarmikið. En þorri landsmanna er pirraður útí augljósa agnúa á þessu kerfi, sem hefur fært völdum aðilum stórauðævi fyrir ekki neitt jafnvel án þess að það hafi verið skattlagt sértsaklega. Það er hinsvegar ekkert áhlaupaverk með það réttlæti frekar en annað.
Kvótakerfið er auðvitað hægt að afnema á einni nóttu og gefa veiðar á Íslandsmiðum frjálsar öllum íslenskum skipum.Ekkert vandamál þar. Óhagkvæmni kæmi auðvitað upp þegar skipin geta ekki geymt fiskinn í sjónum. Og svo vildu margir sjálfsagt fara að kaupa skip og trolla uppí landssteinum. En við öllu þessu er ég viss um að hægt sé að sjá á ýmsa vegu á mun auðveldari hátt en samkvæmt þessu nýja frumvarpi Ólínu Þorvarðardóttur og meðkrata hennar.
Það verður alltaf vandaverk að nýta ósjálfbæra auðlind og verður aldrei leyst svo öllum líki. Kvótakerfið var tilraun til þess en á það hefur verið hlaðið mörgu sem mönnum ekki líkar og truflar réttlætistilfinngu margra. En var ekki hér að störfum sáttanefnd sem var komin að niðurstöðu ? Er nú blásið á það allt ?
Liggur svona mikið á með þetta frumvarp ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.