Leita í fréttum mbl.is

Sýknað í Exeter málinu

Dómur er fallinn í Exeter Holdings málinu.

 Dómurinn klofnar  og Ari Ísberg og Einar Ingimundarson sýkna ákærðu af ákæru um að hafa lánað meira en milljarð af fé Byr til að kaupa stofnbréf af sjálfum sér og létta þannig af sjálfum sér skuldbindingum en til altjóns leiddi fyrir Byr því lánið tapaðist allt.

Þarf ekki snilligáfu til að komast að þeirri niðurstöðu að hér hafi allt verið með felldu?

 Ragnheiður Harðardóttir dómari, einn af þremur dómendum,  skilar sérákvæði þar sem hún segir:

" Lánið var veitt til að fjármagna kaup á stofnfjárbréfum í eigu MP-banka, ákærðu og lykilstarfsmanna Byrs eða félögum þeim tengdum. Með lánveitingunni losnuðu þeir síðarnefndu undan skuldbindingum við MP-banka, sem sumir báru persónulega ábyrgð á, en MP-banki fékk lánun að fullu greidd og söluandvirði eigin bréfa að auki.

 Þegar framangreint er virt verður að líta svo á að ákærðu hafi með lánveitingunni misnotað aðstöðu sína sparisjóðnum sjálfum sér og öðrum til ávinnings með þeim hætti að þeim hlaut að vera ljóst að veruleg fjártjónsáhætta stafaði af fyrir sparisjóðinn sem kom á daginn því lánið fékkst ekki endurheimt. Tel ég að ákærðu hafi með þessu gerst sekir um þá háttsemi sem í ákæru greinir og varðar við 249.gr.almennra hegningarlaga.

Og síðar segir um lánveitinguna til fyrrum stjórnarmanns Birgis Ómars Haraldssonar, sem er ekki ákærður í málinu eftir að hún rekur hvernig sparisjóðurinn stóð á ystu nöf þegar ákærðu lánuðu 204 milljónir í viðbót til að kaupa stofnfé af Birgi Ómari Haraldssyni:

"Hafði Birgir Ómar Haraldsson augljósa fjárhagslega hagsmuni af viðskiptunum sem lánað var til. Með þeim röksemdum sem raktar eru varðandi ákærulið l tel ég að ákærðu hafi einnig með háttsemi sinni samkvæmt þessum ákærulið gersst sekir um brot gegn 249 gr. almennra hegningarlaga."

En svona er lífið og dómsvaldið á Íslandi.  Þú skalt ekki stela hangikjöti í Hagkaup eða wodkapela úr vínbúð. En einn skitinn milljarður milli vina?  Sorry Stína. Quod licet Jovi, non licet Bovi.

Því ber auðvitað að sýkna í Exeter Holdings málinu svo það er þá loksins frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ótrúlegt að uppgötva siðspillta stjórnendur bak við luktar dyr,eftir að hafa skipt við spsj. í áraraðir. Er hugsað til vina minna Guðjóns og Hrefnu,sem grandalaus fóru í drauma reisuna á skútu,þegar upp kom þessi ömurlega staða.Bitur veruleiki að kyngja,að engum er treystandi fyrir fjármunum,því síður ákæruvaldinu að dæma það sem sýnist borðleggjandi saknæmt. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2011 kl. 00:17

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sæll félagi Halldór.  Veit að þú þekkir þessi mál vel og forsögu málsins og sparisjóðaveislunnar enn betur.

Þessu máli verður örugglega vísað til Hæstaréttar, annað er með öllu órökrétt.

Við lestur dómsins virðist manni þetta vera endalaus saga um misbeitingu, misnotkun aðstöðu og allra aðstæðna.  Fróðlegt hvernig Hæstiréttur tekur á þessu.

Jón Atli Kristjánsson, 30.6.2011 kl. 12:38

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig finnst ykkur það hljóma að Atli Örn er sagður hafa verið  stórnarmaður í Húnahorni með Ragnari Z. og vinnur núna í verðbréfafyrirtæki Einars Ingimundarsonar dómara. Og stjórnarmaður í Byr er sagður hafa setið í stjórn þess sama fyrirtækis. Krosstengsli greinileg en Ísberg virðist ekki sjá neitt grunsamlegt.

Halldór Jónsson, 30.6.2011 kl. 22:03

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í Gamla Daga voru hér í raun einkafyrirtæki, rekin á HF formi  vegna skattalaga, ekki vegna áhættu í rekstri. Þess vegna gátu menn sem stóð alltaf í skilum gert margt sem er kol ólöglegt ef hluthafar=eigendur hefðu kært.  Þetta skaðaði engan, ekki einu sinni ábyrga eigendur.

Júlíus Björnsson, 30.6.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3421020

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband